mánudagur, janúar 31, 2005

Mér finnst gaman þegar fólk verður frægt fyrir einhvern veginn ekki neitt. Þetta er nokkuð séríslenskt fyrirbæri held ég..

-Betarokk: Kella sem bloggaði geðveikt mikið(bloggar? veit ekki), ákvað að reyna að gera meira úr þessu til að ná endum saman og fá athygli. Útkoman er ein versta bók í heimi, bókinni fylgir lag og laginu myndband. Allt þrennt var alveg hræðilegt! Hvar er hún í dag ?
-Fjölnir: Þekktur fyrir að fara á nokkur deit með Mel B útbrunninni poppkonu en þó hann sé bara hestabóndi í dag og með einhverri norskri konu úti í sveit.
-Marín Manda: Kona sem var að deita hinn fyrrnefnda Fjölni einhvern tímann á tímabili en er enn þá þekkt nafn..hvað gerir hún til að koma í Séð og Heyrt ?

Fólk sem vinnur á Domino's á laugardagskvöldum er greinilega mjög einmanna, það er ég til vitnis um. Það er brjálað og gefur í skyn einhverja hluti sem maður vill ekki hugsa um.

Það er erfitt að klára blogg og vera í símanum!! Gefið mér tíma, gefið mér sjens og talið við Snæsí ef þið viljið útskýringar á hvað þetta blogg er slappt!!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

er ég vakna, nína þú ert ekki lengur hér ? *leit!!*

Einhildur er að fara að yfirgefa okkur innan nokkurra klukkustunda!

Ég vil að allir taki sig saman og fari út til Austurríkis og sparki í sköflunga á öllum íbúum Vínar til að refsa þeim ef að hún skemmtir sér ekki vel af völdum þessa Vínarbúa.´

Já ég er bitur kona núna!!

Bless kless

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Af hverju..

er maður alltaf afslappaðri á vorönninni en haustönninni ?? Þetta er alveg spes sko, líst ekki á blikuna. Ok ég er kannski ekkert að fara að klúðra þessu eða neitt en það hefur alveg læðst að mér sú hugmynd að hugsanlega sé í lagi að ég sleppi einum tíma. Sem betur fer hef ég aldrei látið þetta stjórna mér nema einu sinni og það var þá skipun móður minnar því hún vildi að ég svæfi. Svo ég neita allri ábyrgð á því atviki!

Hvað varð um Selmu ? Ég hélt alltaf að júrovisjónkeppnin þar sem hún var bara da man myndi vera meikið hennar en svo er hún ekkert að gera af viti! Amk hef ég voðalega lítið tekið eftir henni, fyrir utan sólóplötuna sem kom út og já við skulum segja að hún hafi ekki verið neitt meistaraverk. Og svo var hún í Hárinu..en ekkert eitthvað ofurkona þar svo ég skil bara ekki neitt í neinu. Reyndar hef ég ekkert á móti því að fari svona lítið fyrir henni, get nú ekki sagt að ég hafi haldið neitt ofsalega mikið upp á hana nema þessa einu kvöldstund þegar við lentum í öðru sæti.

Shake it- Sakis Rouvas (HVAR ER HANN ??? Hvað varð um hann eftir júró 2004!!?)

mánudagur, janúar 24, 2005

:D:D

:D:D

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Fólk er fífl!

Af hverju er maður svona vitlaus ?

Á kvöldin nennir maður ekki í rúmið og er að gera eitthvað ótrúlega mikið annað en að sofa (eins og t.d að blogga!?) en samt er maður alveg heeeví bitur og pirraður yfir því hvað maður er sjúkt þreyttur á morgnana þegar þarf að vakna og koma sér í skólann.

SIGH! Lífið er furðulegt mál...því verður ekki neitað..allavega er langt þar til að einhver mun geta komið með kenningu sem að hrekur það að lífið er hverfult og furðulegt. Ég er ekkert svona ótrúlega bitur, var bara að tala um þetta við Sölva og datt í hug að blogga..

Fyndnast að lesa í dagblaðinu um þessar mundir: Framhaldsfréttin í DV um komandi frægð dóttur stuðmannahjónanna(sem eru ekki hjón lengur en þið vitið..)

Góða nótt! Ég ætla að vera klár og reyna að vera komin upp í rúm fyrir kl kortér í eitt!

Thoughts of a dying atheist- Muse

sunnudagur, janúar 16, 2005

Í ástaratlotum við pylsuvagn

Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um fólk í ástaratlotum í bifreið sem lagt var við pylsuvagn í miðbænum. Lögreglan hafði tal af elskendunum, reyndist þetta vilji beggja og var því ekkert frekar aðhafst.

