miðvikudagur, janúar 28, 2004

Jájájá stúlkan er komin á lappir og hún er glöööööð! Lífið er sannarlega lag þegar maður fær að fara út í fyrsta sinn eftir veikindi. Í morgun á leiðinni í skólann greip mig ótrúlega sterk löngun til þess að valhoppa en ég sat á mér..vildi ekki valhoppa og detta svo eða e-ð. Í staðinn skokkaði ég bara í skólann..alveg með ólíkindum hvað maður er asnalegur á hlaupum með skólatösku á bakinu. Líkist frekar mörgæsahlaupi en manneskjuhlaupi.

Áðan sá ég á netinu e-a síðu sem að er með slóðina www.netloggan.blogspot.com, á henni eru meint samtöl barnaníðinga við gaura sem þykjast vera litlar stelpur og bösta svo gaurana þegar þeir fara að vera heitir. Þ.e þegar þeir verða svo æstir í að hitta litlu stelpurnar að þeir gefa símanúmer og nafn upp og læti.

Kannski er þetta reyndar ekki satt..en kíkið bara á þessa síðu og sjokkerist eins og ég gerði þar til að Sölvi benti mér réttilega á að maður eigi ekki að trúa öllu sem að maður les á netinu. Þetta er samt aaaalgjör viðbjóður..einn gaur fer alltaf í e-n leik þar sem að hann er alveg spóóólgraður að gera gróófa hluti. Hérna er brot úr einum af þessum leikjum:
[01:22] [sjamps] (fer hraðar inní þér og fastar og kreisti brjóstin á þér)
[01:22] [sjamps] aarrhhhhhhhhh ohhhhhhhhh ohhh beiiiibbh
[01:23] [sjamps] oohhh jááá´´aaa beeiihb
[01:24] [sjamps] hveeeehhhrinig finnst þérrhh bööhllurinn á ohhh ohh mérrhh?


Reyndar er sumt af þessu fyndið af því að manneskjan sem að perrinn er að perrast í gerir svo lítið úr honum með litlum viðbrögðum..

[17:57] [sjamps] (sleiki brjóstin á þér og læt risavaxinn liminn færast inní þig)
[17:57] [sjamps] ooohhhhhhh þ´rrrrrtthhh þröngggh
[17:58] [hotXXX] a
[17:58] [sjamps] ohhh jáááhhhhh hverrnnihg finnstth þér aððhh vera með böllinnhh inní þeeeeehr
[17:58] [sjamps] ?
[17:59] [hotXXX] gott
[17:59] [hotXXX] hvenær áttu afmæli


Núna er komið nóg af sjúku dóti fyrir daginn í dag!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Einu sinni á fögrum júlímorgni sátu tveir fílar uppi í tré að prjóna marmelaði, þá skyndilega flaug belja framhjá. Setti annar fíllinn þá upp mæddan svip, andvarpaði og sagði með mæðu í röddinni: 'úff! Allt er nú til!'


Þetta var brandari dagsins....BARAMMBAMMTSSSS..hann hefur gengið í erfðir hjá fjölskyldu minni ömm eða já sko þannig eitthvað æðislegt.

mánudagur, janúar 26, 2004

ÚFFARAPÚFFARAKALLABAMM!!!!
Ég prófaði að horfa á þáttinn Dawson's creek fyrr í kvöld og guð minn almáttugasti hvað þetta eru óendanlega leiðinlegir þættir. Hef áður gefið þessu rusli sjens og þá komst ég einmitt að sömu niðurstöðu, þetta er hörmulega leiðinlegt. Manneskjan sem fékk hugmyndina að þessum þáttum hefur bara einu sinni verið heima hjá sér á rauðvínsfylleríi þegar henni/honum datt allt í einu í hug að þættir um vini sem að væru alltaf sofandi hjá hverjum öðrum og svo grátandi daginn eftir yrðu vinsælir. Sem var raunin...þetta varð vinsælt! Ef að ég væri á dánarbeðinu núna og gæti fengið svar við hvaða spurningu sem er myndi ég spyrja: hvernig varð dawson's creek vinsæll þáttur? Kannski að maður skildi þetta betur ef að það væri einhver piparkökustrákur sem að leikur aðahlutverk en NEI! Það er einn gaur með hátt enni og annar sem að er líkari dýri en manneskju.

Úff gott að létta aðeins á sér..Aðeins eitt er verra en Dawson's creek og það er heilsa mín í augnablikinu. Ég er í maski!

Vala veiklingur

sunnudagur, janúar 25, 2004

OJ oj oj oj oj! Er mögulega til verri og leiðinlegri leið til að ljúka helginni?? Ég er svooo heppin að í dag ákvað ég að vakna geðveikt kvefuð og frekar hálsbólgin svo til að toppa þetta og hafa hina fullkomnu þrennu, er ég líka með eyrnaverk. Þessi helgi hefur kannski verið ágæt í heildina séð en reyndar tíðindalítil með meiru. Gerði ekkert svona til að segja frá nema öh..í gærkvöldi tók ég myndir og setti þær inn á myndasíðuna mína: www.picturetrail.com/vala1 Það er allt voooðalega spennandi skoh.

Mig langar í bíó í kvöld, mig langar að sjá einhverja fullkomlega heilalausa og ógeðslega lélega mynd á breiðtjaldi. Myndi þess vegna fara á Uptown girls sem að gellan með baugana leikur í..eða ok kannski ýki ég smá núna. Tek hana frekar á vídjó eitthvert kalt nóvemberkvöldið..eða eitthvað. Mig langar allavega í bíó eða að taka e-ð dót á vídjóleigu í kvöld!!!

