föstudagur, apríl 20, 2007

Gaaaamla

Jæja, hér sit ég. Í lounge-inu heima hjá Unni. Lengst í innviðum Hafnafjarðar.
Klukkan er að ganga fjögur að nóttu og við erum að læra.

Hve súrt?

Mjög súrt.

Ég hef ekkert haft að segja mjög lengi en nú þegar ég á að vera að gera ritgerð fannst mér það brilliant hugmynd. Hvort ætli sé heitara að skila bara ritgerð eða halda fyrirlestur um hrekkjusvín í barnabókum?

Mér finnst allir óttalegir aular í dag. Við erum öll svo steikt. Allir klæða sig eins á Íslandi, amk í Reykjavík, það er geðveikt fyndið.

Vonandi kemur bráðum rosalega vondur go valdamikill karl sem tekur yfir landið og stýrir okkur eins og strengjabrúðum. Ég giska á að það verði hljómsveitin GusGus sem muni taka yfir landið og stjórna okkur öllum. Við verðum leiksoppar þeirra, þau láta okkur gera allt sem þau vilja og bráðlega verður glimmer í andlit orðið skylda.

ÞÚ FERÐ EKKERT ÚT ÚR HÚSI ÁN ÞESS AÐ VERA MEÐ GLIMMER Í FRAMAN, URÐUR SAGÐI ÞAÐ!

|