fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hverju missir maður ekki af í veikindum



Allt í lagi..ég veit alveg að ég væri ekkert endilega að borða þennan dýrindismat ef ég væri frísk en samt líður mér eins og ég sé að missa af einhverju rosalegu með þessu fljótandi fæði og öllum þessum hefta lífsstíl sem veikindum fylgir.

Ég er samt farin að hallast að því að hálsinn á mér sé aðeins minna stíflaður núna svo kannski rís ég brátt úr rekkju og fer að lifa lífinu. Þá verður matarmaraþon! Sölvi, plís haltu annað matarboð eftir svona tvær vikur. Ég skal hýsa boðið en þú ræður öllu og eldar!

Soft Atlas- 13 & God
Jerusalem- Alpha Blondy
Shadow on the sun- Audioslave

ps: ég má til með að benda á hvað ég missi af miklu með þessum óvæntu veikindum; matarboð x2, afmæli og tónleikar. Hve ósanngjörn getur tilvera einnar unglingsstúlku orðið ?? Ég er á gelgjunni, ég höndla þetta ekki án þess að leggjast í sjálfsvorkunn og gráta! Reyndar hafa tárin ekki enn brotist fram en ég bíð þess í ofvæni. Þegar sá dagur kemur að ég fari að gráta yfir tónleikum..tek ég lyf.

|