mánudagur, febrúar 06, 2006

"kannski hatar þig einhver af því að þú ert alltaf svo mygluð í skólanum"

Mér finnst lagið og atriðið hennar Silvíu frábært!
Hins vegar finnst mér ekki eins frábært hvað hinir höfundarnir eru gjörsamlega að tapa sér í biturðinni yfir þessu öllu saman. Lagið fór á netið, rétt, en létu Silvía og Þorvaldur Bjarni það á netið með risastórt samsæri í huga ? Nei!

Öll önnur lög úr þessari keppni, þau sem ég hef heyrt allavega, eru svo leiðinleg að mig verkjar í líkamann og ég fæ aulahroll þegar ég heyri þau. Ég held að fólkið sem samdi þessi ósköp viti af gæðaskorti laganna og vilji reyna að auka líkur sínar á að komast áfram með því að bola Silvíu úr keppninni, það er ljótt!

Einn textahöfundur sem á textann við þrjú lög hefur lögsótt batteríið sem sér um þetta allt saman, á grundvelli jafnréttislaga..ha ? Lögin hans komust öll áfram, hví hættir hann ekki að gráta ? Af því að hann er leiðinlegur maður. Og bitur.

Krakkar, hættum að gráta og verum glöð! Áfram með Silvíu því hún er svo fyndin!!

Til hamingju Ísland- Silvía Nótt
Latin Seoul- DJ Sneak
All that we perceive- Thievery Corporation

|