mánudagur, nóvember 28, 2005

halló, ég er konungur þægindanna.

Vá hvað nóvember er búinn að vera fáránlegur mánuður og endalaust lengi að líða.

Fólk hefur komið mér á óvart, ég hef komið mér á óvart og ég hef komist að raun um hvað sumir eru nú miklir lúðar þó þeir virðist ekki vera það. Eða jú, kannski hafa þeir alltaf verið það en ég bara eitthvað út úr heiminum blind.
Þetta er bara svona..bein lína núna..ég er ekkert óhamingjusöm og ég er ekki heldur öfgahress. Hreinskilnasta svar sem ég gæti komið með við spurningunni "hvað segirðu"(eða e-i svoleiðis..) myndi vera "ekkert spes".

Mig langar eiginlega bara að spóla yfir prófin, helst ná þeim á hraðferðinni, taka alla vini mína og fara með þá alla með tölu inn í einhverja höll og bara vera þar í einhvern tíma. Sniðugast væri að höllin væri í Ungverjalandi, þá þyrfti ég ekki að fara sérferð til að sækja Sigrúnu heldur væri hún í leiðinni.

Æjh..vinir eru ágætir og ég er súr, kennum prófunum um. Brennum próf! Berjum kennara(nema Georg auðvitað)! Hlaupum út úr kennslustofum öskrandi á morgun! Eyðileggjum allt þannig að ekki verði hægt að leggja fyrir okkur próf heldur fá allir(með mætinguna í lagi) 8 í lokaeinkunn í hverju einasta fagi sem þeir eru í! Bæ!

Chan Chan- Buena vista social club
la valse d'amelie(orchestra)- yann tiersen
jacksonville- sufjan stevens

vala mælir með já.

laugardagur, nóvember 26, 2005

eins og tvær litlar stjörnur


Stundum kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér tilgangi lífsins og af hverju hlutir fara svona oft öðruvísi en maður hafði ætlað þeim að fara. Það er á svona dögum sem maður er niðurdreginn og situr og horfir á regndropana bylja á glugganum. Þá á maður að leggjast upp í rúm með bók og sökkva sér í hana, það er fátt betra en að fara yfir í ímyndaðan heim þar sem hægt er að ráða ferðinni að einhverju leyti þegar lífið leikur mann grátt. Öll mín bestu ljóð hafa til dæmis komið í heiminn á svona dögum.

Haha..djók..ég er tótalí ekki á bömmer og ekki svona mökkleiðinleg!!!

Þessi bullsession sýndi samt að ég er efni í ótrúlega leiðinlegan bloggara. Sjitt. Verð að fara að passa mig.

*ÞIÐ HAFIÐ ENGU AÐ KVÍÐA-INNAN SKAMMS BIRTIST HÉR Á BLOGGINU ÓSKALISTI VALGERÐAR*

(þ.e hvað hana langar að fá í jólagjöf, mongó).

TOOTSIE ROLL- JOCK JAMS!!!!! RAWK!!!! !!!!! !!!!!!

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Nennirðu að hætta að stela hækjunum mínum..kræst.

mm...jólin

myrkur
hvít jörð
miðbærinn
jólaljós
stress
gjafakaup


stressið er eiginlega bara stemmari, ég get ekki beðið eftir þessum tíma. Vanalega er ég komin í jólalagapakka dauðans 4.október en nú hef ég ekki hlustað á eitt jólalag. Þetta er sannarlega áhyggjuefni, hvað ef ég kaupi bara engar jólagjafir, fell í öllum prófunum og verð feit fyrir aldur fram ? Þá myndi frjósa í helvíti.

Nenniði að fara að koma því á hreint hverjum ég gef jólagjafir..ég nenni ekki að hugsa um þetta. Ég er önnum kafin við að fá prófataugaáfall.

Swingers- Faithless
Mint Car- The Cure

laugardagur, nóvember 19, 2005

ja hérna hér

Eins og það sé ekki nógu pirrandi að fá endalaust af ruslpósti yfir höfuð...

..þarf þá virkilega að bæta á kvalir mínar með því að láta allan póstinn heita eitthvað eins og "weightloss" eða "dating advice"..grimmd segi ég, grimmd.

Vá hvað bjórkvöld í Brokey kætti mig mikið, fyrsta sem ég heyri þegar ég kem inn er hlíðaskólasmellurinn boom boom boom(i want you in my room) með Venga Boys, auk þess sem að það var hálfgerð Jock Jams-sería í gangi...ah..góður endir á kvöldinu..

Allir eru orðnir svo fullorðnir og því fylgja fullorðnisvandamál ???

....NEI.....

Ég ætla að verða fullorðin og lifa vandamálafríu lífi. Þegar ég verð orðin feit, einhleyp miðaldra kona, verða mín vandamál ekki flóknari en "hmm..Ben & Jerry's með súkkulaðibitakökudeigi eða brownies ?" ég ætla samt ekki að gera lítið úr því vandamáli. Þegar þar að kemur verður þetta mjög mikil flækja og erfitt fyrir mig.

