fimmtudagur, mars 31, 2005

Stórafmæli!

Á morgun verður haldin risaveisla í tilefni stórafmælis tengdu mér. Öll mestu fyrirmenni landsins(og annarra landa líka) eru búin að grátbiðja mig um að fá að koma en nei, þannig virkar það ekki. Þetta afmæli er algjört V.I.P og veislan verður geeeeðveik.
Við erum að tala um að á morgun verður komið hálft ár frá þeim degi sem að ég hefði getað fengið bílpróf. Reyndar var ég að ljúga þessu með veisluna, ég ætla ekki að halda neina veislu. Þannig er bara fyrir homma og löggur.

Svolítið skondið, ég var inni á myndaleit google(stórfréttir ég veit) og prófaði að skrifa bara bullorðið "hafska" svona til að kanna niðurstöðurnar sem ég fengi. Þá kemur upp "Did you mean hafsaka". Ég vissi ekki að það væri orð! Ha! Alltaf lærir maður eitthvað nýtt! Rosalegt!

Var á þessum málfundi um kynlíf uppi í MH áðan og það kom ein gellan með alveg ótrúlega furðulega spurningu sem fólkinu sem sat fyrir svörum fannst alveg ævintýralega asnaleg og skildu ekkert í flissinu í öðrum þarna. Hún vildi semsagt að þetta fólk gæti komið með útskýringar á því af hverju sumir fíluð e-ð eins og að láta kúka á bringuna á sér.

Þau voru (sem betur fer) ekki með svar við þessu. Fannst þetta bara svo óskaplega heimskulegt að ég varð að koma þessu frá mér. BÆ

mánudagur, mars 28, 2005

Ef ég væri eins ríkur og þú hefði ég efni á mannasiðum!

Ég var að horfa á Aladdín áðan(ég er veik heima ég má það alveg) og djöfull er Aladdín sætur! Vá, ég vildi óska þess að ég gæti einhvern veginn láti særingarmann særa hann út úr sjónvarpinu og koma honum í mannsmynd. Ég myndi giftast honum, nei ókei..ég ÆTLA að giftast Aladdín. Án efa heitasti Disneynáunginn.

Þetta er búið að vera mjög leiðinlegur dagur: Verkir, labba um íbúðina, sjálfsvorkunn í risaskömmtum og lyf. Ljósið í deginum var bara að horfa á Aladdín..fyrir utan það að Jasmín fékk hann en ekki ég.

Páskaegg eru dúbíuss fyrirbæri, ég er enn þá að reyna að narta í mitt. Gengur erfiðlega, ég sver að það kemur bara meira súkkulaði fyrir vikið ef maður borðar af þessu.

sunnudagur, mars 27, 2005

Vei!



GLEÐILEGA PÁSKA!

laugardagur, mars 26, 2005

Páskipáskpásk

Gleðilega páska.

Ég fer upp í bústað í æst páskapartí með fjölskyldunni eftir smástund, það verður án efa hresst. Ég með mitt gígantíska páskaegg í útúrvíruðu sykursjokki og þau öll að horfa á mig. Eða svona..þið vitið. Yngsta barnið er með páskaeggið sitt að springa úr græðgi og þau horfa á mig fitna og verða eins og krakkarnir sem er fjallað um í Dateline.

Nei ókei það er augljóslega ekki heitt að blogga nývaknaður eftir að hafa sofið í sex tíma.



Ég lít einhvern veginn svona út núna(þetta er semsagt zombie samkvæmt google) en það er bara töff. Hver segir að zombie-lúkkið hafi nokkurn tímann farið úr tísku ? Sumir vilja halda því fram að heróínmellan hafi tekið við af því en ég held að það sé bara rugl!

fimmtudagur, mars 24, 2005



Þetta var án efa heitasti strandvörðurinn..Cody var reyndar líka sjóðandi en hann kom löngu eftir á.
Þessi er bara svo hæfileikaríkur, hann er ekki bara með betri leikurum okkar tíma heldur er hann líka poppstjarna. Það geta ekki margir leikið eftir. Þið ættuð að kynna ykkur þessa ótrúlega góðu tónlist hans David Charvet, hann er sko ógeðslega hæfileikaríkur. Textarnir gefa tónlistinni ekkert eftir;..wave a white flag and give yourself to me

Prisoner of love- David Charvet
Redemption song- Bob Marley
Black hole sun- Soundgarden

þriðjudagur, mars 22, 2005

Lúði (geek)

Vissuð þið að það hafa verið fjögur baywatch-lög ? Nei, ég efast um það. Því komst ég að á google þegar ég var að leita að textanum við aðallagið.

