sunnudagur, maí 29, 2005

óskilamunir!

Ég auglýsi eftir eiganda sólgleraugna sem urðu eftir heima hjá mér í gær og ég hef ekki hugmynd um hver á.

Það er samt allt í lagi að bíða með að innheimta þau þar sem að ég elska þessi gleraugu.

Endilega gefa mér pilot-gleraugu bráðlega..

það eru líka e-r aðrir óskilamunir..gaman!

miðvikudagur, maí 25, 2005

"þetta gerist þegar rokkarar verða hommar, þeir blanda söngleikjatónlist saman við rokkið."

Ég held ég sé farin að vera góð í því að fara snemma að sofa í fyrsta sinn á ævinni.
Ég er á leið í rúmið beint að þessu bloggi loknu og þó er klukkan ekki einu sinni orðin ellefu, hvað segir það okkur ? Vala er frábær.

Kann ekki að setja myndir í bloggin þegar ég er í pc-tölvu..hjálp!

Sumarfríið byrjar af krafti, ég er samt svo hrædd um að týna e-u fólki í sumar þar sem ég geri fátt annað en að vinna, sofa og borða.

Helmingur öldungaráðsins hefur yfirgefið heimilið..hinn helmingurinn fer á laugardagsmorgun þá er það bara húsið + vala + bíllinn + 12 dagar= Sældarlíf!!!!!!!!!!!

Plús dagsins: Rás2 fyrir að spila danska júrovisjónilagið beint á eftir BYOB með system of a down

Mínus dagsins: FM957 fyrir að bregðast mér algjörlega þegar ég hélt að þar fyndi ég partítónlist, en ekki leiðinlegasta lag síðari ára; untitled með simple plan.

föstudagur, maí 20, 2005

Til hvers eru peningar ef ekki til að eyða þeim ?

Ég er farin að halda að þetta sé móttóið mitt..

Í dag fékk ég orlofið mitt sem var alveg 15000 kjell, eftir að ég millifærði það yfir á debetkortið mitt fylltist ég sjúklegri fyrir að eyða hinum nýfengna pening.

Þannig að þegar ég var í bænum með stelpunum skrapp ég inn í apótek og stóð mig að því að vera næstum búin að kaupa ilmvatn svona af því bara, án þess þó að mig vanhagi nokkuð um ilmvatn. Þetta endaði þó vel, ég eyddi bara næstum því öllum peningnum þegar ég missti mig í skífunni og kom heim með fjóra geisladiska. Sátt við þá alla en þó væri alveg ágætt að eiga enn þá fimmtánþúsund í staðinn fyrir sexþúsund.

Ballið var skemmtilegt, góður endir á skólaárinu sem hefur verið viðburðaríkt og ánægjulegt. Kannski ekki merkilegir hlutir sem hafa gerst en það eru líka alltaf litlu hlutirnir sem standa upp úr að lokum.

Une année sans lumiere- Arcade Fire
I love you why ?- Trabant
Talisman- Air
Funky Junky- Jagúar

Góða nótt..og gleðilegt sumar!

þriðjudagur, maí 17, 2005

ráðgáta

Ég veit ekki hvort ég sé svona lélegur ökumaður eða þá að það eru bara alltaf allir að reyna að keyra á mig! Ég er of tæp á því hérna..maaar.

Sumarfrí er skemmtilegt en samt held ég að verði alveg fjandi fínt að byrja að vinna! Vonum bara að ég vinni með efnilegu fólki..ekki svona spes eins og í fyrrasumar nei.

Gargandi snilld er mikil snilld já, mæli með henni.

Inni í dag: Fuglasöngur, tveggja manna fótbolti að nóttu til, sól, sund, ís(í álfheimum), Subway, sumarfrí, skemmtun!

nei ? ókei þá bæ..

laugardagur, maí 14, 2005

hæ:)

Núna er ég komin í sumarfrí, ég er reyndar ekki byrjuð að finna mikið fyrir því þar sem að ég er það heilaþvegin eftir þessi próf að ég vaknaði með samviskubit yfir að vera ekki lærandi.

Annars þá gerði ég svolítið skelfilegt í nótt, ég sótti strákana í partí uppi í Bryggjuhverfi og það ætlaði bíll að drepa mig á leiðinni. Var alein þarna í óbyggðunum og þessi bíll var að elta mig og blikka með háu ljósunum. Háu ljósin eru skemmtileg já, en ekki til að drepa fólk! Þetta var orðinn hörkueltingaleikur en svo drap ég mig næstum því með tilþrifamiklum flótta.

