miðvikudagur, desember 29, 2004

neinei..sleppum því bara

hey hey hey ég hef aldrei vitað af allir þessari tækni hérna áður.
ég gat valið lit á textanum! Kannski sést það ekket þegar ég er búin að pubblissja, kemur bara í ljós. Ég er allavega að horfa á fallega rauða stafi hérna og yndislegt letur.

Af hverju halda kynnar á ýmis konar samkomum að það snúist allt þarna um þá og að fólkið sem sé þarna hafi komið sérstaklega til að bera þá augum ? Jói og Gói virðast allavega lifa í þeirri blekkingu, er annars ekki viss hvort nöfnin séu rétt hjá mér, en það eru allavega náungarnir sem að kynntu Herra Ísland og Söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra.

Dæmi: Þeir gengu inn á sviðið, með þetta ógeðslega glott)
Jói; Við viljum koma einu á hreint núna áður en að keppnin hefst, við erum sko ekki að keppa. Við erum bara að kynna (svo kom þetta aulalega glott aftur sem sýnir að hann bíður eftir viðbrögðum frá áhorfendum).

Allaveganna..ég er búin!

Somewhere only we know- Keane
Devoted to you- Beach Boys
Love me two times- Doors
Týnda kynslóðin- Bjartmar Guðlaugsson

sunnudagur, desember 26, 2004

mmm..

Jólin eru sannarlega tíminn, eins og sumarið!

Það er náttúrulega fátt betra en vel heppnað aðfangadagskvöld, maður er hjá sínum nánustu, fær góðan mat og já fær fullt af gjöfum! Ég skal bara vera hreinskilin og viðurkenna að hugur minn reikar ekki einu sinni til hans Jesús á aðfangadagskvöld. Kannski er ég einhver undantekning, veit ekki..

Ég fékk tvær æðislegar bækur í jólagjöf, eða amk held ég að þær séu æði..er nú búin með hvoruga. En ég er langt komin með aðra þeirra..þetta voru Furðulegt háttalag hunds um nótt(ví!) og Múrinn í Kína. Byrjuð á þeirri fyrrnefndu og vá hvað hún lofar góður enn sem komið er! Mæli með henni, eða allavega fyrstu hundrað blsunum.

Vonandi var allt jafngott hjá ykkur dyggu lesendum þessa bloggs ;) Ég veit allavega að ég er hérna veltandi um eins og lítil kúla full af sælkeramat.

miðvikudagur, desember 22, 2004

JÓL !!!!!!!!

neibbs virkar ekki..ég er ekki komin í jólaskap fyrir vikið.

Ég er samt búin að kaupa allar gjafirnar og búin að pakka öllum inn nema einni núna.

Ég er kúl.

mánudagur, desember 20, 2004

hmm..

fyrir tveimur og hálfum tíma hætti ég að taka til í herberginu mínu og þá fannst mér skyndilega snilldarhugmynd að taka olnæter..
núna er klukkan að verða hálfsjö um morgun og ég er að hamast við að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að fara og sofa til átta eða taka dæmið alla leið ?

Jæja..ætli það komi ekki í ljós 'á morgun'......?

Annars þá er ég komin með hausverk núna og langar bara í rúmið mitt en ég þarf að fara í sturtu kl 8..djöfull getur lífið verið erfitt!!

föstudagur, desember 17, 2004

beh..

Það var jólaball í gær hjá MH, þetta var fjandi fín skemmtun! Núna fyrst finnast mér Jagúarmennirnir vera viiiirkilegir töffarar! Hélt það yrði erfiðara að fíla sig við þá en hóónei..kræst! Það var svo gaman að dansa þarna!!
Gef þessu Gauksballi þúsund sinnnum hærri einkunn en busaballinu, þar var allt alveg ooofurtroðið en þetta var bara passlegt núna.

Hmm..ég held ég hafi aldrei verið í minna jólaskapi þegar er vika til jóla. Venjulega er ég byrjuð að missa úr svefn af spenningi svona tveimur vikum fyrir aðfangadag en núna..váááá! Ég er allt of afslöppuð, á eftir að kaupa sjö gjafir til viðbótar og og og hreingera í herberginu mínu og ég held ég eigi eftir að enda á að fara í enga jólaklippingu..svo mikil er letin.

Allavega, ég ætla að hætta að hugsa um jólagjafirnar og það sem ég á eftir að gera og skella mér í einn pool. Linkur á leikinn er hérna einhvers staðar til vinstri, testa þetta helvíti..ooof skemmtilegt (og ávanabindandi).

mánudagur, desember 13, 2004

Heeeyjj

Jólafríið er sannarlega tíminn. Held að það sé eini tími ársins þar sem að maður getur virkilega verið alveg önnum kafinn við það að gera ekki neitt án þess að þurfa að fá móral yfir því.
Það versta er hins vegar jólagjafainnkaupin og allt það þrugl. Ég er ekki búin að festa kaup á einni gjöf og það er farið að naga mig aaaðeins. Ekki eins og ég sé búin að eyða tíma mínum í eitthvað annað og betra en að ljúka jólagjafainnkaupunum af. Það er reyndar frekar erfitt að ætla að hella sér í jólagjafainnkaupin án þess að eiga raunverulega fyrir því.

