laugardagur, mars 11, 2006

ég skal vera sjúkrabíllinn ef þú verður slysið...

Það væri gaman að verða duglega fullorðna manneskjan sem fer um allt á hjóli og lætur ekkert aftra sér í að vera í FRÁBÆRU formi á sextíu ára afmælinu. Þó væri hálfvandræðalegt að vera í betra formi eftir breytingaskeiðið en núna, "í blóma lífsins".

Núna er ég byrjuð að vinna, það er skref í rétta átt. Skref í áttina að því að framkvæma hluti og standa mig betur, mér finnst þetta hálfvandræðaleg tilvera hjá mér. Engin áhugamál, hreyfi mig aldrei; læri, leik mér í heilalausum leikjum og hitti vini mína.
Eina gáfulega sem hefur komið út úr gjörðum mínum sl. mánuði eru fínar einkunnir og að fá mér vinnu. Það er alveg nett súrt.....því verður ekki neitað.

Ég ætla að gera eins og dóttir Sigurðar A. Magnússonar og fara í dömuskóla í Sviss. Maður lærir örugglega margt þar, t.d að mæta ekki í skólann þannig að fólk heldur ekki að maður hafi verið á balli kvöldið áður..þegar svo ber ekki við...

ég segi að eftir sex mánuði verði ég kannski orðin aðeins meira fresh og eftir ár aðeins meira fit..ó já..þetta verður fróðlegt............eftir 15 ár kann ég að spila á ummmmm...djiddiridú!!


|