Þetta er brot úr Save me, það var víst ekki lengi við lýði:

Why don't you save me?  I'm burning with desire.
Why won't you save me?  Come on hold me tight.

Enn betri textinn í Current of love:

Like a ship that's tossed out on the ocean.
We get caught up swimmin' in the motion


En það sem við þekkjum, dýrkum og dáum er I'm always here

ome people stand in darkness.  Afraid to step into the light.
Some people need to help somebody when the edge of surrender is in sight.
Don't you worry, it's going to be all right



Þetta er túlkun google á orðinu geek..ég er google-meistarinn.

sunnudagur, mars 20, 2005

Afmæli

Jósi og Sigrún eiga afmæli í dag.

Jósi verður átján en Sigrún sautján, Sigrún er reyndar uppi á Kúbu svo maður hefur ekkert færi á að óska henni til hamingju en hún hélt svo eiturhressa teiti á föstudagskvöldið að þetta reddaðist.

Ég fór í Singstar í dag og núna skil ég gamanið við þetta allt saman. Hef alltaf látið nægja að horfa á aðra í þessu en við tókum okkur til og vorum einar í þessu inni í stofu heima hjá Snæsí. Frekar skondið að fara bara tvær saman í þetta, held samt að systur hennar hafi verið að hlusta á okkur í laumi.

Ég er meistarinn í að syngja gold með spandau ballet..kannski ekki sönglega séð en samt á öðrum sviðum. Tilþrif og svona.

Keep fallin'- Hot chip
Starálfur- Sigurrós

njótið afmæliskvöldsins afmælisbörn.

fimmtudagur, mars 17, 2005

pabbi gaf mér hondu og ég þen hana feerer þeeeg

Á dögum sem þessum langar mig einna helst til að fara í verkfall eða þess vegna bara taka mig til og byrja að lifa lífi eins og kötturinn minn. Það væri reyndar frekar kjánalegt að lifa lífinu sem hann lifir án þess þó að vera í líkama kattar, en hvenær hefur kjánalegt skaðað nokkurn mann ?
Veðrið, skólinn og í raun bara samfélagið eins og það leggur sig er allt á móti mér. Það er þó páskafríið sjálft sem hefst á morgun, í raun er það eina ástæðan fyrir því að ég er ekki bara búin að leggjast á gólfið og loka augunum.

Ég skil ekki hvernig hægt er að borða þrennt: kúrbít, gúrkur og tómata

Það er ekki bragðið (eða ekki bragðið í tilviki gúrkanna) sem angrar mig heldur áferðin. Þetta er óttalega klígjulegt. Reyndar skil ég ekki heldur hvernig er hægt að borða rúsínur.

Hvað hét þroskahefti náunginn í myndinni þarna there's something about mary, sem þoldi ekki að láta snerta á sér eyrun ? Við eigum sitthvað sameiginlegt.

Léttur í lundu- Bítlavinafélagið

sunnudagur, mars 13, 2005

"tekinn tekinn, tekinn tekinn tekinn"..?

Þessi helgi mun ekki falla í gleymsku á næstunni, það verður ekki annað sagt en að hún var hress.
Allir voru góðir á því..sumir betri á því en aðrir og enn aðrir kannski svolítið ooof góðir á því. En það var samt allt í lagi af því að það leiddist engum..ekki svo ég viti amk!

