laugardagur, júní 10, 2006

gestabloggarinn unnur

halló fólk
unnur heiti ég og er hermannsdóttir, ef einhver vildi hugsanlega vita það. plús lilja
einu sinni á ævi minni hef ég bloggað áður og ekki gekk það vel, en nú er ég full þannig að kannské, kannské?
það er margt sem gerist í líkama okkar mannskepnunnar þegar áfengi fer í blóðið, hver kannast ekki við það að þurfa að pissa já, oftar en vanalega, og segja frá hlutum sem maður yfirleitt segir ekki frá, eða heldur allavega aftur af sér að segja...bara smá fræðsla fyrir þá sem ekki vita, einu sinni var ég á því stigi, ekki fyrir löngu síðan - þó hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan þá

.....jæææja lesendur góðir, þannig er mál með vexti að ég og eyvindur vinur minn höfum löngum rætt það mál sem mikil gildi á að hafa í lífi okkar allra, stórra sem smáa, mikilmannlega sem peðlega - samanber halldór ásgrímson og guðni ágústsson - sú saga byrjaði einmitt á þessu kveldi, þessi ágæta föstudagskveldi, sem innihélt háfleygar samræður milli ýmissa ráðamanna og spöngulli tónlist.

p.s mjög mikilvægt: vala er æði!

|