mánudagur, janúar 30, 2006

þetta er villtur heimur

Klukkan er 17:05 og ég er nýkomin heim. Best að kveikja á sjónvarpinu og kíkja á hvað gengur á í Leiðarljósi; Ætli Lucy sé búin að ná sér niðri á Brent ? Vonandi.
Bíddu bíddu, þetta er ekki Leiðarljós, þetta er gömul kona. Hmm..undarlegt, ætli maður kíki ekki á textavarpið. Daddara hmm uh, HA!??!! 17:05 KJARNAKONUR..!!! HA!!!!!!!!!!!!!!!

Ég get sætt mig við ýmsar ástæður fyrir því að Leiðarljósi sé sleppt, eins og til dæmis EM í handbolta en þetta er of langt gengið. RÚV sýnir ekki Leiðarljós í dag(ÞEGAR ÞAÐ ERU KRÚSJAL HLUTIR Í GANGI) af því að þeir þurfa að sýna okkur þátt um kjarnakonur, m.ö.o konur sem eru mjög gamlar.

Glatað! GLATAÐ SEGI ÉG, GLATAÐ!

Ég ætla að fara og gráta blóði þangað til að ég missi svo mikið blóð að það líður yfir mig og ég ligg á gólfinu þangað til að mamma mín hringir og biður mig að sækja sig í vinnunna en ég mun vera í yfirliði svo ég heyri ekki í símanum mínum þá hringir hún í heimasímann og ég svara ekki heldur í hann svo hún verður geðveikt áhyggjufull og kemur heim með leigubíl og finnur mig á gólfinu svo bjargar hún mér og ég verð alltaf að fara út með ruslið og bóna bílana á heimilinu þangað til ég dey.

|