föstudagur, febrúar 27, 2004

NÚJÆJA! Gettu betur keppni MH er lokið en henni lauk með stæl..við duttum út á móti MR eftir jafnan og hörkuspennandi leik. Þannig var það nú að MR burstaði okkur ekki neitt eins og að fólk hafði kannski búist við og þ.á.m hrokafullu MR-ingarnir. Ó nei gettu betur liðið okkar í MH hefði unnið væri hann Russel Crow ekki með svona stæla, svona vera frá Nýja-Sjálandi en ekki Ástralíu stæla.

Ársthátíð okkar MHfólks verður haldin í kvöld og það á Hótel Selfossi, sama hve steikt sem það gæti hljómað:s Allavega þá þarf ég ekkki lengur að óttast það að drukknir unglingar fari sér að voða með því að hlaupa út í Ölfusá. Ég las nefnilega leyfisbréfið og þar stendur að með í för verði 7 manna gæsla á vegum hótelsins, 20 manns frá Björgunarsveit Ársæls og 3 eða 4 kennarar frá skólanum. Svo verður bara að koma í ljós í kvöld hvernig fer..munu Jagúar og plötusnúðarnir standa sig vel í að halda uppi fjörinu? Vonum það besta:D

Það er allt voðalega skemmtilegt í dag, ég var í fríi frá skólanum vegna þess að lagningadagarnir eru í gangi og ég náði 12 punkta dæminu í gær. Svo ég var bara daddara heima í allan dag. Það er bara eitt sem að dregur úr mér stuðkraftinn og það er sú staðreynd að seinasta klukkutíman hef ég varla heyrt með vinstra eyranu..Það þykir mér ekki nógu sneddí. En það kemur nú bara með tímanum..!

Skemmtið ykkur vel í kvöld og gangi varlega um gleðinnar dyr dýrin mín!!:D

Vala fína árshátíðarpína=)

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Góði Guð.

Viltu hætta að líma popplög við heilann minn? Þú mátt vinna einstaklega mikið í því að losa hausinn minn við Toxic.

Takk fyrir....Kveðja Vala.


þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Híhíhíhí það er til allt of mikið af furðulegum hlutum á netinu..waaaay too much i tell ya! Allavega þá rakst ég á e-ð sem að heitir Happy tree friends í dag og hér er slóð á einn þátt af þessu rugli. Stutt, laggott og svolítið blóðugt..http://www.happytreefriends.com/watch_episodes/flash/havin.html . Og já ég kann ekkert að gera linkinn í blogginu svona þannig að maður smellir bara á hann og fínerí. Svo gerið bara c/p og njótið ve:D

Vala..bara fín..ekki æði heldur bara fín! grr..! Þú ert lúði!

mánudagur, febrúar 23, 2004

Kók er ekki góður drykkur, hann veldur vonbrigðum og er ekkert spennandi. Þegar ég fæ mér gos vil ég finna bragð af því en ég finn ekki bragð af kóki. Ferlið að drekka kók (þetta gildir alla vega um mig) er að ég helli þessu bara upp í mig. Síðan meiða bubblurnar mig svolítið í munninum af því að þær eru svo brjálaðar. Svo kyngi ég og gamanið búið! Það kom ekkert bragð..! Eina sem að þetta skilur eftir sig er sykurskán yfir allar tennurnar. RARR! Ég verð svo reið af því að hugsa um þetta...þetta..þetta ógeð..RAAARRGLKHAFSDLHKASDFLÆHJKSDAFLIHÆ!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Það hefur nú svosem ekkert merkilegt á daga mína drifið síðan síðasta bloggfærsla var skrifuð..að ég held. Reyndar er ég búin að sjá Gothika núna og það er eitt stykki mynd sem hefur fengið aaallt of mika umfjöllun verð ég nú bara að segja. Þessi mynd er alveg svona *BREGÐ* og ókei mér brá mikið....oft..en samt skil ég ekki í hvað það hefur miiikið verið talað um hana. Hún er svona ágæt afþreyingarbregðimynd en ekkert meira en það. Skil vel að hún hafi fengið svona laka dóma í Fréttablaðinu(held ég að það hafi verið, kannski DV, alla vega fékk hún e-s staðar 1 stjörnu).

