mánudagur, janúar 09, 2006

Loksins, LOKSINS!

Ég hef séð eftirvæntinguna í augum ykkar.

Ég veit hverju þið biðuð eftir.

Ég veit af hverju þið lítið á mig eins og ég skuldi ykkur milljón.

Þið viljið að ég útnefni versta lag ársins 2005 og hér kemur það!

Þetta var erfið ákvörðun og ég hef ekki getað ákveðið mig algjörlega en það eru tvö lög sem valið stendur á milli.

Þau eru: You're beautiful- James Blunt og I'm talking to you- Jakob Sveistrub

Þið getið að sjálfsögðu nefnt einhver lög sem ykkur finnst betur að titlinum "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta 2005" komin en hvort ég taki málið til skoðunar er aaaaaallt annar handleggur.

Hvort lagið hreppir "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta 2005" ???

kemur í ljós í næstu færslu!! (Nema þið hafið eitthvað fram að færa sem ég þarf að taka til skoðunar og brjóta til mergjar áður en ég kemst að niðurstöðu).

Kveðja, "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta"-nefndin(ég)

|