þriðjudagur, desember 30, 2003

Í gær var ég að leika mér í snjónum, það var ýkt fjör. Samt hrundi ég í snjónum þegar ég var að labba úti..það var ekkert skemmtilegt að detta. Samt var enginn að horfa þegar ég datt nema að það hafi veirð fólk uppi á þökum í kringum mig. Hugsanlega vampírur..vampírur eru ekki skemmtilegar skepnur og ég held að það sé leiðinlegt að vera vampíra. Þær geta ekki lifað á daginn og þurfa að sofa á krípalegum stöðum. Ég er líka myrkfælin svo það væri erfitt fyrir mig að vera svona dýr, eða manneskja, eða svo að ég noti rétt nafn...vampíra.

Ég er svöng..ég hef ekki borðað síðan einn sleikjó í dag..og reyndar eina kókómjólk líka, ef að það er vondur kvöldmatur finnst mér að e-r eigi að bjóða mér upp á pylsu eða pizzu. Hugsanlega hamborgara eða subway líka..það kemur til greina. Ef að þú veist hver ég er...hringdu í mig til að segja hvenær ég skal vera tilbúin þegar þú kemur með matinn til mín.

Það er að koma árið 2004 svo þetta er seinasta bloggið mitt á þessu ári.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!!!!!!!!! *FÖGNUÐUR*

GLEEEEEEEEEEEEÐILEGT NÝTT ÁR!!!!!!!!!!!

OG HAFIÐ ÞAÐ BARA SKEPNURNAR YKKAR!!!

föstudagur, desember 26, 2003

Þá er skemmtilegasta degi og kvöldi ársins lokið, fyrir ykkur sem að eruð Vottar Jehóva eða bara skilijð mig ekki, þá á ég við aðfangadag..skvöld. Í ár var stemningin í familíunni alveg FRÁBÆR! Reyndar er það alltaf þannig en samt..þetta var æðislegur dagur sem og kvöld Auðvitað gleymdi mamma ekki 'ALLT ER MISHEPPNAÐ HJÁ MÉR! MATURINN ER ÖMRULEGUR!' línunni sinni þetta árið. Á hverju ári fer hún í panik og hleypur um íbúðina æpandi eitthvað um misheppnaða matseld.

Margar fínar gjafir fékk ég þetta árið og þær sem að ég gaf voru nú ekki neitt verri, þó að ég segi sjálf frá. Maturinn var frábær(eins og alltaf) og núna velt ég um allt eins og lítil kúla full af gómsætum jólamat.

Í gær horfði ég á DVD mynd sem að við fengum frá jólasveininum, svona fjölskyldugjöf frá sveinka, þessi mynd hét Vampires og leikstjóri hennar er John Carpenter. Hún er alveg ágæt þessi mynd maður gæti sagt að hún sé minnsta della sem að vampírumynd getur mögulega verið. Þegar ég fór að sofa í gær var ég aaaaaðeins að panika yfir að Valek(vonda vonda vonda vampíran) kæmi inn til mín og biti mig. En svo var ég nógu sniðug til að hugsa fallegar hugsanir..eins og..uh, ég man ekki hvað en það var fallegt.

Ekkert meira hægt að segja nema: GLEÐILEG JÓL OG TAKK ÆÐISLEGA FYRIR MIG:D

Vala jólabarn:)

laugardagur, desember 20, 2003

Það væri nú gott ef lífið væri jafneinfalt og í upphafsatriðinu í Sound of music myndinni. Þá gæti ég bara farið út á eitthvað engi út í sveit og hlaupið um það hrikalega hamingjusöm, í sömu andrá myndi ég syngja hátt og fallega um fjöllin í kring; "THE HILLS ARE ALIVE WITH THE SOUND OF MUSIC". Engum þætti ég skrýtin af því að í svona æðislegum myndum er ekkert eðilegra en að bresta í söng hvenær sem er og hvar sem er. Reyndar hef ég ekki séð þessa mynd síðan ég var bara lítið barn svo kannski finnst mér hún fáránlega leiðinleg.