Ég var að spá, þegar að Kalli Bjarni gefur út disk og öll þau læti. Ætli að hann verði svona fáránlegt æði í ÖLLUM blöðum eins og Birgitta Haukdal og Jónsi voru eða réttara sagt eru. Það væri geðveikt furðulegt af því að hann er svo ótrúlega venjulegur gaur e-ð. Bara lítill palli frá Grindavík sem að vildi vera svalur svo að hann ákvað að fara í Idol og fylla hárið sitt af strípum. Jæja, betra að hann vann en Ardís eða Jóninn. Ooooo jæja núna er ég hætt.....komið nóg..í bili..MÚHAHAH!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Nú þykir mér það nokkuð ljóst að ef að maður les lífræði mjög lengi og glósar hana líka fer það illa með heilastarfsemina og sálina. Ég var nefnilega að gera þetta tvennt í gær og það ekki lítið og þetta olli því að ég fór að velta því miiikið fyrir mér hvort að ég lifði ekki í þeim raunveruleika sem að ég held. Semsagt þá var það pæling gærkvöldsins hvort að kannski væri 'heimurinn' okkar inni í líkama á manneskju og við erum bara e-r frumulíffæri. Ísland bara fruma og bílar himnubólur til að flytja efni á milli frumuhluta í. En svo ákvað ég bara að þessi kenning væri ekki sönn vegna þess að það gerði mig leiða að ég væri kannski bara e-ð lítið ljótt frumulíffæri.

Svona líffræði fer sannarlega illa með mann..annars þá gekk prófið í þessu rugli alveg ágætlega bara. Ekki neitt upp á 10 heldur bara svona 7-8..sæmilega barasatstastastasta. Fjúhff! Það er svo mikil aksjón í sjónvarpsþáttum stundum að maður er gjörsamlega að missa sig. Núna er bara verið að ráðast þvílíkt að 'diner-num' í gædín læt..og allir sofa hjá öllum og ljúga að öllum!!!

Úffaharahpúffharah!! Bráðum fæ ég hreinlega æfingaleyfi og get þá bara farið út að skottast á bíl með mömmu/pabba/Möndu í farþegasætinu þegar mig langar og e-r af þessum þremur geta. Reyndar mun Manda örugglega aldrei sjá um þetta embætti þar sem að hún býr ekki hér heima lengur en hún er með aldur til svo ég gat ekki skilið hana útundan. Eeeníhú..e-ð skemmtilegra kallar nafn mitt svo að ég er faaaaarin:)

Vala=)

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Af hverju er ekkert skemmtilegt og vel heppnað núna? Hvað er að fólki? Af hverju gerir fólk svona hluti sem að mér mislíkar? HVAÐ ER AÐ SUMUM ÞARNA ÚTI!?!?!?!

laugardagur, febrúar 14, 2004

Váááááááá gott stöff gott stöff! Árshátíð Framtíðarinnar OWNAÐI..það var allt svoooo skemmtilegt bæði þetta fyrirpartí hjá ókunnuga fólkinu í Laugardalnum og ballið sjálft líka.

Svo var líka afmælið hennar Mörtu McSmörtu í gær og það OWNAÐI eins og árshátíðin nema að í afmælinu fékk maður mat og nammi og drykki og aðra vafasama drykki. Það var allavega voðalega skemmtilegt þó að það hafi ekki verið neinn DJ Paul Oscar þar.

HEY það er helgi þannig að maður verður að vera glaður af því að á morgun er seinasti dagurinn í helginni og þá er maður ekki glaður yfir því þar sem að þá er helginni að ljúka. En á mánudaginn þá eru allir óánægðir vegna þess að þá þarf Vala að fara í skólann og vera þar í fimm kennslustundir. Svo eftir skólann fer hún út að keyra og þá verða allir hræddir af því að Vala er ekki sniðug..og ég veit ekki hví ég tala í þriðju persónu.

ÉG HEF EKKERT AÐ FUCKING SEGJA..OMG OMG OMG..nei djók ég er spök.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þegar að ég hélt að ég gæti ekki slegið sjálfri mér við á sviðinu verða-húkkd-á-hallærislegum-þáttum komk ég sjálfri mér sannarlega á óvart..jámm þú gast þér rétt til, ég er alveg oofurhúkkd á Paradise Hotel. Þetta þýðir það að einu tveir þættirnir sem að ég horfi nær ALLTAF á eru Leiðarljós og þessi fyrrnefndi:| Þessir þættir eru reyndar alveg ooofurspennandi þegar maður er kominn inn í þá, ég meina það eru allt í einu ALLIR á móti greyið Beau sem að ER beau. En þó hefur hann varla neitt gert, elsku krúsídúllan hans var bara send heim í þættinum á undan þeim sem að ég var að horfa á áðan. Svo það gefur að skilja að greyið er ekki upp á sitt besta. En já, ég skal hætta að tala um Paradise hotel núna:)