Mig klæjar.

Ég vil fá svona klórufiff í jólagjöf.

p.s: jói fel er ofurhönk!

p.s2: eldri menn eru ekkert slor!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Glelleg jól össömul og farslt komndi ár!

Seinasta prófið í fyrramálið!! Ég kemst ekki yfir það, einkennileg blanda af stressi og tilhlökkun ræður ríkjum í sálarlífi Valgerðar Jónsdóttur á þessari stundu. Ég held að ef ég lýsi því yfir núna hvað ég nenni ekki í þetta próf verði ég hugsanlega lúbarin eða jafnvel drepin af bitrum MR-ingum og Verzlingum vegna þess að þeir eiga eftir próf fram á miðvikudag.

Þema prófatímans hvað tónlist varðar hefur verið mjög spes blanda.

Við erum að tala um það að besta lærdómstónlistin þegar maður er stressaður er tónlist sem maður hlustaði einu sinni á en gerir ekki lengur nema bara í nostalgíuköstum og róleg tónlist. Svo er líka e-ð annað en eftirfarandi lög hafa ráðið ríkjum hjá mér. Það má reyndar ekki gleyma því að gömul íslensk dægurleg eru líka alveg sjóóóðandi!

U remind me- Usher, Mysterions- Portishead, Crystal ship- Doors, Older chests- Damien Rice, Wrong number- Cure og auðvitað Í útvarpinu heyrði ég lag- HLH flokkurinn

Gangi ykkur vel í þessum þrjúþúsund prófum sem þið eigið eftir ;) (beint til fólks í mr og verstló)

sunnudagur, desember 05, 2004

..show me the way to the next whiskey bar..oh, don't ask why..

Er einhver annar en ég orðinn leiður á þessu endalausa dópþrugli í Bubba, hann virðist bara vera atvinnufyrrverandidópisti..ég meina allt í lagi, maðurinn var í neyslu..en það er óþarfi að gera það að vörumerkinu sínu. Fínt að vera í forvarnarstarfi en almáttugur minn, manninum tekst að koma dópinu sínu að alls staðar! Það liggur við að það sé ekki hægt að segja 'nei halló bubbi, hvað segirðu gott?' án þess að fá svar á borð við 'já allt fínt, mér líður betur en þegar ég var útúrdópaður í Vestmannaeyjum '82.'
Arg! Kannski er ég bara eitthvað vitlaus..ég veit ekki, en hins vegar veit ég að ég er komin með upp fyrir augu af þessu.

Hrmpf! Af hverju er verið að skemma skemmtilegar sögur fyrir manni með því að hafa þær á jólaprófunum ?? Banna svona lagað..Það má bara hafa leiðinlegar bækur á prófum, ekki svona víhí gaman lesa já-bækur.

Sorrí Bubbi ef þú skyldir af e-m ástæðum ramba inn á bloggið mitt og sjá þetta..

whiskey bar- doors
don't stand so close to me- police
12:51- strokes
álfheiður björk- eyjó og björn jörundur


fimmtudagur, desember 02, 2004

Draumar.

Já þeir eru asnalegir oft á tíðum, allavega í mínu tilviki.
Það er samt eiginlega fyndnast þegar mann dreymir eitthvað sem er einhvern veginn ekkert rosalega hræðilegt og kemur svosem ekkert fyrir mann sjálfan í draumnum en líður samt geðveikt illa eftir á.

Síðan eru það draumarnir sem eru bara ógeðslega súrir og vangefnir, eins og t.d um daginn dreymdi mig bara einhverja frétt sem er var með fyrirsögninni 'RUSLANA KOMIN Í SMJÖRIÐ!' Ég vaknaði með mikinn aulahroll.

Mann dreymir asnalega í prófum, í nótt var það einvher kona úr America's next top model sem mig dreymdi og hún var semsagt öll vafin í gifs af því að hún þoldi ekki alla nektina sem einkenndi nútímasamfélagið.

miðvikudagur, desember 01, 2004

JÁJÁJÁ!

Fyrsta prófið búið!!!

Ég er kát! Hélt ég myndi springa úr spennufalli þegar prófið var búið, taldi mig á leiðinni að falla á tíma en öðlaðist skyndilega ofurkrafta á seinustu tólf mínútunum og bara náði að klára þetta helvíti.

Roooosalegt alveg....

Hey

bæ!

Lagið: Twentieth century fox- Doors

|