Í kvöld horfði ég á Idol, ég var síður en svo ánægð með það hver var kosinn burt! Þessi þjóð olli mér miklum vonbrigðum og mun ég erfa þetta við aðra kjósandi áhorfendur Idol svo lengi sem ég lifi. Þetta Idol var mér jafnmikil vonbrigði og þegar einhver sagði við mig að honum/henni þætti Pú og Pa jóladagatal sjónvarpsins EKKI fyndið.

Þetta er komið nóg, það er komin nótt svo að ég hef nú bara ekkert að segja.
Bless kless


E.S : Fór út á Select áðan með Jósa og þar var til Jólaöl!!!! Það er sko HÆTT að framleiða það svo að maður þarf að hlaupa um allt til að ná sér í allra seinustu birgðir áður en það hverfur alveg. Keypti mér tvær dósir, er að súpa á þeirri fyrri núna.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Núna er ballinu lokið, þetta var fínt ball og mér leið skemmtilega allan tímann. Maður var í góðu fyrirpartíi hjá stelpu í Hafnarfirði og það var allt frekar vel heppnað mál. Ég er heima hjá Hildi Sóleyju núna í litlu sætu fartölvunni hennar, það er voðalega skemmtilegt að blogga seint um nótt þegar maður hefur ekkert að segja. Ballið var heeeeví vel heppnað og æðislega skemmtilegt og frábært!!! Það voru allir í góðum fíling, þeir sem voru edrú og líka hinir sem voru undir áhrifum áfengra vökva. Ég sjálf veit ekkert af hverju ég ákvað að blogga núna. Sat bara við skrifborðið hennar og sá fínu fartölvuna hennar, sem er svakalega sæt! Jósi er kominn hingað líka þannig að það er svakalegt stuð. Ég er að spá í að hætta þessu þrugli og fara að vera góður gestur.
Góða nótt!

Vala

þriðjudagur, desember 16, 2003

Vá! Ég bloggaði ekkert á sunnudaginn og það pirrar mig, því er ég að spá í að hnoða saman einhverju bloggi um eitthvað skemmtilegt, eða jafnvel mitt fábreytta líf. Í dag fór ég tvisvar í Kringluna, það er frekar kreisý, hins vegar var það ekki planað svo ég er ekki alveg geðveik. Ég græddi reyndar á seinni ferðinni í þetta stóra hús, keypti nebbla jólagjöf=) Það er alltaf gaman! Núna er bara ein gjöf eftir á listanum mínum, svo ég er sátt marr..já..mjög sátt..meira en mjög..ÝKT ÓGÓ sátt. Það er ekkert sniðugt að vera í jólafríi, ég vaki svo lengi þegar ég er í svona jólafríi. Í nótt vakti ég til rúmlega þrjú, var nákvæmlega EKKERT að gera nema bara að vaka. Fegin er ég að vera ekki með vídjó tæki í herberginu mínu, þá myndi ég sennilega vaka enn lengur. Bara láta aðra og aðra spólu í tækið þar til að sólin kæmi upp. Kannski ýki ég aðeins þarna, en samt það væri ekki sniðugt að láta vídjó tæki inn til mín. Jólalög eru æðisleg, mig langar til að senda jólakort. Ég fékk náttúrulega engin svona litlu jól í skólanum núna, og það er sorglegt. Iiiiiiiiiiii..mig langar í spil í jólagjöf! Gettu betur spil fyrir börn og unglinga, ætli það sé nokkuð eitthvað fáránlega auðvelt dæmi? Viltu vinna milljón spilið er líka skemmtilegt. Spilaði það um daginn heima hjá Aldísi og það er sko partí að vera spyrill í því! Ohh, þetta er orðið of langt um ekki neitt...góða nótt....held ég

Vala

laugardagur, desember 13, 2003

Núna í dag varð ég virkilega meðvituð um það að jólin eru alls ekki neitt fjarlæg hátíð. Það eru ellefu dagar til jóla sem þýðir að eftir viku, þá verða bara fjórir dagar til jóla. Allavega, þá fórum við Aldís í bæinn í dag og það var svoooooo æðislegt að finna jólastemmninguna svífa yfir Laugaveginum, og bara miðbænum öllum. Ég dóóóó næstum því úr dúllirúlli þegar við fórum í Sautján og það var algjör krútti að spila jólin koma, jólin koma, á harmonikku við innganginn. Það var líka svaka stemmari að fara og drekka kakó í Hressingarskálanum, þar sem að hún Kristín siss er einmitt að vinna.