Ég gerði svolítið skemmtilega uppgötvun um daginn, ef að ég ýti tvisvar á Ans takkan á vasareikninum mínum kemur út íslenskt blótsyrði. ANSANS..HAHAHA! Ohh fjúfffhh ég elska þetta gjörsamlega. Svo get ég líka skrifað fkn..0mG. Þetta er nú ekki nógu sniðugt blogg nema skoh ég er ekki nógu ánægð hérna. Á fimmtudagskvöldið var planað að fara í rooosalegt fyrirpartí með MR bekkjum fyrir árshátíðina þeirra en neiii! Þá ákveða MR-ingar að fara á ótrúlega skemmtilegt hey-höfum-gestalista-flipp..RARR!! Svona framkoma fellur sko eeeekkiiii í kramið hjá mér..jæja, það hlýtur að vera góð útskýring á þessu. Afsökunin sem að ég hef heyrt er fjöldatakmörkun því að salurinn er lítill en hvort að ég vilji trúa því er svo annað mál:p Neinei þau eru ágæt..nema sum náttúrulega.

Hey! Sjö mánuðir í ökuleyfið mitt..eða e-ð um það allavega!



Og já, þetta er mynd af honum Beau úr Paradise hotel:)

Vala chauffeur kúlist:)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Marta, þú ert blóm í engi og umrætt engi er hópur fólks sem að dýrkar þig og dáir..og blómið, það ert þú. Þú hefur ætíð verið mér góð og klappað mér á kollinn. Þú ert geðveikt fínn náungi og engið mun halda áfram að stækka þar til að það getur ekki stækkað meira. Þú býrð á hæð sem að kennir sig við rjúpu en þó ertu alls engin rjúpa. Dýr ertu svo sannarlega en aðeins tignarleg sem álft eða eigandi heiminn eins og ljónynja eða tígrisdýr. Já Marta þú ert tígrisdýr. Tígrisdýr heimsins jafnt innan Garðabæjar sem utan..jafnt innan Íslands sem utan..jafnt innan Evrópu sem utan. Við vitum það öll að þú munt giftast Brad Pitt þegar að hann skilur við Jennifer Aniston og að hann mun klæðast kjól í brúðkaupinu.


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ:D:D


sunnudagur, febrúar 08, 2004

Vámm!! Gæti maður verið aðeins svalari?? Ég var brummandi um götur Reykjavíkur áðan og það var bara algjör megasegastuð. Maður var alveg bara krúsandi um bæinn sötrandi gin og djús!

Þessa helgina gerði ég nú ekki margt, fór bara á MH-sullið í Norðurkjallaranum og það var voðalega sniðugt..Kolli og co. stóðu sig að sjálfsögðu með prýði og gerðu okkur gömlu Hlíðskælingana stolta. Það voru flestallir standandi sig með prýði þarna líka en auðvitað voru RoK bestir skohhh..það segir sig bara sjálft ;)

Núna hef ég séð myndina Rockstar og hún er alveg ágæt. Samt alveg yndislega gay að labba um í e-m stuttum, þröngum leðurjakka og nærbuxnalaus í leðurbuxum. Og að sjálfsögðu með jakkann opinn og í engu innan undir. Lífið er lag og ég hef ekkert að segja!

Vala chauffeur.......ÚJE

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

SJIT, það er nokkuð ljóst að 'sjónvarpsmenningin' eins og hún er í dag kemst ekki mögulega á lægra plan. Skjár1 ákvað að kaupa þátt(þætti?) um brúðkaup Tristu og Ryan!! Þessi þáttur er svo glataður, jájájá ég er að horfa á hann, en þetta er samt svooo lélegt að mig langar til að kasta upp. Ég meina ok þau eru þarna tvö saman að skoða hvernig allt á að vera, hvernig verður með borðin og borðskreytingar og svona læti. Hún virðist vera voðalega hrifin af þessum væmna lit sem að bleikur er og gaurinn er svo mikill fáviti. Í staðinn fyrir að segja við verðandi brúði sína að honum mislíki þetta, hleypur hann afsíðis með myndavélinni og kvartar yfir öllum þessum bleika lit! Hún sér það í sjónvarpinu hvort sem er..! Þetta er svo falskt og mikið rugl!

