fimmtudagur, maí 25, 2006

Ísland, litla kjánalega Ísland

Við erum svöl þjóð. Þess vegna viljum við hafa svona elítu af svölu fólki sem er bara boðið í svöl partí. Núna um helgina verður einmitt rosalega svalt partí haldið í Iðuhúsinu, COCA COLA PARTÍ 2006. Fólk sem er nógu merkilegt til að koma fær boðskort og það er búið að útvega einhver selebrití til að vera þarna, bara til að vera þarna svo veislan verði aðeins heitari. Eins og til dæmis gaurinn úr the streets, hann mun náttúrulega redda veislunni!

Ég held að þegar er boðið í partíið sé spurningin sem þau spyrja sig; myndi séð og heyrt setja mynd af henni í sleik á óliver ? en myndu þeir fjalla um þegar hann fær sér nýja eldhúsinnréttingu ?

Þess vegna mun fína fína fólkið þarna t.a.m vera úr Ástarfleyinu, held ég. ALLAVEGA Birgitta, Jónsi, Svava í sautján og eitthvað fólk sem enginn veit hver er en það er bara rosalega ríkt.

Skemmtilegasta við teitina eru boðskortin, það er sendur einhver kristall á alla og meðfylgjandi númer/vefsíða til að slá inn þar sem þú, elítumeðlimur getur séð allt um teitina og boðslistann.

Ég held að það frábærasta í þessum heimi okkar séu Íslendingar að skapa sér svalleika!
Þessi veisla sýnir bara hinn sanna íslenska anda, við reynum og reynum að vera svöl stórþjóð svo við losnum við þessa minnimáttarkennd.

En ég segi bara höldum áfram að vera lopapeysulúðar og hættum að reyna! Engin fleiri svöl partí, héðan í frá eru það bara pulsur með öllu og rokk!

|