Í vikunni lenti ég í geðveikt hræðilegu róðaríi!!! Ég fór til Kötlu og Hildar í heimsókn, svo kl23:15 var ég komin út á strætóstoppistöðina hjá Björns bakaríi, ætlaði bara að taka Sexuna eins og alltaf. En kl23:45 var vagninn ekki enn kominn, þá leist mér nú ekki á blikuna. Þannig að ég ákvað bara að rölta þessa leið..og ég komst að því að hún er EKKI stutt þegar maður er bara einn að labba. Svo var mamma í einhverju paniki heima af því að ég var ein að labba þetta svona seint. Hún var aðallega að fríka út af því að hún var nýbúin að sjá í fréttunum þetta mál með stelpuna sem hvarf hjá Keiluhöllinni, sem er í næsta nágrenni við okkur.

Reyndar er eitt sem ég skil ekki, af hverju taka Íslendingar alltaf svona létt á mannshvörfum? Eða ok kannski ekki alltaf, en t.d í Frakklandi, þar fer allt á hvolf ef fólk hverfur! Ég meina, stelpa hvarf fyrir 9 dögum og það hefur nær engin umfjöllun verið um þetta mál. Hlýtur eiginlega að vera að það sé meira vitað um þetta mál en fjölmiðlar hafa fengið að vita.


Núna læt ég þetta gott heita....*vangavelt*

Vala jólabarn:)

föstudagur, desember 12, 2003

Prófunum lokið og lífið er gott, nú er svo sannarlega glatt á hjalla hjá mér! Enskan var léttari en mig hefði nokkurn tímann, var búin að stressast nokkuð mikið fyrir þetta próf svona undir það síðasta en svo þegar á hólminn var komið-->HAMINGJA! Það munaði minnstu að ég skellti upp úr af gleði þegar ég sá verkefnin sem fyrir mér lágu þarna í prófheftinu á borðinu mínu. Svo varð dagurinn minn endanlega fullkomnaður þegar ég var búin að kaupa miðann á ballið, lífið verður ekki mikið betra en þetta börn mín góð! Oooohh ég er ennþá með kitl í maganum, gleðin er svo mikil yfir að prófunum sé lokið og ég er komin í fríið þar sem eina stressið er jólastressið. Það er nú samt ekki beint neitt mikið stress bara svona: „OMG! ÉG Á EFTIR AÐ KAUPA SEX GJAFIR!". Anywhoooo..þá stendur nú til að negla laugaveginn rækilega á morgun og þá munu gjafir og jólaföt finna fyrir því! Ójá!!! Ég verð að viðurkenna að ég væri meira en lítið til í að hafa farið á Muse. Vildi að ég væri ríkt barn, þá hefði ég fílað mig nett vel í stúkusæti. Það hefði verið miklu betra en Foo Fighters þar sem að maður var bara troðinn undir og var í andnauð mest allan tímann. En sem betur fer var gott lið fólks til að bjarga mér þar. Það er hins vegar óþarft að fara að rifja upp Foo fighters núna, allavega boðskapurinn var: Ég vildi að ég hefði farið á Muse og verið í stúku.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Jeminn einasti! Ég trúi þessu barasta ekki!! Á morgun fer ég í seinasta prófið mitt og svo er það bara JÓLAFRÍ JÓLAFRÍ JÓLAFRÍ!!!!! Þessi próf hafa gengið svona upp og ofan en flest hafa nú gengið svona sæmilega, svo ég sit sátt við mitt.

Á morgun eru það svo jólagjafirnar sem bíða mín í búðunum, á morgun og á laugardag. Það er æðislegt að fara í svona jólagjafaleiðangra, samt best að gera það á Laugaveginum. Ekkert stuð í Kringlunni nema að maður sé í þannig stuði.

Ætli fólk skiptist í tvær tegundir? Fólkið sem að drekkur epladjús og fílar Laugaveginn betur en Kringluna og hins vegar fólkið sem að drekkur appelsínudjús og fílar Kringluna betur. Kannski er til svona millistigsfólk, það diggar Kringluna og Laugaveginn álíka vel og drekkur bæði epla-og appelsínudjús. Já ég held að ég sé samt epladjúsmanneskjan. Þó hef ég drukkið meira af vatni og Jólaöli og appelsíni(selt í dósum) en af epladjús seinustu daga.

