sunnudagur, október 22, 2006

Basshunter- DoTa

Ég hef alltaf haft fordóma fyrir landsbyggðarvargi. Þá meina ég vargi, fólkið sem er í krumpugalla og háhæluðum skóm eða feita gellan í magabolnum sem vinnur í söluturni á Sauðárkróki. Þetta er bara lærð hegðun frá móður minni sem á það til að kenna "hels ólsurum" um allt sem miður fer, ólsarar eru fólk frá Ólafsvík.

Nú hefur reynsla mín kennt mér að mínir helvísku ólsarar eru fólk frá Laugavatni. Einu sinni lentum við Hulda í þeim óþægilegu aðstæðum að enda inni í bústað hjá Laugvetningum, þar var eitt buff(kvk/kk?) og einn maður sem fór úr hverri spjör, óumbeðinn. Um helgina var partí krassað af öllum ungmennum á Laugavatni, vinahópur sem fór frá svona 16 og upp í tæplega þrítugt. Þ.á.m var maður sem sló stelpur og bar fyrir sig misnotkun í æsku. Þ.e eftir að hann hafði komið með stórkostlegt diss; skapahár. Já það er satt, ég var kölluð skapahár um helgina. Fyndið núna, já, fyndið þá, nei.

Á selfossi hitti ég ókurteisar truntur og ég held maður eigi svei mér þá bara að halda sig við Reykjavík, ég ætla aldrei að búa úti á landi. Ég dáist að Ernu og Öldu fyrir að vera lifandi eftir heilt sumar á Húsavík!

Helgin var samt frábær, Laugvetningar þurfa bara að verða manneskjur. Ekki partíkrassarar og já, uppgötvun helgarinnar var þó sú að það er einungis EIN gella á Laugavatni. Hún á meira að segja Nikita-peysu og allt.

|