föstudagur, maí 19, 2006

regnbogabarn ?

Ef að mamma kaupir einhvern mat handa mér persónulega til að narta í, eins og t.d epli er ekki sjens að ég borði það allt vegna þess að það er svo mikil pressa að ÞURFA að borða eitthvað áður en það skemmist.

Þegar ég ákveð að gera eitthvað er ekki sjens að ég framkvæmi það vegna þess að þá er það hálfgerð skylda en ef mér dettur allt í einu eitthvað í hug er það allt annað mál..en ég verð hins vegar að koma því í verk STRAX, ekki hægt að bíða.

Strákar ? ókei, það er líklegra að ég hlaupi á vegg og beri fyrir mig minnisleysi frekar en að ég taki minnstu áhættu eða láti reyna á eitthvað þegar augnablikið öskrar á mig sama gildir um það ef er sjens á einhverju sem varir lengur en svona umm..tveir dagar.

......Ég veit ekki en ég sá eitthvað sameiginlegt með þessu og fannst þetta fyndið.

Stundum framkallar þreyta jafnmikla steik og áfengi...

sprækari en allt!

|