fimmtudagur, september 21, 2006

Þróun í........hvaða átt ?

Þetta hefur verið furðuleg vika.

Ef hún á að vera lýsandi fyrir framtíð persónuleika míns er ég mjög hrædd.

Ég hjálpaði sjálfstæðismönnum, smalaði fólki til að kjósa *rétt* í stjórn Heimdallar(úff)

Ég vann disk með því að hringja inn á FM957(mér var augljóslega ætlað að hringja).

Diskurinn var Futuresex/lovesounds með Justin Timberlake...Þegar ég fór að sækja verðlaunin mín upp í 365, því það var í leiðinni niður í kosningamiðstöðina hjá dallinum, þóttist ég vera að sækja þetta fyrir litlu systur mína..sem ég á ekki.

Þetta lítur ekki vel út, en við vonum það besta. Kannski ég nái mér bara í einn metró kæró og byrji að ganga í klæðum vændiskonu.

Reyndar virðist gamall draumur líka á leiðinni að rætast, svo ég kvarta ekki. Ekki nema allt gangi rosalega illa og ég verð grýtt með flöskum og glösum.

Kassinn kallar nafn mitt, bæ! Sjáumst á LL COOL J tónleikum áttunda október í París.

futuresex/lovesounds- justin timberlake
control myself- ll cool j feat. j-lo
eitthvað lag með pussy cat dolls..svona upp á að halda í effemm-ið.

|