Shoop- Salt 'n Pepa

mánudagur, nóvember 14, 2005

Vá.

Þetta var nú svakalega rússibanareið, þá á ég við helgina.
Hún fór upp-bein lína-NIÐUR-bein lína-smá niður-svo birti skyndilega til og hún fór svo hátt upp að ég gat horft niður á jörðina og hlegið.
Tvítugsafmæli á Pravda reddaði skapinu algjörlega, enda gáfum við barninu góða gjöf til sýnis um þakklæti okkar.

Ég vona að næsta vika verði skemmtileg, þessi stefnir í helvíti. Ég komst að því að kennari sem ég dýrkaði varð skyndilega siðblindur. Hann ber fyrir sig minnisleysi þegar hann segir skyndilega að við eigum að halda fyrirlestur á föstudaginn en ekki þriðjudaginn í næstu viku. "Ha ? Nei ég sagði aldrei að hann ætti að vera næsta þriðjudag, hann á að vera núna á föstudaginn! Eruð þið geðveikar ? Á ég að slá ykkur utan undir heimsku mellur?" (ok ég tók mér smá skáldaleyfi en minnisleysið er samt raunverulegt).

Öss..ég gæti útnefnt ekki-fólk helgarinnar og fólk helgarinnar, en ég nenni því ekki. Þeir sem ég elska eftir helgina vita það og þeir sem ég elska ekki ættu að gera sér fullkomna grein fyrir því.

Ég mæli með að hlusta á klassíska tónlist á meðan maður spilar pro evolution, ég var on fire!

Einnig ættuð þið sem fóruð ekki á sálumessu mozarts í hallgrímskirkju sl. helgi að iðrast, ég er enn þá með hroll og tárvota hvarma eftir þetta. Úff!

föstudagur, nóvember 11, 2005

Afhjúpun.


Ég var úti að ganga, þá hitti ég þetta. Þar sem ég er mjög forvitin að eðlisfari ákvað ég að reyna að kynnast þessu kvikindi, þegar ég komst að því hver þetta var brá mér heldur en ekki í brún.
Þetta er Þorgerður Katrín, hún er HAMSKIPTINGUR og þetta er hennar eðlislægi hamur. Já, gott fólk, Þorgerður Katrín er sko ekkert ljóshærð kona sem fer í Sporthúsið á hverjum morgni og á sæta fjölskyldu. HÚN ER ÞETTA.

(reyndar veit ég ekkert um hvort sýndarfjölskyldan sé sæt eða ekki en ég sá hana einu sinni í sporthúsinu þegar ég var í þeim ágæta áfanga, svo það er ekki úr lausu lofti gripið).


Qué pasa- dj sneak

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

the bling is blingin'

"Kvöldið, ég heiti Jóhann.
Þið kannist kannski betur við mig sem select/strax/nóatún
Hjá mér getið þið valið um tíu-fimmtán tegundir af smokkum og einnig býð ég upp á ótrúlegt úrval af límmiðum af öllum stærðum og gerðum. Hins vegar býð ég ekki upp á kennaratyggjó."

Jóhann, hvað er málið með það ?
Kannski er ég haldin ranghugmyndum en að mínu mati er kennaratyggjó mun praktískari hlutur en límmiðar í formi bangsímons eða smokkur með brjóstahaldarabragði.
Þegar mig langar til að hengja upp myndir í herberginu mínu get ég ekki leitað til þín en ef að ég finn til þarfar fyrir að líma einhverjar fígúrur inn í stílabækurnar mínar, ÞÁ ertu vinur í raun.

Ég er bitur ung kona.

(Þess ber þó að geta að ég fékk kennaratyggjó hjá tryggum vini mínum sem sinnir mér hvaða tíma dags sem er, 10-11 Lágmúla)

sunnudagur, nóvember 06, 2005

HAHAHA




vá! ég hélt að íslenskur þýðendur væru löngur búnir að toppa sig, en greinilega ekki!

þátturinn laguna beach á sirkus-tvær gellur að tala saman-"are you gonna hook up with someone?"-þýtt: ætlar þú að fá þér á snípinn ?

þetta er næstum því jafngott og..æj ég nenni ekki að skrifa það.

kemur næst, ég lofa næstum því.

ég talaði við sigru í sl. viku og hlustaði á scottie á meðan, endalausar minningar síðan árið 2002..ljúft. Myndirnar eru af Sigrúnu að pósa megatöff og okkur að vera súperfyndnar.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

hva segiði

Einhver geim í að hella sig fullan með mér og bjóða í partí sem hefst um leið og ég er búin í skólanum á morgun ????




RITGERÐIN ER ÆÆÆÆÐI


NÚ SKYLDI ÉG HLÆJA, VÆRI ÉG EKKI DAUÐ

þetta er án djóks eina ástæðan fyrir því að ég lifi núna: i'd rather dance with you- kings of convenience

mæli líka með BASS!!-DJ TIESTO til að lifna við!

bæ..sjáumst..ef ég lifi..daram

|