föstudagur, október 31, 2003

Jæja..þetta var nú mjög fínn dagur,mér leiddist mjög á köflum eeen ég hef ákveðið að kunna að meta svona letidaga. Þannig að ég hef semsagt bara verið hér heima í hangsifíling og ekkert gert nema talað við fólk á msn og dundað mér e-n veginn þannig.
Núna er hún
  • Sigrún
  • okkar Guðmundsóttir komin með myndasíðu. Það er mjög gott framtak hjá henni finnst mér. Og verðskuldar hún mikið klapp! *klappklapp og áhorfendurnir brjálast*. Kíkið á hana! Ég er að fara með henni og hennar fylgiliði upp í Fífuna,Kópavogi. Horfa á drukkið fólk í MH leika knattspyrnu og svo hvetjum við auðvitað Hildi og Dóróte..þær verða þarna á vellinum með mikla takta. Allavega,þá ætla ég að hætta þessu mali núna:) Allir að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld:D
    Vala

    fimmtudagur, október 30, 2003

    Þessi dagur hefur nú bara verið með þeim rólegri sem ég hef nokkru sinni upplifað.
    Var bara í skólanum í góðu tjilli,nema þegar ég var í stærðfræðiprófinu þá var ég ekki tjilluð. Ég er búin að gera mikla uppgötvun; Silverchair eru fokkín góðir!!! Við Día ákváðum að við skyldum fara að ala hvora aðra upp,ég er búin að láta hana fá Queen disk og tvo Bob Marley diska og hún mig alla þrjá Silverchair diskana. Ég hef á þessum tíma komist að því að ég fíla Silverchair mjöög vel! Þeir eru með svona pottþéttar melódíur,ég hef ekki komist í að hlusta á þriðja diskinn en Freakshow(nr.2)var svo góður að ég hlakka til! Día sagði nefnilega að sá þriðji væri bestur og þar af leiðandi hlakka ég til:D Fékk líka nýjan disk frá Skull monkey inc. í dag-> Vala aint no ord'nary ho! Massífur diskur,það er á honum mjööög spes háskólarokkútgáfa af Burn baby burn og útgáfa af NIB með Black Sabbath þar sem þeir eru greiiinilega orðnir gamlir og þreyttir;) Annars bara jolly diskur skoh og er ég búin að skemmta mér við að hlusta á hann í tímum í dag. Félagsfræðiprófinu sem átti að vera 6.nóv var frestað til 10 eða 11.nóv. Það er baaaara stór léttir!!! Jæja,þá þyrfti ég helst að fara að vinda mér í lestur á sögubókinni..eða hvað? Neinei,dreg það bara aaaðeins lengur:| *roðn* Ohhh..í augnablikinu vildi ég óska þess að ég væri í Verzló,þá væri ég að fara á ball í kvöld:)

    miðvikudagur, október 29, 2003

    Í dag var ég í roooosalegu paniki! Ég var allt of sein á mér að taka eftir þessu prófi á morgun svo ég hringdi í Sigrúnu Hlín alveg bara með kökk í hálsinum. Og hún kom til mín og hjálpaði mér þessi ehlska:) Við reyndar vorum ekki með neitt allt of mikla einbeitingu á köflum,fórum ekkert að tala geðveikt lengi um zetu eða neitt sko *hóst*
    Úffarapúffara! Svo verð ég bara að vera heima í kvöld líka og læra þennan fjára! Það var samt alveg skemmtilegt í dag af því að við Sigrún vorum í góðu yfirlæti að læra þetta skítaefni. Hef aldrei verið hrifin af svona hornafræði:| Mig langar geðveikt til að hafa eitthvað að segja en það gengur ekkert hjá mér að finna neitt.
    Gangi mér vel á morgun og óskið mér góðs gengis,sendið mér líka hugskeyti á morgun kl12:40-13:40

