mánudagur, nóvember 28, 2005

halló, ég er konungur þægindanna.

Vá hvað nóvember er búinn að vera fáránlegur mánuður og endalaust lengi að líða.

Fólk hefur komið mér á óvart, ég hef komið mér á óvart og ég hef komist að raun um hvað sumir eru nú miklir lúðar þó þeir virðist ekki vera það. Eða jú, kannski hafa þeir alltaf verið það en ég bara eitthvað út úr heiminum blind.
Þetta er bara svona..bein lína núna..ég er ekkert óhamingjusöm og ég er ekki heldur öfgahress. Hreinskilnasta svar sem ég gæti komið með við spurningunni "hvað segirðu"(eða e-i svoleiðis..) myndi vera "ekkert spes".

Mig langar eiginlega bara að spóla yfir prófin, helst ná þeim á hraðferðinni, taka alla vini mína og fara með þá alla með tölu inn í einhverja höll og bara vera þar í einhvern tíma. Sniðugast væri að höllin væri í Ungverjalandi, þá þyrfti ég ekki að fara sérferð til að sækja Sigrúnu heldur væri hún í leiðinni.

Æjh..vinir eru ágætir og ég er súr, kennum prófunum um. Brennum próf! Berjum kennara(nema Georg auðvitað)! Hlaupum út úr kennslustofum öskrandi á morgun! Eyðileggjum allt þannig að ekki verði hægt að leggja fyrir okkur próf heldur fá allir(með mætinguna í lagi) 8 í lokaeinkunn í hverju einasta fagi sem þeir eru í! Bæ!

Chan Chan- Buena vista social club
la valse d'amelie(orchestra)- yann tiersen
jacksonville- sufjan stevens

vala mælir með já.

|