þriðjudagur, desember 27, 2005

"GUÐ ER FRÁBÆR..

..og líf með þeim Jesú er ekkert nema æðislegt! Komið og verið með, þið munuð aldrei sjá eftir því! :D:D:D:D:D"

Eru orð frelsaða fólksins sem lifir í æðislegum heimi þar sem allt gengur upp það lengi sem þú biður Guð um það og hann sér til þess að allt sé gott og æðislegt, auk þess sem þú getur alltaf leitað til hans.

Mér er spurn, hvernig ætli fólk sem lifir í svona veröld geti útskýrt hvernig ákvarðanataka Guðsins æðislega fer fram ? Til dæmis ef ég myndi spyrja einhvern frelsaðan og öfgahressan einstakling: Hvernig ákveður Guð hvort einhver manneskja eigi að fá MS-sjúkdóminn eða krabbamein ?

Það er ekkert eins og svona skelfilegir sjúkdómar séu okkur nauðsynlegir.

Ég held það væri partí að fara í Fíladelfíu eitt föstudagskvöldið þegar þau eru í miðju kafi að syngja slæm lög með tárin í augunum(við erum náttúrulega að tala um það að þetta fólk tekur slagara t.d play that funky music og breytir textunum bara yfir í e-ð "play that great joy jesus") og spyrja gaurinn sem predikar og stjórnar heilaþvottinum. Hann myndi líklegast kalla mig trúleysingja og reyna að frelsa mig þó.

Ég held að það myndi ekki auka lífshamingju mína neitt ef ég byrjaði að fara í Fíladelfíu öll föstudagskvöld til að spila Trivial og tala um hvað Jesú sé nú þéttur tappi.

Mér finnst líka mjög ósanngjarnt að hinir frelsuðu hafi rétt til þess að þvinga trú sinni upp á okkur hin sem erum bara spök og afslöppuð..Ef manneskja vill frelsast, frelsast hún en það er ekkert að fara að ýta manni út í það með því að troða upp á mann einhverjum bæklingum.

Ok ég er hætt, ég er bara sjúklega tortryggin gagnvart þessu eftir að hafa farið á tvær samkomur hjá Fíladelfíu..það var í þágu vinkonu okkar ekki leitarinnar að lífshamingjunni.

|