    Vala

    þriðjudagur, október 28, 2003

    Þetta hefur ekki verið skemmtilegur dagur,ég var lengi í skólanum og eftir skóla læstist ég úti..ég fór til Soffíu,það var reyndar fínt,en samt..leiðindadagur!!! Mér leiðist,ég er með hnút í maganum og er þreytt. Vonandi hressist ég og verð skemmtileg þegar ég er búin að fara í sturtuna hérna rétt á eftir. Var í lífsleiknitíma í dag,og fékk þá blað þar sem að m.a stóð að ég fer í einstaklingsviðtal hjá umsjónakennaranum mínum á fimmtudaginn. Það verður í gatinu mínu frá 10-11,en það er í gúddí máli. Ég er líka svo glöð af því að það verður Monty Python gláp hérna frá laugardagskvöldi fram á sunnudagsmorgun ef allt fer að óskum. Það er fínt maaar,bara gott tjill! Vonandi er ég ekki að fara í stærðfræðipróf á fimmtudaginn,er ekki viss hvort það verði þá þar sem að hann Jói hefur ekkert minnst á það:S Allavega þá bara verð ég að deyja eða eitthvað ef það verður þar sem að þessi fjórði kafli er svo LEIÐINLEGUR! Ég get reyndar glaðst núna þar sem að ég er að niðurhlaða DiDi með Khaled. Er að spá í að niðurhlaða líka annarri niðurstöðu í leitinni: DJ HANS VS CHEB KHALED-DIDI(mix 1)
    Mætumst á veginum síðar!
    Vala

    mánudagur, október 27, 2003

    Vó! Núna er heimavinnan í Andreu búin..*partí* Þetta var skemmtilegur dagur í kvöld verð ég nú bara að segja,fór til Sigrúnar G. Þar sem að hún Guðrún okkar var fyrir. Við héngum aðeins þar og ákváðum svo að heimsækja hana Elsu,það var mjög fínt þarna..algjört *partí* að eilífu! En ohh ég hlakka svo til á laugardagskvöldið,þá ætla ég örugglega að halda svona Monty Python mynda-maraþon. Það er reyndar að undirlagi Sigrúnar Hlínar og Elísbetar en samt!! Það verður allavega hjá mér bara frá kvöldi fram á nótt...heví stuð sko:) Ætli við verðum ekki e-ð í kringum tíu hérna,en svo kíkja örugglega fleiri eitthvað við. Hlakka allavega ógó til og vona að hún Elísabet Hugrún fái allt Monty Python efnið frá vini sínum..:D STUÐ AÐ EILÍFU!!

    sniðugt dæmi: „heldur þú með Val Gerður?" Hvaða mannsnafn kemur út úr þessari spurnarsetningu? Jú það er nefnilega svo sniðugt að ef þú setur saman Val og Gerður og minnkar G-ið í Gerður kemur út: Valgerður.
    Jáh! Þetta var nú fróðleikur og góð skrýtla í senn..svona eins og: „Djöfull ertu góð að sauma kona!"--> saumakona.

    Niðurstaða dagsins: Andrea elsker mig---> ROTIN BÓK
    Annars þá var ég bara að koma heim úr skólanum áðan. Verð að segja að þessi helgi var með þeim rólegustu sem ég hef upplifað á ævi minni! Þetta var yfirnáttúrulegt,það var hvorki partístand föstudags-né laugardagskvöldið. Það var bara svona örruvísi partí,svona rólegt partí. Mér finnst að allir eigi að fíla Brown eyed girl með Van Morrison..takk fyrir.
    Var í þessu afmæli í gær,er ekki enn búin að komast að því hvað Addi er orðinn gamall núna,ég veit..LÉLEGT VALA LÉLEGT! Annars var alveg ágætt í þessu afmæli,hitti þarna fjölskyldu hans (tilvonandi mágs míns?) Arnars. Hann á víst lítinn bróður sem að var einmitt þarna,og hann er mikill bakari..eða nei bakaradrengur á víst að segja:p Hann bakaði allavega alveg rosalega fansí eplaköku alveg sjálfur fyrir þetta litla boð.
    Myndarpiltur! Híhí..allaveganna..ég hef ekkert að segja..ætli ég verði ekki að fara og lesa eitthvað í þessari guðsvoluðu Andreu:S

    Vorkennið mér

    Vala(sem á bágt).

