mánudagur, janúar 30, 2006

þetta er villtur heimur

Klukkan er 17:05 og ég er nýkomin heim. Best að kveikja á sjónvarpinu og kíkja á hvað gengur á í Leiðarljósi; Ætli Lucy sé búin að ná sér niðri á Brent ? Vonandi.
Bíddu bíddu, þetta er ekki Leiðarljós, þetta er gömul kona. Hmm..undarlegt, ætli maður kíki ekki á textavarpið. Daddara hmm uh, HA!??!! 17:05 KJARNAKONUR..!!! HA!!!!!!!!!!!!!!!

Ég get sætt mig við ýmsar ástæður fyrir því að Leiðarljósi sé sleppt, eins og til dæmis EM í handbolta en þetta er of langt gengið. RÚV sýnir ekki Leiðarljós í dag(ÞEGAR ÞAÐ ERU KRÚSJAL HLUTIR Í GANGI) af því að þeir þurfa að sýna okkur þátt um kjarnakonur, m.ö.o konur sem eru mjög gamlar.

Glatað! GLATAÐ SEGI ÉG, GLATAÐ!

Ég ætla að fara og gráta blóði þangað til að ég missi svo mikið blóð að það líður yfir mig og ég ligg á gólfinu þangað til að mamma mín hringir og biður mig að sækja sig í vinnunna en ég mun vera í yfirliði svo ég heyri ekki í símanum mínum þá hringir hún í heimasímann og ég svara ekki heldur í hann svo hún verður geðveikt áhyggjufull og kemur heim með leigubíl og finnur mig á gólfinu svo bjargar hún mér og ég verð alltaf að fara út með ruslið og bóna bílana á heimilinu þangað til ég dey.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sirkus- Stöð unga fólksins eða heimska fólksins ?

Gilzenegger fer ævintýralega mikið í taugarnar á mér. Þetta er heimskur maður sem vinnur við að vera heimskur maður. Svo talar hann um að fara í ljós og smyrja beyglur(eða eitthvað í þá áttina). Af hverju fær hann tíma í sjónvarpi og pistla í DV og ég er ekki frá því að maðurinn sé með útvarpsþátt ofan á allt saman ? Af því að hann er fífl.

Hann á líka að vera rosalegur höstler og alltaf að ríða þéttum tussum upp um alla veggi en hann er bara rosalega ljótur líka. Hann er með lítið kramið andlit ofan á rosalega stórum búk.

Brynja Björk er hræðileg. Eins og Edda orðaði það "hún er eins og Silvía nótt nema bara ekki að djóka"..svo kallar hún sig líka hnakkamellu og er stolt af því.
Ég öfunda Sigrúnu af því að vera laus við þetta í Ungverjalandi, hún fær að horfa á Sígauna svitna blóði á meðan ég sit uppi með fólk að tala mál sem ég skil varla!

Mig grunar að ég geti ekkert gert við þessu máli nema hætta að horfa á Sirkus og eyða næstu árunum inni í kúlu, ég ætla að vera Bubble-Girl.

Þangað til að ég næ að verða Bubble-Girl ætla ég bara að vera heltönuð og hestvötnuð allar helgar.

mánudagur, janúar 23, 2006

Ég heiti Finnur og ég bý yfir kröftum sem að ég vissi ekki um fyrr en núna fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þannig er mál með vexti að ég hef meðfædda hæfileika í hnífakasti og notkun kaststjarna, þetta uppgötvaðist þegar ég stöðvaði glæpamann á hlaupum með því að nota hníf. Ég kastaði hnífnum að glæpamanninum með þeim afleiðingum að ég negldi hann upp við vegg, nokkuð magnað. Síðan fór ég að kanna þetta mál og komst að því að ég er ótrúlega fimur hnífakastari, þetta þróaðist svo út í að beita litlum oddhvössum kaststjörnum.

Núna er ég ofurhetja og hef bjargað mörgum manninum úr hremmingum.