Ohh hvað verður nú gaman á morgun e-n tímann eftir 13:50, þá verð ég búin í stærðfræðiprófinu sem að hefur hangið yfir mér eins og vofa alla þessa viku. Þar sem að ég hef lært frá þriðjudegi þætti mér meira en lítið sanngjarnt að mér gangi vel á þessu fyrsta prófi annarinnar fyrir utan dönskuprófið í dag. Hvað er málið með að danska sé svona mikið áhersluatriði í skóla? Ég meina fokk..það er svo pirrandi þegar það er próf einhvern tímann að maður þurfi svo að lesa e-n dauðatexta í dönskubókinni fyrir sama dag. Allt af því að við fáum e-a monninga fyrir að láta kenna þetta hérna í skólum. Danskan kemur manni að enn minni notum en þýska og franska hérna í skólum!

Allt er svo gott og fallegt núna..MR árshátíðin nálgast óðfluga og MH árshátíðin tveimur vikum eftir það. Ég hlakka svo mikið til MR tíðarinnar að ég get varla ímyndað mér hvernig MR-ingunum sjálfum líður. Það er reyndar ekkert fréttnæmt búið að gerast hjá mér sem að ég get greint frá nema að ég uppgötvaði að gaur sem að er með krökkunum í bekk í MR er frændi minn*omg*. Núna er ég svo sannarlega komin með það á tandurhreint að ég bý á litla litla Íslandi.

Fuss þetta blogg er allt of langt, ég stöðva málflæðið..NÚNA

->Vala fína<-

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég verð nú bara að upplýsa ykkur lesendur bloggsins um það að hann Brynjar vinu rokkar, Blönduhlíðarbúi og MH-ingur með meiru er kominn með allglæsilegt blogg:) www.folk.is/binnibomba


Kíkið á það..það er ekki mikið komið en samt er þetta fyrirmyndarsíða! Enda hann Brynki boy fyrirmyndardrengur:D

Vala:p

Núna er ég heil manneskja, ég er búin að sjá myndina L'adversaire á franskri kvikmyndahátíð. Hún er ótrúlega góð þó að þetta sé ekki spenna og hasar og læti frá upphafi til enda. Ég mæli eindregið með þessari mynd, nema kannski fyrir fólk sem að vill hafa svona spenna,spenna, læti læti, farsi, farsi..aaalla myndina.

Allavega þá er ég eitt stykki mjög hamingjusamt barn núna þessa dagana..ég er búin með söguverkefnið mitt, já það er satt, þessi viðbjóður er farinn:D Ooog ég fékk líka 9 fyrir fyrirlesturinn minn í íslensku sem að ég var að drepast úr kvíða fyrir :) Lífið er sannarlega lag. Svo má ekki gleyma því að það styttist óðfluga í MR árshátíðina en ég ætla að sjálfsögðu að skella mér á hana ásamt öðru vönduðu fólki úr MH og náttúrulega MR.

Það verður fjör, mikið gaman, mikið stuð:D Sjáumst heil síðar..ég ætla að fara og læra stærðfræði..próf á föstudaginn:O:O:O

VALA FÍNA OG GLAÐA OG FÍNA!

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Helgin er nokkurn veginn bara búin og ég kom sjálfri mér mjög mikið á óvart þessa helgina...

Í gærkvöldi horfði ég(myrkfælna stelpan sem að sefur með kveikt á trítli í glugganum á svefniherberginu) á mynd um tannálf sem að drepur fólk. Þetta var reyndar ekki beint tannálfur, heldur e-ð svart róðarí sem að var rifið að neðan og flauuuug um allt voðalega öskrandi og gólandi. Oog það merkilega er að ég æpti ekki neitt miðað við aðra samhorfendur mína. Ég þurfti að taka strætó upp í Kópavog til að glápa á vídjó og jeminn einasti hvað þetta er flókið húúúd..endaði með að ég elt einhvern Indverja sem að var með mér í strætó í þeirri von um að hann væri á sama ferðalagi og ég.

Nóg komið af þessu hjali..ég ætlaði að hafa e-ð voðalega mikið að segja en það lítur út fyrir að ég sé akkúrat andstæðan við það. Heeey! Ég var núna rétt í þessu að muna eftir Stranda-og Vallagötuátakinu! Hvernig ætli að það gangi?? Vonum að fólk sé ekki alveg að flopp á því af því að þá er lífi mínu lokið..*sniff*


VALA EHEHEH!

|