    sunnudagur, október 26, 2003

    OH! Ég er svo vitlaus..Ég var bara eitthvað brjáluð í gær og fór ekki upp í rúm fyrr en eitthvað eftir fjögur. Síðan þá tókst mér ekkert að sofna,skil ekkert af hverju!! Lá á bakinu alveg slök og ýkt þreytt en festi ekki svefn. Svo reyndar var ekkert allt of þægilegt þegar kisa kom,lagðist ofan á bringuna á mér þannig að veiðihárin voru alltaf framan í mér. Svo nokkrum sinnum gerðist hún svo djörf að hnerra framan í mig af fullum krafti svo ég var blaut í framan! Þá var ég doddið brjál,en ég meina hver getur tekið rakaðan kött og bannað honum að vera á bringunni á sér? Sérstaklega þegar dýrið er malandi á milljón! Mamma vaknaði örugglega við malið í kisu,hún lá bara þarna og sagði BIRRRRR BIRRRRR BIRRRR án þess að taka sér pásu. Annars tók ég vídjó með Möggu og Hildi Sóley í gær,þetta var mjög spes mynd:S Ripper -letters from hell- Hún var eiginlega meira en mjög spes..Hún var of spes...Allt of spes fyrir mig allavega. Ég þoli ekki svona myndir sem ég botna ekkert í:| Það endar með því að einu myndir sem ég get horft á verði rómantískar gamanyndir eins og..eins og..ahh dettur engin í hug! Allaveganna það var alveg hreint ágætt í gærkvöldi barasta,dagurinn var reyndar bara *morkn*. En þá var ég endurnærðari um kvöldið fyrir vikið! Úff..ég er að deyja úr því að vera ófersk og ég er að fara í e-ð afmæli kl17.:O Hjá honum Adda hennar Möndu,eða ef ég á að vera formleg Arnari. Ég veit ekki einu sinni hvað hann er að verða gamall..:O Held samt að hann sé bara jafngamall Möndu og er hann þá að verða 24 ára. Vona að það verði eitthvað skemmtilegt fólk þarna til að skemmta mér,ég nenni ekki að sitja ein í e-m sófa og vagga mér fram ot til baka á meðan ég borða kökur.
    Nóg í bili
    Vala

    laugardagur, október 25, 2003

    Jæja,þá er bara laugardagurinn að verða búinn! Bráðum kemur kvöldið og hver veit hvað verður tekið sér fyrir hendur þá? Nei ég veit það ekki..en gæti velt því endalaust fyrir mér á meðan ég hlusta á My brown eyed girl í skrilljónasta skipti í dag. Þetta lag My brown eyed girl með Van Morrison er alveg unaðslega skemmtilegt! Ég bara mundi e-n veginn eftir því í gær þegar ég heyrði það á Radio Reykjavík(sem ég hlusta nær aldrei á þar sem útvarp höfðar ekki til mín). Svo ég bara flaug í það að niðurhlaða því um leið og ég fór í tölvuna í dag. Ég er reyndar aðeins að fá kvíðahnút í magann núna,fór að velta fyrir mér..ég er ekki nógu dugleg í sögunni í MH. Hvað verður um mig ef ég fell á þessum áfanga?! Ég efast um að það gerist en samt..þetta er svooo mikið efni! Og 1.des byrja prófin hjá okkur! Það verður reyndar ekki próf í félagsfræði veit ég og þannig. En fokk sögubókin er svo óóógeðslega þykk. Fullt af bls-um..*hrollur* Annars þá líkar mér mjög vel veran í MH,þó þetta sé kannski ekki allt alveg jafnsamfellt og í MR og Verzló þá er námsefnið gott og krefjandi. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki er það einhver „þið-lærið-ekkert-í-MH" hroki í fólki úr öðrum skólum! En reyndar er líka annað sem pirrar mig,fólk sem byrjar í MH og byrjar að klæða sig allt öðruvísi til að þóknast MH staðalmyndinni. Það er samt að verða minna um það núna sýnist mér,flestir busarnir hafa haldið höfði og verið eins áfram. Ég trúi reyndar ekki alveg að ÉG sé í MH,bara trúi ekki að ÉG sé í menntaskóla! ÉG ER EKKI SVONA STÓRT BARN!! Ég á bara heima í Hlíðaskóla áfram,litla örugga skólanum:p
    Jæja,svona er lífið samt og ég fæ engu um það ráðið!
    takk fyrir röflið og bless!
    Vala röfl