Ef þú hringir í síma 901-5005 og leggur frjálst framlag inn á reikning sem nefndur er þar hefurðu keypt þér vernd mína. Því hærri fjáhæð, því lengri og betri vernd. Sumum finnst þetta siðblint og að ég ætti frekar að nýta krafta mína í að byggja upp glæpalaust samfélag en ég meina..af hverju að vera í skóla og vinna ef að ég get orðið ríkur á réttlætanlegu ofbeldi ?

Finnur Sliðbndur Hólmdal.

föstudagur, janúar 20, 2006

Í skólanum á miðvikudaginn var ég eins og lítill krakki sem fékk að vera “one of the cool kids” í smástund.
Ég og Brynjar mættum viljandi seint í tíma hjá kennara sem að les aldrei upp fyrr en í lok tímans og virðist alltaf vera hræddur um að nemendur sínir berji sig. Þetta var án efa það villtasta sem ég hef gert alla mína skólagöngu í MH, ég er nefnilega ekki villta skróptýpan. Mér leið eins og nýju stelpunni í skólanum sem að klappstýrurnar tóku upp á sína arma og sannfærðu um að koma með sér í búðir að stela fötum í staðinn fyrir að mæta í tíma.


Ég get ekki útskýrt þetta neitt frekar..þetta var allavega mjög villt.

Eða kannski er ég bara svona einföld, hver veit ?

I promise you'll never grow old- Son, Ambulance

Stay cool

þriðjudagur, janúar 17, 2006

I ain't no fool..aight ?

djók. ég er fífl en ég sakna sigrúnar hlínar samt. hún gladdi mig þó á msn áðan.

Ég er blönk svo ég þyrfti eiginlega að vinna en það er bara engin vinna sem ég lifi af, förum aðeins yfir þetta hérna(ójá ég sé að þið iðið í skinninu af spenningi).

Afgreiðslustörf: Ég er óhæf til mannlegra samskipta og lampinn við hliðina á mér er þolinmóðari gagnvart leiðinlegu fólki en ég. Ég hef reynslu, ég hafði trú á mér í þessum störfum en nú veit ég betur.

Eru fleiri störf sem koma til greina en að afgreiða fólk ? ...Símasala..ég bý ekki yfir örygginu sem þarf til þess að geta haldið manneskju í símanum yfir bókinni Óður til Davíðs e. Hannes Hólmstein Gissurarson.

Að ganga beina ? Ég er svona álíka smúþ og rakaður köttur svo ég myndi sennilega missa þrjá diska á kvöldi og þá alltaf á höfuð viðskiptavinar eða yfirmannsins míns.

Keyra út pizzur..? Allir þeir sem hafa setið í bíl þar sem ég er undir stýri vita líklegast að ég er áttavilltari en sjö ára hellisbúi með gláku. Mér tekst bara stundum að fela það með því að þykjast vera flippari þegar ég er í raun rammvillt.


Hey fyndin saga! Fyrir nokkrum dögum síðan varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að fá 25 ára keflvíking inn á msnið mitt, þessi maður spurði mig hvort ég væri kúrari og annað flott. Eftir að hafa átt samtal við hann sem endaði á því að ég blockaði hann, komst ég að því að hann hefur boðið einni konu sem ég þekki á deit og að hittast sem vinir og annarri konu í afmælið sitt. Svo minnir mig að önnur vinkona mín hafi líka upplifað e-ð kúrustand í gegnum netið. Hress gaur!

Ég græddi samt eitt á því að tala við hann, ég lærði nýtt orð. Heitasta slangrið í kúrbransanum er: kurery..eða kannski er hann bara heimskur.

Annað fyndið! Um helgina var ég í bústað og ég nenni ekki að útskýra það neitt frekar en allavega þá fóru við Hulda í einhvern annan bústað og þar var samansafn asnalegs fólks. Þar á meðal maður sem stundar skemmtilega iðju, hann fer úr fötunum í tíma og ótíma. Þessi ferð kenndi mér semsagt að forðast samskipti við fólk af Menntaskólanum á Laugarvatni eins og ég get.

