laugardagur, desember 17, 2005

Greyið stelpan

Í nótt lá ég uppi í rúmi, andvaka(ofsofin)..eða ok það var frekar í morgun, klukkan var að ganga sex minnir mig. Ég ákvað að kveikja á sjónvarpinu og gá hvað væri að finna þar á svo yfirþyrmandi ókristilegum tíma. Það sem tók á móti mér breytti hugarfari mínu næstu vikurnar.

LAST CHRISTMAS- WHAM!

KRAKKAR! ÉG ER KOOOMIN Í JÓLASKAP!


Núna fer ég að vera óþolandi með jólalög og endalaust mikinn hressleika auk þess sem stressið mun láta sjá sig..!

Mér líður eins og nýrri manneskju, þetta hefði átt að gerast fyrir mánuði til tveimur en betra er seint en aldrei!!

Núna er ég hins vegar farin að búa mig undir að fara á vínbarinn að fagna með fjölskyldunni, það verður eitthvað skrautlegt. Seinast þegar ég fór þangað sá ég ekkert nema ölvaða stjórnmálamenn, hvað er málið með fjölskyldu mína og VÍNBARINN af öllum stöðum ???

...og fólk vissi ekki að hann væri samkynhneigður...

|