    Þá er þessum föstudegi + kvöldi lokið! Þennan daginn var margt og mikið á seyði hér,ég fór að sjálfsögðu með köttinn í rakstur í morgun og svo eitthvað eftir þrjú kom kisan heim aftur. Kötturinn er alveg að deyja úr að vera krúttlegur,þið getið séð mynd af honum á myndasíðunni minni í albúmi 2:) Þá meina ég meira að segja mynd af kettinum eftir raksturinn! Annars þá var mikið að ske,Hildur og Sigrún Hlín komu til mín og síðar bættist hún Vigdís í hópinn..síðar komu svo Marta og Kolli á eiginlega sama tíma.Það var mikið gaman hérna í risinu í dag semsagt..mikið gaman mikið fjör. Fullt fullt af myndum voru teknar! En einungis fáar af þeim 54 myndum eru komnar á netið,ekki allar nógu skemmtilegar til að birtast netverjum. Svo í kvöld fór ég bara heim með henni Mörtu og við horfðum á Idol,kom heim fyrir nokkkuð stuttu síðan barasta! Heví stuð í kvöld,héldum alveg über mikið með fólkinu sem vann einmitt í kvöld. Kalli og Anna Katrín-->kúlistar! Kusum hana einmitt..hún syngur svo vel!! Og hann er bara algjör töffari! Svo er ég ennþá alveg elskandi þetta geeeðveika lag sem að var framlag hennar til Söngvakeppni Framhaldsskólanna!! Og hún vann einmitt með því lagi. Ég elska það og bara mmhmm! Jæja,ég er farin að bulla..enda áliðið og ég búin að vaka síðan snemma í morgun og hamast í dag. Reyndar var kvöldið alveg nett tjill en jæja,svona er lífið stundum erfitt!
    Bæjó og góóóða heeeeelgi:D:D
    Vala

    fimmtudagur, október 23, 2003

    Ohh..lyklarnir mínir eru endanlega týndir! Og á morgun verður kötturinn minn að rækju,ég ætla að vitna í Sigrúnu Hlín og segja: „þetta er allt soldið svona..tragikómískt."
    Er að viðræða hana á ze msn núna og þetta var svo góð setning að mér fannst að þið,aðdáendur bloggsins míns ættuð að fá að sjá hana líka. Allaveganna..ég hefði kannski átt að vita betur en að flagga Che Guevara lyklakippu framan í öfundsjúka MH-inga? Já,ég veit líka að ég er búin að segja eitthvað álíka áður. Í dag var ekki gaman í skólanum,nema í félagsfræði,þar horfðum við á Tilsammans. Sænsk oooofurgóð mynd!! Ekkert smá fyndin og bara æði..:D
    Jæja,hef ekkert að segja..hafði bara ekki heldur neitt að gera svo ég bloggaði!

    oó ohho óó

    miðvikudagur, október 22, 2003

    aaaahh..lyklarnir eru týndir og tröllum gefnir!! Ég er orðin að lyklalausu lyklabarni,hvað mun verða um mig??! (QUEEN eru góðir). ÚFF ÚFF ÚFF! Í dag var ég barasta búin ýggtað snemma í skólanum! Og sofnaði yfir þessari harmsögu um Andreu og Morten, samt aðallega Morten..hann er bara eitthvað skotinn í Andreu. Andrea er reyndar hundleiðinleg,hún er bara e-r geðveikur rebel með svona líka rosalegar samsæriskenningar. Eeen það skiptir nú litlu sem engu máli eins og ástandið er í dag. Hverjum er ekki sama um Andreu og Morten þegar ég er lyklalaus og Che er í höndum á rangri manneskju?!:| Che er pottþétt í vasa e-s brjálaðs MH-ings,eða Jóa stærðfræðikennara að syngja Saaaave me saaave me saaaaveeee meee,I'm naked and I'm far from Vala..*nóta* Kannski ég ætti að gera mér geðveikt glaðan dag og fara upp í Kringlu til að láta smíða nýjan lykil í stað þess að sitja bara og vola?
    Hér kemur eitt innslag frá Kettinum:
    „Kæru vinir og vandamenn. Ég sitt hér með kökkinn í hálsinum og skrifa þetta bréf til ykkar á bloggi eiganda míns. Á föstudagsmorguninn kl10:00 leggst ég undir rakhnífinn og verð aftur að rækjunni sem ég var fyrr á árinu. Vil ég þakka öllum þeim sem voru mér góðir og klöppuðum mér á meðan ég var með feld.
    Kötturinn í Blönduhlíðinni."

    *snökt* Þetta tekur svo á mann..Ég vil ekki trúa að ég hafi verið svona ógeðslega vond að greiða henni ekki skrilljón sinnum á dag eins og á að gera við svona ketti. Hún verður aftur að rottu í Birgittu Haukdal stígvélum,ef þið viljið kveðja hana; Komið í Blönduhlíð,húsið lokar kl23 á fimmtudagskvöldið.