Met slegið í löngum færslum, stigaskali sprengdur og mikið hrós fyrir að lesa hana alla.

Hey já, annað! Ég hef ákveðið að YOU'RE BEAUTIFUL með JAMES BLUNT ER versta lag ársins. Það er ekki sambærilegt að semja bara leiðinleg lög og að gera eitt júrovisjónlög.

James Blunt, if you ever see this I just want you to know that I just chose YOU'RE BEAUTIFUL the worst song of 2005 and that I think you should stop singing. Thank you, bye! AND DON'T COME TO ICELAND!

sunnudagur, janúar 15, 2006

You icelandic alcoholics, so easy to please..

Keppnir, pottur, drykkir, matur, subbulegt, stóll, sóðalegir ml-ingar, nakinn maður, Það, minjagripur, hlátur, sturta, gítar....hmm..ég er ekki viss hvað meira ég get sagt um þessa ferð eigi ég að lýsa henni í stikkorðum en megininntak bloggsins er allavega að ég skemmti mér konunglega í bústaðnum!

Dagný fær eiginlega bara milljón stig fyrir að eiga kærasta sem er svona megafínn gaur og hann stig fyrir að eiga vini sem eru svona fínir gaurar. Dásamlegar þessar bústaðaferðir okkar..mæli með þessu!

Mig langaði að enda þetta með frábæra rasistabrandaranum úr boondock saints en ég nenni því ekki.

bæjbæj

mánudagur, janúar 09, 2006

Loksins, LOKSINS!

Ég hef séð eftirvæntinguna í augum ykkar.

Ég veit hverju þið biðuð eftir.

Ég veit af hverju þið lítið á mig eins og ég skuldi ykkur milljón.

Þið viljið að ég útnefni versta lag ársins 2005 og hér kemur það!

Þetta var erfið ákvörðun og ég hef ekki getað ákveðið mig algjörlega en það eru tvö lög sem valið stendur á milli.

Þau eru: You're beautiful- James Blunt og I'm talking to you- Jakob Sveistrub

Þið getið að sjálfsögðu nefnt einhver lög sem ykkur finnst betur að titlinum "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta 2005" komin en hvort ég taki málið til skoðunar er aaaaaallt annar handleggur.

Hvort lagið hreppir "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta 2005" ???

kemur í ljós í næstu færslu!! (Nema þið hafið eitthvað fram að færa sem ég þarf að taka til skoðunar og brjóta til mergjar áður en ég kemst að niðurstöðu).

Kveðja, "Af-hverju-þurftirðu-að-gera-þetta"-nefndin(ég)

þá verður nú gaman!!!

Vei! Þessi vika hlýtur að verða góð! Kötturinn fer í rakstur á þriðjudaginn og dagar sem hann fer í rakstur eru alltaf svo skemmtilegir!! Þá kem ég heim úr skólanum og þar bíður mín uppdópaður köttur í leit að feldinum sínum, oft kemur líka fyrir að hann skjálfi úr kulda og þá verður sú góða kona sem ég er að reifa hann inni í teppi eins og barnið sem enga móður langar til að sjá koma út úr leggöngunum sínum.

Núna er ég offisjallí orðin ókúl, ég er alveg megahúkkd á myspace og ef þið kannist ekki við það samfélag legg ég til að þið haldið ykkur við það. Eftir að það hefur náð tökum á ykkur er ekki aftur snúið. Ég ætlaði bara að nota þetta til að hafa e-ð að gera á meðan ég var veik en nei..ég er orðin svo slæm að mig langar alltaf að kíkja á myspace og tékka á skilaboðum og vinabeiðnum og kommentum. En hins vegar er eitt gott við myspace, ef að þið eruð einhverjir kjánar og eruð að velta fyrir ykkur þeim möguleika að fara út í eiturlyf, farið á myspace í staðinn! Víman er alveg jafnmikilfengleg og svo ég tali nú ekki um fíknina..úff!!!