Ef að þú kemur til með að hitta mig á förnum vegi í kvöld en þekkir mig ekki í sjón, er það ekki skrítið þar sem að í kvöld mun ég vera í dulargervi klæðskiptingsins Fernando.

Allavegana, skemmtið ykkur í prófalestri..ég er að spá í hvort ég ætti að taka til í herberginu mínu eða bara...gera nákvæmlega ekki NEITT..mmm..hentugt að geta valið.

two tickets to paradise- Eddie Money

miðvikudagur, maí 11, 2005

heey! what's wrong with you-hou ?

Blendnar tilfinningar já..gaman að íslenskupróf dauðans sé búið en ekki jafngaman að það gekk ekki alveg eins og á var kosið. Nei ekki svo gaman nei.

Eirðarlaus, held það sé rétta orðið yfir mig núna.

Hey what's wrong with you- Phats and Small(bara fyrir þig kristína, baaara fyrir þig)

Ef að þetta íslenskupróf=Fall er ég réttdræp, aðallega í ljósi þess að samkvæmt þessum útreikningum eyddi ég e-ð á milli 20 og 30klst alls í lærdóminn fyrir það.

Samt mishamingjusöm yfir að skólinn sé búinn..hann er nú alveg fínn greyið, þegar kennararnir eru ekki með skæting.

Hef á tilfinningunni að það sé fínasta og mjög skemmtilegt sumar í vændum!

Markmið sumars Völu: Bæta frægu fólki í safnið

fimmtudagur, maí 05, 2005

Carlos es un hombre muy amable!

Ég missti af strætó áðan, ákvað að nýta tímann í að baða mig í sólinni og skoða spænskuglósur með tónlist í eyrunum. Fólki fannst ég ótrúlega asnaleg/furðuleg þar sem ég sat í makindum mínum á grasfleti milli Stjórnarráðsins og strætóskýlisins. Aðeins einn maður brosti til mín og horfði ekki á mig með ljótu augnaráði. Sá maður var enginn annar en meistari Bobby Fischer! Ég er ótrúlega sátt við að hafa hitt þann mann, annað útlenska celebrity-ið sem ég hitti/sé á ævi minni.

Reyndar þá tók ég smá Bobby Fischer á þetta eftir að hann fór af því að það keyrði einn bíll framhjá mér tvisvar og fólkið í honum starði á mig, þá var ég þess fullviss að það ætlaði að drepa mig.

En núna ætla ég að fara og horfa á Cheers..síðan tekur við frekari fræðsla um spænska tungu.

Lag strætóferðarinnar: Haiti- Arcade Fire

miðvikudagur, maí 04, 2005

ótrúlega leiðinleg færsla fyrir háttinn.

ég er ekki frá því að þessi próf séu að gera mig geðveika og alveg sjúklega leiðinlega.

lífið er amk ekki leikur einn þessa dagana, neineinei..síííður en svo.

lífið er koffein, bækur og misjafnlega kúl tónlist.

lög prófanna eru klárlega: sexy eyes-whigfield, starálfur- sigur rós, rio- duran duran, too cold- roots manuva, crown of love- arcade fire, nasty boy- trabant, dirty little thing- velvet revolver, evil- interpol, ladyshave- gus gus og we're not living in america- the sounds

bæ.

sunnudagur, maí 01, 2005

Erfitt líf

Ég er farin að hallast að því að ég hafi verið einhver virkilega vond manneskja í fyrra lífi. Það búa nefnilega tveir strákar í húsinu á móti mér(ég held allavega að þeir búi þarna báðir, annars eru þeir bara fáránlega mikið saman) sem virðast hafa þann eina tilgang í lífinu að gera tilveru mína mjög erfiða. Líf mitt einkennist voðalega mikið af uppnefnum, dyraötum og öðru álíka skemmtilegu.

Þegar ég var sjö ára þorði ég ekki einu sinni að labba í gegnum unglingaganginn í Hlíðaskóla og tók rosalega króka framhjá unglingagengjum sem ég mætti úti á götu, svo ég hefði aldrei farið að leggja ungling í einelti! Við þurfum að endurheimta þessa óttablöndnu virðingu sem var alltaf borin fyrir unglingum á okkar yngri árum.

Helvítis..læra..próf..bæ..

(biturleiki)

|