    þriðjudagur, október 21, 2003

    Núna er ég komin heim frá Sigrúnu og búin að borða og læti bara! Svo gerðist ég líka það djörf að búa til litla blogspot síðu með svona info um mig. Alveg öll að koma til hérna í heimi bloggsins maðuuuur. Ég var hérna á msn að tala við hana Elsu og ég fattaði að Erlendur Karl er mjög sniðugt nafn..allt Elsu að þakka. Skil ekki af hverju mér hefur aldrei dottið þetta í hug.
    „Af dyrunum er dottin ein hjör Leifur." AHAHAHHAAHAHA...þessi skemmtir mér alltaf!
    Þetta barn kom í heiminn þegar við Brynki the broken boy vorum að gera söguverkefni forðum. Úffff..gott dæmi..gott dæmi:) Já og svo ooh! *pirrrrr* Ég veit ekki hvað hefur orðið um lyklana mína!!!!:|:| Í morgun minnir mig að ég hafi bara farið eftir rútínunni-->Labbað niður stigann í forstofuna þegar ég var reddí,tekið þá úr glugganum og stungið í vasann. En neiiiii..þeir voru barasta ekki í vasanum þegar ég var komin fyrir utan húsið,á staðinn þar sem ég tek þá alltaf upp úr vasanum. Vona að ég sé ekki búin að týna þeim for good..meika ekki eitthvað lyklavesen! Svo átti ég líka svo flottar lyklakippur:S Che Guevara-->Keypt í Madrid og Bob Marley svona kovermyndin af Confrontation plötunni!! Garg..*biturleiki*..jæja,nóg væl komið í kvöld/dag:D
    -vala kúlisti-

    e.s Reyndar verð ég að segja að mér líkaði betur við bláa og hvíta þemað á síðunni,það var meira ÉG. En hey! Fyrst allt virkar skal jeg også være glad:)

    Jæja,þá er allt komið á gott og barsta betra ról hérna á blogginu mínu..það er komið nýtt lúkk og linkar eru komnir. Ef ég hef gleymt e-i bloggsíðu og þannig móðgað e-n,sorrí..ég er bara skeikul. Ég var læst úti eftir skóla svo að hún Sigrún var góð við mig og leyfði mér að húka hjá sér..og ég er þar enn! En hún er alltaf góð við mig og við höfum skemmt okkur konunglega í allan dag..VÚHÚ! Hún gaf mér meira að segja drekka og borða..hið síðarnefnda tvisvar:O Ég get ekki annað en hrósað henni í hlutverki gestgjafa..*klappklappKLAPP*. Annars þá er líka komið nýtt kommentakerfi hérna á síðuna,þannig að öll fallegu kommentin ykkar eru horfin á braut...svo verið dugleg að tjá ykkur aftur..;) híhíhíhí!
    Jæja,ég er hætt þessu tilgangslausa þvaðri..bæjó..spæjó?

    mánudagur, október 20, 2003

    lalalallaa..allt í hassi..svaaaakaaa hassi..asjibbidíbúmmlíflass!

    Daginn! Í dag er seinasti dagurinn í vetrarfríinu mínu,og það er nokkuð sorglegt finnst mér. En samt ekki,það verður alveg ágætt að fara aftur að blanda geði við fólk í skólanum án þess að þurfa að vinna í því. Ég er svo ótrúlega löt við að hringja í fólk og láta það koma að gera eitthvað á svona frídögum..oftast hangi ég heima á daginn þegar ég er í fríi í algjöru reiðileysi. En bara þar til að e-r veitir mér athygli og félagsskap. Í gær t.d þá var ég heima aaallan daginn bara að hanga,í tölvunni og sonna..og leið furðulega vel yfir því! Var ekki með neinn móral yfir þessari félagslegu heftu minni. Svona er lífið bara! Þó bætti ég mér þennan einsamala dag upp með því að fara til Sölva um átta-leytið. Ég sníkti far með tvíburunum(Hildi og Kötlu) til hans og síðar bættust í hópinn Fura,Skorri,Ómar..enn síðar Sigrún Hlín og síðast hann Jósi. Við horfðum á e-a mynd sem að stóð alls ekki undir væntingum hjá mér, Summer of Sam. Hún á víst að vera UM Son of Sam morðin..en neinei! Hún er bara um eitthvað fólk í e-u hverfi,þó sérstaklega gaur sem er mjög ótrúr kærustunni, og síðan svona er Son of Sam komið voðalega nett inn í þessa mynd. Semsagt ekki góð mynd,hún er reyndar aðeins of löng..hún væri kannski betri ef að Son of Sam fengi að njóta sín aðeins betur,og hún væri stytt aðeins. Sýningartími hennar er nefnilega alveg 141 mínúta. Allavega,þegar myndin var búin fór Suðurhlíðafólkið heim en við hin urðum eftir. Svo fóru Hildur,Katla og Ómar að rölta heim en við Jósi urðum eftir,nenntum ekki heim. Svo það endaði með að við lögðum af stað heim úr Laugardalnum eitthvað fyrir þrjú,löng leið og komum við í 10-11 svo ég var komin heim um hálffjögur!! En vá,þetta fólk í 10-11 mar..JEMINN EINI! Það var gjörsamlega verið að vakta okkur,mér hefur aldrei liðið jafn furðulega inn í neinni búð. Í fyrsta lagi þá var e-r kall með kerru sem að elti okkur um alla búðina glottandi..var ekkert að gera þarna þegar við vorum,baaara fara fram og til baka með kerru. Svo var Jósi vaktaður eða eitthvað þegar hann notaði örbylgjuofninn!!! Fáránlegt alveg!
    Allavega..ég er búin að segja nóg. Góðan seinasta vetrarfrísdag menntskælingar:D
    -Vala-