Jæja, nú ætla ég bara að fara og hlakka til að fara í skólann. Ég hef ákveðið að þessi önn verði ógeðslega skemmtileg og uppfull af jákvæðni! Já núna er ég sko "brostu framan í heiminn og heimurinn brosir framan í þig"-Vala.

Oh, bæ!

Love her madly- the Doors
Dreamgirl- Dave Matthew's Band
Sumpin' New- Coolio

laugardagur, janúar 07, 2006

Draumar og þrár


Hér sit ég ein, uppi í rúmi að skoða myndir.
Þegar ég fletti í gegnum myndir frá sumrinu 2005 og hlusta á angurværa tónlist
rekst ég á mynd af þeim. Stórfenglegasta pari sem ég mun nokkurn tímann hitta og ég brest
næstum því í grát.

Edda, nennirðu plís að gefa honum annan sjens ? Þú getur ekki kennt honum um allt sem gerðist.

Ég bíð og ég vona að árið 2006 verði árið sem ég fæ að eyða kvöldi með þeim tveimur.

(Edda, þú getur jafnvel farið með hann til Akureyrar og þið getið rifjað upp hvernig ferðin ykkar þangað var..það er næstum því ár síðan það var..12.mars...)





Ég geri mér fulla grein fyrir að það finnst örugglega engum þessi færsla fyndin nema mér og sennilega Eddu Maríu en...ég er andvaka!!!

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hverju missir maður ekki af í veikindum



Allt í lagi..ég veit alveg að ég væri ekkert endilega að borða þennan dýrindismat ef ég væri frísk en samt líður mér eins og ég sé að missa af einhverju rosalegu með þessu fljótandi fæði og öllum þessum hefta lífsstíl sem veikindum fylgir.

Ég er samt farin að hallast að því að hálsinn á mér sé aðeins minna stíflaður núna svo kannski rís ég brátt úr rekkju og fer að lifa lífinu. Þá verður matarmaraþon! Sölvi, plís haltu annað matarboð eftir svona tvær vikur. Ég skal hýsa boðið en þú ræður öllu og eldar!

Soft Atlas- 13 & God
Jerusalem- Alpha Blondy
Shadow on the sun- Audioslave

ps: ég má til með að benda á hvað ég missi af miklu með þessum óvæntu veikindum; matarboð x2, afmæli og tónleikar. Hve ósanngjörn getur tilvera einnar unglingsstúlku orðið ?? Ég er á gelgjunni, ég höndla þetta ekki án þess að leggjast í sjálfsvorkunn og gráta! Reyndar hafa tárin ekki enn brotist fram en ég bíð þess í ofvæni. Þegar sá dagur kemur að ég fari að gráta yfir tónleikum..tek ég lyf.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Bling Blingin' 2006

Það sem kemur strax upp í hugann þegar árið er gert upp:

-Afi
-Einhildur fór(og kom)
-Nemó
-MH-árshátíðin
-Skíðaferðin
-Öflugt skemmtanalíf
-Gaurar..
-Spidermankaka
-Vinir
-Trampólín
-Eitthvað var nú af drama
-Afmæli
-Bústaðir
-Hækjufyllerí..

Áramótaheitið mitt er (eins og staðan er núna) að hætta að taka öllu sem persónulegri árás, byrja að langa í hluti sem ég get mögulega fengið og vera miklu hressari. Taka svona "góða skapið lengir lífið litlu búálfarassgötinkrúttípúttíin mín:)!!"- Góða skapið verður minn Jesús.

Ég ætlaði að segja e-ð um hvað eru lög ársins en ég treysti mér ekki í það. Eina sem ég get sagt er að partílega séð eru það náttúrulega Drop it like it's hot og Call on me.

Þetta er leiðinlegt blogg konu sem kom heim á einum skó og engum jakka, gleðilegt nýtt ár!

|