fimmtudagur, desember 08, 2005

Saga.

Einu sinni var köttur sem átti sér ekki nafn. Þessi köttur var ósköp asnalegur og allir gerðu grín að honum, meira að segja eigendurnir höfðu ekki fyrir því að skíra hann þannig að greyið gekk um með nöfn eins og lufsa, gimpalufs, rækja, gollrir, kisa, dýr og mörg fleiri og jafnvel enn verri, hangandi yfir sér. Þar til að kvöld eitt, skömmu eftir árshátíð MH-inga, kom heim til eigandanna kona. Hún er mjög spök og hefur bjargað mörgum kettinum úr sálarkreppu, hún leit á köttinn og sá á honum hvað honum leið illa yfir því að eiga sér ekkert nafn.
Eftir að hafa virt greyið fyrir sér um nokkra stund varð henni skyndilega hugsað til Geirþrúðar. Geirþrúður er stelpa sem að ældi í lófana á sér inni á klósettinu á árshátíðinni á Grandrokk, spaka konan hafði horft upp á það gerast og hafði lítið gaman af. Við það að rifja upp myndina af Geirþrúði með ælu í höndunum og andlitinu, uppgötvaði hún að þessi köttur skyldi heita Geirþrúður. Kötturinn er nefnilega læða, en það er skemmtilegra að tala um dýrið í karlkyni.

Síðan þetta var hefur dýrið borið nafnið Geirþrúður með rentu og spekingskonan er uppfull af stolti yfir að hafa fundið nafn á fyrrum nafnlausa dýrið. Spekingskonan er Halldóra Björk Bergþórsdóttir og hún er sko ekki kölluð Halldóra hin spaka að ástæðulausu eins og sést á þessari mynd.

un année sans lumiere- arcade fire
when the lights go down- armand van helden
blue christmas- bright eyes

|