    sunnudagur, október 19, 2003

    Jæææja..þá er þessari helgi bara að ljúka! Ég gerði nú ekki margt mjög frásagnarvert,nema einna helst bara að fara á Kill Bill...eeeeen ég er nú búin að skrifa um þá bíóferðina svo ég endurtek það ekkert. Í gær þá var ég bara með Sigrúnu Hlín í rólegheitunum,hún blogspotaði mig eins og þið sjáið kannski á þessari síðu,en það var ekki allt og sumt! Hún hjálpaði mér LÍKA að búa til myndasíðu á www.picturetrail.com/gerdur!!! Ég er búin að minnast á hana,en ég kann ekki að gera linka svo ég verð alltaf að koma slóðinni að í bloggunum mínum:P En engar áhyggjur,bráðum mun Sigrún gera mig að proffa í því að linka hérna á blogspot. Í gærkvöldi fórum við Sigrún til tvíburanna í Vesturbænum,samt vorum við ekki þar lengi. Katla var eitthvað óróleg og ákvað að við skyldum fara og hitta Ásrúnu(frænku þeirra)og Sigga(kærastann hennar) niðri á Lækjartorgi. En okkur leist nú ekkert á Lækjartorg svo hittingastaðurinn varð Austurvöllur. Við stóðum aðeins þar og þá gekk barasta hún Manda siss framhjá ásamt Adda kæró og Óla vinó. Það var undarleg tilviljun..jeeahh! Annars þá fór parið heim og við stelpur fórum bara heim til tvíburanna aftur. Fór heim eitthvað yfir 1. Og þegar heim var komið var bara eitthvað msn partí langt fram á rauða nótt. Svo þess vegna er ég í svolítið annarlegu ástandi myndi ég segja.
    Jæja,þetta er þá komið nóg...
    Vala fína

    laugardagur, október 18, 2003

    Jæja,ég kann ekki að búa til linka á síðunni minni svo ég ætla að segja þér að kíkja endilega á: www.picturetrail.com/gerdur ....Þar eru ýggt ógó skemmtilegar myndir! Tjekk itt át;)

    Þá er fyrsta alvöru bloggið mitt að koma í ljós..ég er viss um að ég hafi fullt af spennandi hlutum til að deila með ykkur á meðan ég stíg þriðja skref mitt inn á blogspot. Í dag kom Sigrún til mín og er hér enn..hún ákvað að blogspota mig aftur þar sem að ég klúðraði hinu blogspotinu mínu. Og ég verð henni ævinlega þakklát..Sigrún ég elska þig vinan..en samt bara sem vin..HAHAHAHAHAH!
    Í gær fórum við ásamt fleirum á KIll Bill..HÚN ER FOKKÍN GÓÐ!!! ALLIR MÆLA MEÐ HENNI VIÐ ALLA!
    takk fyrir og bless..-vala-

    Oh, þetta er svo SPENNANDI!

    Jæja þá er það blogspot síða númer tvö... hin gekk ekki alveg upp... minnið gaf sig, segjum ekki meira.

    |