fimmtudagur, maí 25, 2006

Ísland, litla kjánalega Ísland

Við erum svöl þjóð. Þess vegna viljum við hafa svona elítu af svölu fólki sem er bara boðið í svöl partí. Núna um helgina verður einmitt rosalega svalt partí haldið í Iðuhúsinu, COCA COLA PARTÍ 2006. Fólk sem er nógu merkilegt til að koma fær boðskort og það er búið að útvega einhver selebrití til að vera þarna, bara til að vera þarna svo veislan verði aðeins heitari. Eins og til dæmis gaurinn úr the streets, hann mun náttúrulega redda veislunni!

Ég held að þegar er boðið í partíið sé spurningin sem þau spyrja sig; myndi séð og heyrt setja mynd af henni í sleik á óliver ? en myndu þeir fjalla um þegar hann fær sér nýja eldhúsinnréttingu ?

Þess vegna mun fína fína fólkið þarna t.a.m vera úr Ástarfleyinu, held ég. ALLAVEGA Birgitta, Jónsi, Svava í sautján og eitthvað fólk sem enginn veit hver er en það er bara rosalega ríkt.

Skemmtilegasta við teitina eru boðskortin, það er sendur einhver kristall á alla og meðfylgjandi númer/vefsíða til að slá inn þar sem þú, elítumeðlimur getur séð allt um teitina og boðslistann.

Ég held að það frábærasta í þessum heimi okkar séu Íslendingar að skapa sér svalleika!
Þessi veisla sýnir bara hinn sanna íslenska anda, við reynum og reynum að vera svöl stórþjóð svo við losnum við þessa minnimáttarkennd.

En ég segi bara höldum áfram að vera lopapeysulúðar og hættum að reyna! Engin fleiri svöl partí, héðan í frá eru það bara pulsur með öllu og rokk!

þriðjudagur, maí 23, 2006

hæ þetta er vala það var geðveikt gaman í vinnunni í kvöld því hildur öskraði bara á einhvern gæja sem ætlaði að fara upp stigann þar sem er poppað og allt nammið geymt og hann varð geðveikt vandræðalegur og við hildur f hlóum bara eitthvað geðveikt mikið og eitthvað bæ.

föstudagur, maí 19, 2006

regnbogabarn ?

Ef að mamma kaupir einhvern mat handa mér persónulega til að narta í, eins og t.d epli er ekki sjens að ég borði það allt vegna þess að það er svo mikil pressa að ÞURFA að borða eitthvað áður en það skemmist.

Þegar ég ákveð að gera eitthvað er ekki sjens að ég framkvæmi það vegna þess að þá er það hálfgerð skylda en ef mér dettur allt í einu eitthvað í hug er það allt annað mál..en ég verð hins vegar að koma því í verk STRAX, ekki hægt að bíða.

Strákar ? ókei, það er líklegra að ég hlaupi á vegg og beri fyrir mig minnisleysi frekar en að ég taki minnstu áhættu eða láti reyna á eitthvað þegar augnablikið öskrar á mig sama gildir um það ef er sjens á einhverju sem varir lengur en svona umm..tveir dagar.

......Ég veit ekki en ég sá eitthvað sameiginlegt með þessu og fannst þetta fyndið.

Stundum framkallar þreyta jafnmikla steik og áfengi...

sprækari en allt!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Allt í lagi! Gott það er verið að spila Boy from school með Hot Chip á Rás2!! Ég elska Rás2!!!

þriðjudagur, maí 16, 2006

hæ við eruhjá kristínu og erna var að misstíga sig geðveikt mikið sfo núna er mekkín að taka tár úr augunum á henni og líma erynalokk í hana með nagllakki.

lifið vle því ég er vel verið sæl!

lestu þessa (lyga)sögu og finndu kvikmyndatitlana í henni! verðlaun í boði ?

Og þannig var gærdagurinn minn..

Í gær fór ég niður í bæ á meiri hraða en ég hef nokkru sinni gert, var komin á staðinn á 60 sekúndum af því að ég hélt að salan á H fyrir Hefnd væri að hefjast niðri í Nexus, allavega svo kom ég þangað og gaurinn í Nexus alveg "ertu fífl, það eru tíu hlutir sem ég þoli ekki við þig og í fyrsta lagi hvað þú ert stressuð alltaf..það eru fimmtán mínútur í að salan hefjist!! sjitt sko, farðu!"

