fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sirkus- Stöð unga fólksins eða heimska fólksins ?

Gilzenegger fer ævintýralega mikið í taugarnar á mér. Þetta er heimskur maður sem vinnur við að vera heimskur maður. Svo talar hann um að fara í ljós og smyrja beyglur(eða eitthvað í þá áttina). Af hverju fær hann tíma í sjónvarpi og pistla í DV og ég er ekki frá því að maðurinn sé með útvarpsþátt ofan á allt saman ? Af því að hann er fífl.

Hann á líka að vera rosalegur höstler og alltaf að ríða þéttum tussum upp um alla veggi en hann er bara rosalega ljótur líka. Hann er með lítið kramið andlit ofan á rosalega stórum búk.

Brynja Björk er hræðileg. Eins og Edda orðaði það "hún er eins og Silvía nótt nema bara ekki að djóka"..svo kallar hún sig líka hnakkamellu og er stolt af því.
Ég öfunda Sigrúnu af því að vera laus við þetta í Ungverjalandi, hún fær að horfa á Sígauna svitna blóði á meðan ég sit uppi með fólk að tala mál sem ég skil varla!

Mig grunar að ég geti ekkert gert við þessu máli nema hætta að horfa á Sirkus og eyða næstu árunum inni í kúlu, ég ætla að vera Bubble-Girl.

Þangað til að ég næ að verða Bubble-Girl ætla ég bara að vera heltönuð og hestvötnuð allar helgar.

|