Ætli löggan hafi bara bankað á rúðuna, látið þau skrúfa hana niður og bara spurt ?

föstudagur, janúar 14, 2005

cry me a riiiiiveeeer...

Ég held að þetta ljúfa líf í mínu nýja herbergi sé aðeins of afslappað!
Við erum að tala um stórt herbergi, stærri dýnu til að sofa á og fartölvu með þráðlausu neti. Ég er nánast hætt að horfa á sjónvarp, er bara eitthvað uppi í rúmi að tölvast ef ég er ekki að læra...sem hefur ekki verið neitt of mikið af undanfarið :p afslöppun í þessum kennurum!!

Ég var að muna eftir svolítið fyndnu atviki núna áðan. Einhvern tímann núna í haust þegar ég var að fara til Aldísar þurfti ég að bíða eftir strætó á Lækjartorgi(helvítis sveitungur!) og þar var nú bara grátþema í gangi! Fyrst fór ég bara út í skýli, en þar var eitthvað rónapar (bókstaflega) og konan var bara hauslaus og grátandi..og kallinn var hauslaus en ekki grátandi. Svo ég flúði bara inn í húsið þarna af því ég nennti þessu ekki í eitthvað kortér. Þá var sjoppukellan líka grátandi þarna..síðan kom rónaparið líka inn á biðstöðina. Þannig að ég var þarna ein í voðalega góðu skapi með tónlistina mína bara, innan um tvær hágrátandi manneskjur, eina ráðvillta..og tvær hauslausar! Og þetta var subbulega vandræðalegt.
Svo skánaði þetta ekki þegar að ég ákvað að flýja út í strætóskýlið og subbuparið elti mig, kellan AÐ SJÁLFSÖGÐU enn þá grátandi. Æjj..þetta var nú aldeilis óskemmtilegt.

Nauh! Þetta er nú bara lengsta bloggið í langan tíma, allt þessu helvítis þráðleysi að kenna. Líf mitt er of umm...þægilegt.

e.s: Mér finnst að Backseatlove með N.E.R.D eigi að vera þemalag hommana í öskjuhlíð og fólksins á Gróttu.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

h

þetta er ógeðslegur litur en það gerir hann bara skemmtilegri fyrir vikið.

af hverju fá sumir unglingabólur en aðrir ekki ? er það heppni eða genin..fuss..miklar pælingar!

wonderful place- nerd

seinustu dagar hafa ekki verið gaman og þess vegna er ég búin að vanda mig við að blogga ekki svona ef einhver var að spá í það.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

oooó ég ´veeerð að fá að kooma veð þeeeeg...

Ég elska fátt meira en 'lúmskar' auglýsingar fyrir styrktaraðila í myndböndum hjá íslenskum hljómsveitum. Finnst alveg hreint frábært þegar það stendur t.d kókflaska á borði við hliðina á söngvaranum eða í myndbandi hjá Í svörtum fötum þegar Jónsi hleypur á umrenning sem er með innkaupakerru fulla af pepsiflöskum. Síðan dettur karfan og flöskurnar velta um allt, alveg hreint yndislegt!

Pæling að taka sér smá bloggpásu og mæta svo aftur til leiks geðveikt hress..ég er orðin fjandi andlaus og leið á þessu standi.

Annars þá er lífið bara gott þessa dagana og ósköp góð stemmning fyrir því að byrja í skólanum, það er alltaf voðalega hresst.

hjá þér- á móti sól (þetta var sko topplagið í sjöunda eða áttunda bekk innan lítils hóps allavega)

Fura og Dóra sem urðu átján ára í gær og í dag..til hamingju!

laugardagur, janúar 01, 2005

2005 ?

Þá er nýja árið komið!! 2005..kreisíness tala, veit ekki hvað það er en það er noget svalt við þetta. Heyj ég er Vala 2005 er miklu svalara en heyj ég er Vala 2004 eða 2003.
Árið sem leið var hins vegar frábært..margt sem gerðist, og meirihluti þess var alveg skrambi góður! Man ekki betur en að það hafi verið alveg laust við öll áföll og leiðindi.

Gamlárskvöldið var líka æðislega skemmtilegt...var fyrst með fjölskyldunni í rólegum gír og síðan bara partí úti í sveit (grafarvogi) og sú teiti var nú alveg hreint með eindæmum skemmtileg.

Ég nenni ekki að gera upp árið eins og svala fólkið gerir og hefur gaman af eeen ég skal segja það að eins gott að allir verði jafngóðir á því árið 2005 og þeir voru 2004.

ALLAVEGANNA!

Gleðilega hátíð og mætum eldhress í skólann í komandi viku!

Turning japanese- President of the United States
Cold water- Damien Rice
Lowrider- man ekki
The KKK took my baby away- Ramones

|