Þannig að ég bara rölti eitthvað upp Laugaveginn og ætlaði að kíkja inn í búð þangað til að salan byrjaði en þegar ég kom inn í Skífuna var kveikt á risaskjánum og Batman hófst. Þá gladdist ég en það var ekki gott hve miklum tökum þessi hamingja náði á mér. Ég gleymdi mér og fór bara að horfa á Batman þannig að ég missti af sölunni. Það var uppselt þegar ég kom niður í Nexus aftur! Þetta líf, það er ekkert nema leyndarmál og lygar! En þegar ég var að drekkja sorgum mínum um kvöldið og sagði við systur mína "þetta líf er ekki neitt nema leyndarmál og lygar" og ældi svo á pilsið hennar, þá rauk hún upp og sagði "KANNSKI! EN Á SUMUM STÖÐUM LEYNAST ÞÓ SANNAR LYGAR!" Hún varð svo reið að ég hélt hún myndi bara breytast í einhvern gjöreyðanda on the spot sko, hún æpti meira að segja "FARÐU!" og þá fór ég bara heim.

(ef þú ert of kúl fyrir fyrirsagnir, finndu þá kvikmyndatitlana í færslunni..sindri á copyright-ið á hugmyndinni, mig langaði bara svo að prófa).

sunnudagur, maí 14, 2006

!!!!!!!!!!!!!!ÉG HLAKKA SVO TIL Á ÞRIÐJUDAGINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!11

fimmtudagur, maí 11, 2006

lokaorð

Einn daginn ætla ég að fara með diskinn úr Háskólabíó í partí og horfa á það deyja.

Nú hyggst ég hverfa inn í nóttina...

verða eitt með myrkrinu og öllu sem í því býr

...kveðja, Queen of the Night

þriðjudagur, maí 09, 2006

þú ert ekki hóra, þú ert bara drusla :)

Gyðingar eru hressir. Fermingarveislur gyðinga einkennast af lélegum hljómsveitum og ölvuðum ættingjum í léttri sveiflu, þetta er sennilega mesta andstæða sem hægt er að finna við íslensku fermingaveislurnar. Þær einkennast bara af vandræðalegheitum og drallkaffi, oft af mjög vandræðalegum fermingabörnum líka. Fermingabörnum sem eru pínd til að halda langar ræður um sjálf sig eða látin sýna slideshow með myndum af sjálfum sér við hinar ýmsu athafnir, eins og t.d að læra heima. Hve mikið partí er það ? horfa á myndir af ættingja sem maður hefur aaaldrei heyrt um, að læra.

Næstu helgi er ég einmitt að fara að kíkja í fermingu hjá einhverju skyldmenni sem ég hef nú aldrei á ævi minn heyrt getið um.né foreldra ÞESS. Eina sem er kúl við þessa fermingu er að hún verður á NASA og kl17 á sunnudaginn þegar ég er að fara að vinna um kvöldið svo ég GET EKKI verið lengi.

Um daginn vaknaði ég með eina krónu í nærbuxunum, hvort ætli rúmið mitt æli peningum eða ég framleiði þá ?

Fyrir þá sem málið varðar: Enskuprófið í morgun var svo mikil rúst að ást mín á sjálfri mér hefur aukist um helming. Svo er náttúrulega alltaf ferskt þegar farsími hárlausa kennarans hringir í prófi.

sunnudagur, maí 07, 2006

Nú er liðin vika síðan ég bloggaði seinast, sumir halda kannski að það sé bara vegna þess að ég er í prófum og þ.a.l hef ég ekkert verið að gera nema læra. Jánei, þeir sem halda það hafa einfaldlega rangt fyrir sér.

Ástæðan fyrir að ég hef ekki haft tíma til að blogga er bara að ég er búin að vera ógeðslega svöl í viku. Leikandi í auglýsingum, kvikmyndum, farandi í viðtöl og svarandi aðdáendabréfum...það var ég seinustu vikuna. Svo já NEI þið eruð aular, haha!

Ok sorrí ég er bara ógeðslegur lygari og frekar fráhrindandi gella, ég var að læra og enginn vill fá mig í viðtal. Núna ætla ég að skera mig.

Come on- Moloko
Boy from school- Hot Chip
I want you back- NSYNC
The purple bottle- Animal Collective...........og þetta eru próflærilögin mín.

|