þriðjudagur, maí 16, 2006

lestu þessa (lyga)sögu og finndu kvikmyndatitlana í henni! verðlaun í boði ?

Og þannig var gærdagurinn minn..

Í gær fór ég niður í bæ á meiri hraða en ég hef nokkru sinni gert, var komin á staðinn á 60 sekúndum af því að ég hélt að salan á H fyrir Hefnd væri að hefjast niðri í Nexus, allavega svo kom ég þangað og gaurinn í Nexus alveg "ertu fífl, það eru tíu hlutir sem ég þoli ekki við þig og í fyrsta lagi hvað þú ert stressuð alltaf..það eru fimmtán mínútur í að salan hefjist!! sjitt sko, farðu!"

Þannig að ég bara rölti eitthvað upp Laugaveginn og ætlaði að kíkja inn í búð þangað til að salan byrjaði en þegar ég kom inn í Skífuna var kveikt á risaskjánum og Batman hófst. Þá gladdist ég en það var ekki gott hve miklum tökum þessi hamingja náði á mér. Ég gleymdi mér og fór bara að horfa á Batman þannig að ég missti af sölunni. Það var uppselt þegar ég kom niður í Nexus aftur! Þetta líf, það er ekkert nema leyndarmál og lygar! En þegar ég var að drekkja sorgum mínum um kvöldið og sagði við systur mína "þetta líf er ekki neitt nema leyndarmál og lygar" og ældi svo á pilsið hennar, þá rauk hún upp og sagði "KANNSKI! EN Á SUMUM STÖÐUM LEYNAST ÞÓ SANNAR LYGAR!" Hún varð svo reið að ég hélt hún myndi bara breytast í einhvern gjöreyðanda on the spot sko, hún æpti meira að segja "FARÐU!" og þá fór ég bara heim.

(ef þú ert of kúl fyrir fyrirsagnir, finndu þá kvikmyndatitlana í færslunni..sindri á copyright-ið á hugmyndinni, mig langaði bara svo að prófa).

|