mánudagur, maí 14, 2007

Hlutgerð

Um daginn sat ég, eins og svo oft áður, inni á Q-bar ásamt vel völdum einstaklingum. Við María vorum þarna í ofsalegum minnihluta en sátum engu að síður þarna sallarólegar og unum okkar hlutskipti vel.

Þangað til við vorum hlutgerðar.

Já, hlutgerðar.

Hlutgerðar svo svakalega að annað eins hefur vart gerst. Þarna sat kvenmaður ásamt karlmanni og þau störðu bara á okkur. Þau störðu án gríns eins og við værum tvö kjötstykki sem þau ætluðu að hafa í matinn í næsta matarboði. Kann fólk sig ekki? Sama hve miklu lóðaríi þú kannt að vera á, þá glápirðu samt ekkert bara á saklausa einstaklinga! Þetta tvíeyki reif okkur í sig með augunum..AUGUNUM.

Þetta var svo vandræðalegt að ég hef sjaldan verið eins glöð, vænti þess að sama eigi við um maríu, og þegar þetta lið kom sér út.

Ok það gerðist ss ekkert...þetta blogg er eins og brandari sem er ekki með neinu pönslæni en halló ÞAU GLÁPTU BARA.

Urður, má þetta?? Urður..þau voru ekki einu sinni með glimmer framan í sér!

tónlist dagsins: fyrsti fagmannlegi mixdiskurinn minn- sértu heppin/+n mun ég gefa þér eintak

Efnisorð: , , , ,

|