mánudagur, nóvember 14, 2005

Vá.

Þetta var nú svakalega rússibanareið, þá á ég við helgina.
Hún fór upp-bein lína-NIÐUR-bein lína-smá niður-svo birti skyndilega til og hún fór svo hátt upp að ég gat horft niður á jörðina og hlegið.
Tvítugsafmæli á Pravda reddaði skapinu algjörlega, enda gáfum við barninu góða gjöf til sýnis um þakklæti okkar.

Ég vona að næsta vika verði skemmtileg, þessi stefnir í helvíti. Ég komst að því að kennari sem ég dýrkaði varð skyndilega siðblindur. Hann ber fyrir sig minnisleysi þegar hann segir skyndilega að við eigum að halda fyrirlestur á föstudaginn en ekki þriðjudaginn í næstu viku. "Ha ? Nei ég sagði aldrei að hann ætti að vera næsta þriðjudag, hann á að vera núna á föstudaginn! Eruð þið geðveikar ? Á ég að slá ykkur utan undir heimsku mellur?" (ok ég tók mér smá skáldaleyfi en minnisleysið er samt raunverulegt).

Öss..ég gæti útnefnt ekki-fólk helgarinnar og fólk helgarinnar, en ég nenni því ekki. Þeir sem ég elska eftir helgina vita það og þeir sem ég elska ekki ættu að gera sér fullkomna grein fyrir því.

Ég mæli með að hlusta á klassíska tónlist á meðan maður spilar pro evolution, ég var on fire!

Einnig ættuð þið sem fóruð ekki á sálumessu mozarts í hallgrímskirkju sl. helgi að iðrast, ég er enn þá með hroll og tárvota hvarma eftir þetta. Úff!

|