Ætli maður geti sært tilfinningar drykkjarvöru með því að drekka skyndilega minna af henni en venjulega?

Núna er þessu rugli lokið....farvel öll sömul..eitthvað annað en blogg kallar..kannski bara msn!

Vala:)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hildur mín, ég nenni ekki að útskýra Vallagötu-og Strandaátakið fyrir þér. Kíktu á bloggið frá 26.nóvember vinan, þar er allt útskýrt fyrir þig bara;)

Jólin nálgast óðfluga og jólaskapið kemur með. Það er búið að blasta jólalögum á milljón seinustu daga og kaupa helminginn af jólagjöfunum! Í gær var bara farið í jólagjafainnkaupin af krafti og þau eru nú hálfnuð. Efast ég nú ekki um að fólk verið ánægt með það sem verður í pökkunum frá mér í ár:D

Það er alltaf svo yndislegt á aðfangadagskvöld, þegar allir sitja við jólatréð og eru að dreeepast úr kitli í maganum og spenningi yfir öllum gjöfunum. Bæði því að sjá viðbrögð fólks við því sem að maður gefur því og hins vegar fyrir því að sjá hvað maður fær.

Jólin eru sannarlega æðislegur tími og ég hlakka svo til að fara í næsta jólagjafaleiðangur í bænum. Þá mun sko vera keypt! Draumurinn er að kaupa afganginn af gjöfunum þar og geta líka kíkt á föt fyrir jólaballið og bara jólin sjálf. Eftir prófin verður Vala-n sko sjænuð, þá mun vera farið í strípur(ef ég nenni) og bara allt heila galleríið. Verð nú að lappa upp á þetta daufa hár fyrir jólaballið og svona læti:D

Oooohh ég er að fá tilhlökkunarfiðring í magann...:) Reyndar kveið ég aðeins fyrir áðan þegar Sigrún Hlín hræddi úr mér líftóruna á nákvæmum lýsingum á því hvernig við gætum misst af því að fá miða á ballið.

laugardagur, desember 06, 2003

Ooohh! Ég er reið núna! Fór á netið í gær og leitaði á öllum bíósíðum að því hvenær Eva og Adam myndin væri sýnd í dag. Svo áðan kl16:05 fattaði ég að fara á www.leit.is og slá „Eva og Adam kvikmyndin" inn. Þá kom upp niðurstaða sem pirraði mig svo MIKIÐ! Laugarásbíó kl16:00..AF HVERJU DATT MÉR ÞETTA EKKI Í HUG Í GÆR????? Ég meina ókei, þá hefði ég getað bara vaknað fyrr byrjað strax að læra og farið með einhverjum á hana. Meira að segja hefði ég þá haft tíma til að finna samgönguleið í þetta sveitabíó. Annars þá er ég nokkuð viss um að Aldís hefði farið með mér..hohohoho!

Í gær var þetta æsiskemmtilega afmæli Hildar og Kötlu, þetta var allt voðalega skemmtilegt og vil ég þakka fyrir mig. Þær fengu líka alveg rosaflottar gjafir í verðlaun fyrir að bjóða okkur þannig að það græddu allir á þessu. Þær samt mest, fengu svo fínar brækur!!! En já, ég tala ekki meira um gjafirnar hér, viðkvæmar sálir og svona..þú skilur..*blikk blikk*.

Helgin verður búin á morgun..þ.e.a.s annað kvöld verður ekki lengur helgi. Þá verður bara „kvöldið fyrir próf". Þoli ekki svona læti!! Annars þá er bara í einu prófi fyrir utan dönskuna. Er búin í fjáraprófunum...*partí að eilífu*. Svo eftir enskuna á föstudaginn þá er ég bara komin í jólafrí, auk annarra MH-inga. Já, það er satt, 12.desember er seinasti dagurinn í prófunum!! Fyrir utan hjá svona sjúkraprófalúserum..íhíhíhíhíhí! *ulliull*

Mér leiðist..ég ætla að fara og halda áfram að læra...farið og hlustið á e-ð uppbyggilegt eins og hið yndislega lag sem Dreamland með Peter Tosh er!!!