Edda fær líka stóóóran plús í kladdann auk margra stiga fyrir viðleitni fyrir að hafa reddað þessu feita einbýlishúsi, hefði ekki alveg fílað að vera í búningsklefunum með Jónínu vinkonu vors og blóma..ALLAVEGANA! Takk fyrir mig og já..gaman já gaman!
Kristína fær stóóóra plúsinn fyrir að vera svona liðtæk í dansinum og Oddvitinn fær líka plús fyrir að skila sínu sem öflugur skemmtistaður með frábærri hljómsveit og karókíi.

Að auki fékk ég, sem ég heiti Vala, far með gulri hondu civic um helgina og í framsætinu sat gaur með stutt og aflitað hár, íklæddur gulum þröngum stuttermabol. Reyndar fékk ég líka far með tveimur hressum gaurum frá kópaskeri sem að voru af einhverjum ástæðum að keyra um Akureyri svona seint um nótt. Verð að segja að þessir fjórir náungar fá prik fyrir að vera öfganæs, ekki myndi ég nenna að taka mig upp í bíl til að skutla mér eitthvert seint á laugardagskvöldi..

fyrirsögnin er það sem að bergmálar í höfðinu á mér eftir þessa helgi..þetta var mjö vinsælt "lag" allan tímann. Held það hafi aldrei liðið meira en hálftími á milli þess sem að einhver söng þetta.

HRESST..

misskilningur ferðarinnar: tónleikaupptaka með rammstein uppi á breiðtjaldi inni á skemmtistað
afmælisbarn ferðarinnar: Alda(og sævar..ævar?)
hressleiki: kristína
manneskjan sem tókst að ná öllum markmiðum á fylleríi(nema að grenja): edda maría

varð að bæta þessu við..!

föstudagur, mars 11, 2005

þriðjudagur, mars 08, 2005

VIÐ TELJUM NIÐUUUUR..!

Ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn verður haldið í hina glæsilegu skíðaferð MH.
Ferðin einkennist af siðfágun og mjög góðri snjóbretta/skíðamennsku. Áfengi er að sjálfsögðu bannað og þar sem þetta er ferð hjá MH munu reykingar að sjálfsögðu vera bannaðar, ekki eins og þurfi neitt að banna MH-ingum að reykja reyndar. Auk þess sem við etjum kappi hvert við annað á Hlíðafjalli mun vera mót í félagsvist. Spennandi að sjá hvort að sigurvegararnir frá því í fyrra "Fljúgandi Furðuhlutir" munu verja titilinn :)

Ég get ekki annað sagt en að ég vorkenni ykkur sem komið ekki með okkur.

The widow- Mars Volta
Stuð að eilífu- Páll Óskar




Ég í seinustu skíðaferð, Edda og Hulda eitthvað að grínast þarna á bakvið! Sprellarar maður!

föstudagur, mars 04, 2005

helgi!!

Ég verð víst að játa eitt, þetta hefur gengið á of lengi..

Kæru aðdáendur og þið öll sem álítið mig endalaust svala og frábæran gaur, ég verð víst að segja ykkur það að ég er ekkert svo svöl.

Það flettist ofan af mér í dag þegar ég var í skólanum stuttu eftir að frönskutíminn var búinn. Ég var að rölta um göng skólans eins og eðlilegt þykir en það var einhver bekkur þarna sem að var í veginum fyrir mér. Ég ákvað bara að ganga á hnjánum eftir honum til að komast leiðar minnar en var of upptekin við að gera eitthvað annað en að horfa fram fyrir mig. Það hafði þær afleiðingar í för með sér að bekkkurinn endaði og ég fór (mjög flott perrforrmanns efa ég ekk) niður til gólfsins. Rauk svo upp eins fljótt og ég gat reynandi að halda kúlinu. Fékk svalar spurningar á borð við "er allt í lagi með þig?" frá viðstöddum einstaklingum..sem ég þekkti ekki neitt. Ég var ekki með neinn mér við hlið sem brá á það ráð að segja "HAHAH! VALA! MEIRI PRAKKARINN! HAHA! VÁ MAÐUR..FJÚFF!"

En já, ég er hætt!

Lag dagsins tileinka ég Maríu og Eddu sem stóðu sig svo bilaðslega vel í söngvakeppninni í gær!

Höldum vörð- aladdín og jasmín

|