mánudagur, febrúar 28, 2005

Það var svolítið fyndið sem ég sá í dag. Einhver maður á Omega(Gospel Channel) var að reyna að vera voðalega 'international' og þýða einhverja predikun yfir á ensku fyrir útlendingana(eða kannski var þetta bara gott flipp, maður veit aldrei). Og hann var ekki alveg að meika þetta. Hérna er létt dæmi:

Ég ætla að segja ykkur sögu..

útlagðist sem

I would like tell you some story..

Þetta fannst mér fyndið en ég er líka með súran húmor. Það er voðalega erfitt að vera með harðan húmor og röff attitúd á mánudögum. Annars þá ákvað ég aðallega að deila þessu með ykkur til þess að blogga eitthvað. Það hefur verið voðalega dauft hérna undanfarið. Núna hins vegar ætla ég að koma mér í kassann. Þykir víst sniðugt að sofa þegar maður er að mastera hvíta, bleika og fjólubláa lúkkið svona harkalega.

Sour times- Portishead
Keep fishing- Weezer
Call on me- Erik Prydz (heitur smellur!)

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

gimp: Hvað er þetta framan í henni amma ?-amman: þetta eru unglingabólur:)

Er langt síðan þessi þok lét sig hverfa ? Var að taka eftir því akkúrat núna að hún er farin, liggur ekki lengur yfir öllu eins og undanfari hræðilegra atburða. Ég var nú barasta farin að óttast heimsendi, eða ókei kannski ekki alveg óttast heimsendi en ég var farin að velta fyrir mér hvort hún væri að gefa eitthvað í skyn með nærveru sinni.

Það á að banna Jing og Jang-þáttinn..þetta er svo leiðinlegt að ég gæti samið ævintýri um það. Var svolítið eirðarlaus áðan svo ég bara kveikti á sjónvarpinu í von um að kannski væri eitthvað þar sem maður gæti látið sig hafa að horfa á en óóó nei, aaalt kom fyrir ekki. Það var ekkert á s1 og rúv og á popptivi tók Jing og Jang á móti mér! Ég gafst upp eftir þrjár mínútur, þetta var bara eitthvað "ööö..við erum öll ógeðslega vandræðaleg og vitum eiginlega ekkert af hverju við erum hérna..þannig að já, er þetta ekki bara að orðið gott ?"

Núna lýkur bráðum þessu foreldrafría lífi mínu..það er ágætt á vissan hátt en minna ágætt á annan. Gaman að geta fengið sér hvað sem manni hugnast í kvöldmat og valið á milli fjögurra rúma til að sofa í hvert kvöld. Reyndar hef ég haldið mig við hjónarúmið hverja nótt en samt gaman að vita af því að maður geti valið.

(Þessi fyrirsögn er ég enn að jafna mig á því þegar eitthvað lítið ógeð spurði ömmu sína, sem er vinkona mömmu og pabba, að þessu fyrir framan mig. Ég var 13 ára, óharðnaður unglingur svo þetta hafði slæm áhrif á sálarlíf mitt. Langar enn til að meiða þetta barn...Ég var ekkert með svona mikið af bólum!!! AKK!).

mánudagur, febrúar 21, 2005

Þúst kennig..þúst..akkörru..é bra skil iggi..hveddnig geturu verið sonna mikið ynndi :D:P;*

Það er fjandi erfitt að skrifa svona setningar..ég dáist að fólki sem getur bloggað með alla stafina misstóra, troðið z inn í orð þar sem það er skelfilega óviðeigandi og einhvern veginn fundið tíma til að gera áttaþúsund broskalla líka.

Þetta eru hinar sönnu hetjur samfélagsins.

Svona eins og með mat..þar eru egg hetjur líka.

Egg eru best!!! Ég elska egg! Ef egg væru hollasti matur sem fyrirfyndist á þessari jörðu væri ég hollasta manneskjan.
Þú kemst ekkert mikið nær himnaríki en þegar þú ert með linsoðið egg í eggjabikar fyrir framan þig og saltstauk við hliðina á þér. Svo verður auðvitað að vera epladjús þarna líka.

Allavega..ég er farin, spá í að fá mér egg í kvöldmat þetta kvöldið. Unaður að vera svona frjáls eins og einhver ótrúlega frjáls fugl! Ég get fengið mér egg í kvöldmat! Ooooohh hvað lífið er kátt!

laugardagur, febrúar 19, 2005

obbosí þar fór glasið mitt framan í þig!

Orð fá því ekki lýst hvað ég skemmti mér vel á fimmtudagskvöldið.

Ég fékk að upplifa það magnaðasta í heimi..Raggi Bjarna steig á stokk og tók Flottur jakki. VÁ! Þvílíkt og annað eins, spennan í salnum var rafmögnuð og gleðin sem ég fann inni í mér var meiri en ég hef nokkurn tímann fundið. úff..ég vil upplifa þessar þrjár mínútur aftur..og aftur..og aftur..sjuss.