VALAAAAA

E.S Þó að ég hafi ekki minnst á það í blogginu fyrr en nú vil ég samt að þið MUNIÐ EFTIR VALLAGÖTUNUM OG STRÖNDUNUM!!!

Vala *smjaðurlegt bros*

föstudagur, desember 05, 2003

Góðar stúlkur eiga afmæli í dag, þær heita H og K
Hildur og Katla...þær eru blóm..blóm ? stórum haga sem er rauður..af því að haginn er ást.
ást frá mér..ást frá öllum..ást..sem við..gefum..þeim..í afmælisgjöf..en líka meira.
Núna búið þið á Hjarðarhaganum stelpur mínar, en samt dýrkum við ykkur og dáum.
Farið, farið út að hlaupa berfættar um hagana. Tínið blóm og finnið ástina streyma um ykkur.


TIL HAMINGJU MEð AMMMMælið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, desember 04, 2003

Gelgja?
Hvað Er gelgja..það eru svo margar skilgreiningar á því að það nær engri átt. Sumir segja að gelgja sé stelpa sem að verslar í Sautján og gengur bara í Sautján fötum..t.d Diesel buxum og támjóum skóm. Aðrir segja að það séu bara svona stelpur sem segja: ÓMMÆGAD!!!! og gefa oft frá sér píkuskræki. Síðan er til blanda af tegundunum sem eru áðurnefndar og sú blanda klæðir sig svona, gerir þessi hljóð og hlusta einungsi á FM957. Síðan eru það stelpurnar sem horfa illilega á fólk og líta niður á aðra..enda eru þær bestar.

Er þetta sanngjarnt? Ég meina að mínu mati þá er mjög ósanngjarnt að horfa á e-a stelpu, virða fyrir sér fötin hennar og segja bara:„Oh..ertu að grínast? Sérðu hvað hún er ááágeðslega mikil gelgja???" Efast ekki um að margir séru ósammála mér um þetta en..hver hefur rétt á sinni skoðun. Mér persónulega finnst merkið Diesel ekkert segja til um persónuleika manneskju, ég meina ókei ef fólk er reiðubúið til að borga svona mikið fyrir gallabuxur..verði því að góðu. Ef fólk vill það ekki, verði því líka að góðu!

Annars svo ég hætti þessu röfli þá gekk mér alveg hreint með ágætum í prófinu í morgun! Nema það var allt of langt fyrir bara klst....og ég náði ekki að gera seinustu ritgerðina. Hins vegar lét kennarinn mig skrifa: tími á prófið mitt svo kannski verður mér þá gefinn e-r sjens. Vonum allavega að einkunnin gleðji...:) Þá er bara málið að bíða til 17.des!! Þá fær maður einkunnir og ball um kvöldið...VÚHÚ!!!

Vala:)

þriðjudagur, desember 02, 2003

Arg!!!!! Ég þoooli ekki svona próf sem láta mann fá hnúta í magann! Ég veit að ég ætti frekar að vera að læra en kvarta, er bara búin að læra yfir mig í dag. Vakna snemma á morgun og held áfram. Djö verður gaman að vera búin í stærðfræðiprófinu og söguprófinu!! Sjitt!! Núna er ég orðin tvöfalt stressuð!! FOKK!

Svo verður bara þetta líka fína jólaball haldið á Broadway með Verzló, mér finnst það ekkert smá skondið. Gaman að sjá hve mikill munur er á Verzlingur og MH-ingum þegar á hólminn er komið. Kannski mar ætti bara að vera þarna með blokk og hripa niður á blað staðreyndir um hvernig Verzlingar og MH-ingar skemmta sér og gera samanburðarrannsókn? Neiiii..nenni því ekki, ætla bara að skemmta mér.

Það er ein gella í Idol sem að er alveg eins og Spanga!!! Spanga úr teiknimyndaþáttunum Braceface(Spanga) sem eru sýndir kl18:30 allla fimmtudaga á Rúv.

Jólalög eru vinurinn....hlustið á jólalög í prófunum krakkar...þau gleðja mann í öllu stressinu!

Og munið: Vallagötur og Strandirnar!

Vala:I


|