sunnudagur, mars 19, 2006

tussan er mætt á svæðið jafnþétt og gilz á kæjanum

Hér er ég, eitursvöl.

Ég ætla að opna bakarí þar sem peningar eru ekki gjaldgengir heldur einungis fórnir, líkamlegar fórnir(ekki að fólk fórni sér með því að sofa hjá mér eða bakaranum eða e-ð svoleiðis þó).
Það verður sérstakt herbergi þar sem fólk getur fórnað einhverju t.d útlim eða líffæri.

Verðlagning grundvallast svo á mikilvægi fórnarinnar. Dýrasta kakan er fótur eða eitthvað mikilvægt líffæri, eins og lunga eða milta. Með þetta viðskiptavit ætti ég að vera í verzló..

Mosó er geggjað töff staður. Bókað að búa þar í framtíðinni.

Í gær þá var lífi mínu (næstum því) ógnað af þrettán(fjórtán?) ára gamalli ölvaðri stelpu með þvenginn upp á bak. Ég benti henni vinsamlega á að já, þvengurinn væri á herðablöðunum hennar, tjáði þetta meira að segja með táknmáli en ekki orðum til að vera ekki mega beygla. Þá kom hún út og ég sver hún ætlaði að berja mig......síðan spurði hún okkur (mjög ölvað) hvort hún mætti hringja hjá okkur. Pottþétt bara "chickened out" fokkin tussan(djók).

Mosó- Dóri DNA og Ethyone

Ég er farin að borða graskersfræ og skokka. kveðja, vala þétta

|