Það voru líka allir voðalega þægir þarna bara, hef aldrei áður farið á ball og í fyrirpartí án þess að sjá eina ælu/manneskju æla.

Þá er þessum árshátíðum í ár lokið..hefur verið skemmtilegur tími og ég þakka fólki sem stóð með mér í þessari rosalegu törn fyrir góðar stundir!

Hef annars ekkert að segja...þurfti bara að koma því á framfæri að ég hef séð ragga bjarna syngja flottan jakka LÆV. Ég veit að allavega Áslaug öfundar mig ;)

Flottur jakki- Raggi Bjarna

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hugmynd..

Það er öflug hugmynd að halda svona námskeið í að vera í miðasöluröð fyrir árshátíðir(eða önnr tilefni jafnvel) án þess að ryðjast og eipa á alla í kringum sig, á lagningadögunum næsta ár.

mmm..það ríkir samt eintóm gleði hjá mér núna þar sem að ég er með miðann minn í vasanum, staðfestinguna á því að ég hafi tilefni til þess að hlakka massíft til! Vonum bara að árshátíðin verði jafnskemmtileg og ég er búin að gera mér vonir um.

Allaveganna, þurfti bara að koma miðasölunámskeiðshugmyndinni minni á framfæri eftir að hafa verið að slást við einhverjar litlar beyglur í röðinni í tvo tíma eða svo (ok ég ýki kannski smá en samt í laaaangan tíma..). Reyndar þá voru sumir pirraðri en aðrir þarna þó svo að ég nefni eeeengin nöfn.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

snooooop!

Þá fer þessari árshátíðatörn bara að ljúka.
Ég ber blendnar tilfinningar til þess, veit ekki hvort ég eigi að anda léttar eða gráta. OK, gráta er reyndar alveg út úr myndinni en þið skiljið (eða ættuð allavega að gera það) hvað ég er að tjá mig hérna.

Get samt ekki beðið eftir mh-árshátíðinni!! Ég er samt að passa mig að hlakka ekki of mikið til af því að þá á ég bókað eftir að missa miðann minn til einhvers ofvirks busa, þeir eru alveg rosalegir busarnir í ár maður..sjít. Þeir eru bara að deyja úr virkni á öllum sviðum! Allir á föstu og allir á öllum viðburðum hjá MH og allir niðri í bæ um helgar...kreisíness!

Hulda sannaði sig sem meistarakokkur í gær, gott hjá henni...ég átti einhvern þátt í þessari listamáltíð ennnn Hulda var búin að vera að í svona sex tíma svo ég legg til að hún fái allt kreditið fyrir þetta, brjálsemi alveg hreint!

Drop it like it's hot- Snoop dog feat. Pharrell Williams

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

eins og búmerang..

Nú þyrstir mig í að fá að vita eitt..

...Usher eða Justin ?

Annars bara gaman saman á balli í kveld!!!!


Það verður margt merkilegt á seyði þar, fólk í kjólum og læti.

Datt bara í hug að fleygja einni stutti og súrri færslu hérna inn snöggvast.

Er bara að hanga þar til ég má fara í sturtu..skemmtum okkur í kveld ballfarar!



sunnudagur, febrúar 06, 2005

það er sko bara selfsuicide! -HK-

Amma er hress kerling. Hún kom hingað í dag alveg ógeðslega hress og full tilhlökkunar. Mamma var nefnilega búin að þvo fjórar vélar og amma BAÐ um að fá að koma og strauja þvottinn. Hún er búin að standa niðri alveg brjálæðislega ánægð með straujárnið annarri nokkuð lengi og gleðin virðist ekkert á leiðinni burt. Mikið væri lífið nú auðvelt ef öllum þætti svona tryllingslega gaman að strauja.

Árshátíð á fimmtudaginn..það verður fjör! Ekki jafnmikið fjör og árshátíð + eðalvagn reyndar en samt afskaplega heitt.

Ég horfði á Idol á föstudagskvöldið og það var nú bara fínasta afþreying en guð minn góður ég skil ekkert hvað mér fannst svona hryllilega skemmtilegt við þetta í fyrra! Þá var bara möst að fara í idolpartí hvern föstudag sko..en núna er ég búin að sjá tvo. Og hafði ekki nærri því jafngaman af og í fyrra. Samt fær litli ljóti mörg þúsund virðingarstig fyrir að taka Gaggó Vest..!!

Area codes- Nate dogg & Ludacris
Redemption song- Bob Marley
Into dust- Mazzy Star

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

OMG

ég er svo villt, ég á að vera að leika mér í orðabókaleik á netinu í enskutíma..


...en ég er ekki að því!!!

villingurinn kveður

|