Ég fékk nýjan geisladisk á föstudaginn, það var svaðalegt stuð, en ekki jafnmikið stuð og var á ballinu þetta fimmtudagskvöldið. En ég er mjööög sennilega búin að tala um ballið svo kannski ég ætti bara að kött ðe krapp og slútta þessu innihaldslitla en þó svolítið langa bloggi..? Pæling hvort að maður skelli ekki einhverri fallegri mynd hérna inn..hmm..haa..?



Það var svooooona mikið stuð hérna í gærkvöldi! Það voru reyndar nokkrir aðrir hér sem að sjást ekki á myndinni..SKANDALL!

Vala

laugardagur, janúar 24, 2004

Þá er ég búin að sjá Baywatch myndina(BAYWATCH-Hawaïan wedding). Við Katla tókum hana í gær og horfðum á hana ásamt Jósa, sem að tókst einhvern veginn að sofa yfir þessari háspennumynd! Þessa mynd prýddi flest allt sem að þarf til að hafa gott skemmtanagildi. Snoppufríðir gaurar með fríða maga og fyrir strákana eru gellur með über stór brjóst en vanskapað mjóa maga svo var vondur kall og góður kall. Og bara allt voooðalega spennó. Það var reyndar líka vond kona í kvikmyndinni svo að þið sjáið það lesendur kærir að þessi mynd var samansett úr mörgum fullkomnum þáttum.

Allavega þá er helgi svo að máské væri gífurlega sniðugt að fara að gera eitthvað af viti hérna á þessu landi ísa. Er að spá í að setja inn enn eina Baywatch myndina en fyrst verð ég að lýsa yfir óánægju: David Charvet kom ekki á óvart með því að vera í myndinni og David Chokachi(Cody!!) var ekki heldur!

Vala!

fimmtudagur, janúar 22, 2004




Ég vanda mig ekki svona mikið við að setja á mig svitalyktareyði...

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Jæja þá er bara skólavikan hafin og allt orðið eins og það á að sér að vera. Þessi vika líður svo hægt eitthvað! Það er bara þriðjudagur en mér finnst eins og að það eigi allavega að vera kominn miðvikudagur. Kannski er það bara af því að ég hlakka svo tli að fara í eftirpartíið eftir söngvakeppnina á NASA næstkomandi fimmtudagskvöld. Gullfoss og Geysir ætla að halda uppi stuðinu og svona..það lítur allt voðalega vel út í sambandi við þetta róðarí.

Núna vitum við það öll að kiwi er góður ávöxtur til að narta í, þetta er lítið en þó verður maður alveg saddur af þessu. Gaman að þessu, gott að geta borðað eitt kiwi svona inn á milli. En það er ekkert gott að blogga um það held ég:|

Prófaði að troða nýjar slóðir hérna á þessu bloggi mínu með því að búa til annað svona sidekick blogg sem er þá svona skrifað um vinina og kunningja. Reyndar er það ekki alveg tilbúið en það kemur allt saman með tíð og tíma. Það er svo erfitt að finna eitthvað skemmtilegt og gott og yndislegt að skrifa um ykkur öll!!

ARG!

sunnudagur, janúar 18, 2004

Vááááááááááááááááaááááááááá!!!!! Ég er svo ótrúlega sátt við úrslitin í Idol að ef að ég væri mikið sáttari ætti að banna mig. Kalli ownaði þetta úrslitakvöld svoooo mikið í gardínujakkanum sínum og með röddina sína og bara allan karakterinn að bara pant ég vera grúppían hans þegar hann byrjar ferilinn!! Eða nei kannski ekki..það væri ekki gott að vera grúppía hjá svona gömlum dúdda.

Þessi helgi var nú aldeilis skemmtileg..aldrei hef ég lent í svona undarlegu partíi..né pantað pizzu svolítið seint að nóttu..og svona sniðugt. Það er allavega skemmtilegt að vakna á sunnudögum þegar að helgin hefur heppnast vel svo að maður getur hugsað aftur og skemmt sér við það.

Það er samt svolítið undarlegt að Idolinu sé lokið af því að núna er ég ekki komin með garanteraða skemmtun á föstudagskvöldum á þessum tíma. Ég þarf aftur að byrja að leggja höfuðið í bleyti til að finna út hvað sé hægt að gera sér til skemmtunar...semsagt eins og á laugardagskvöldum.

ARG þetta blogg er rrrrrrrugggl en ég hef ekki bloggað síðan á miðvikudag svo ég verð hreinlega að birta þetta svo að síðan mín deyi ekki bara! :O



miðvikudagur, janúar 14, 2004

Núna get ég með sanni sagt að ég sé alvöru manneskja sem hefur upplifað margt og mikið á ævi minni. Því að í gær þá skellti ég mér loksins á Hringadróttinssögu; Hilmir snýr heim. Þ.e LOTR 3 eins og hinir hörðustu segja. Allavega þá var þessi mynd bara mögnun og aldrei hef ég fellt jafnmörg tár yfir einni kvikmynd..og voru það bæði tár gleði og sorgar.

Annars þá hef ég nú bara ekkert að segja, skammaðist mín bara svo mikið fyrir að vera ekki enn búin að sjá þessa mynd svo að það þurfti að setja það á netið að ég væri búin að því!!!!!! Svo já, ég er búin að gera uppgötvun..Hey Ya með Outkast ER skemmtilegt lag. Og Ást með Ragnheiði Gröndal á að vinna verðlaunin fyrir besta lagið á Íslensku Tónlistarverðlaununum í kvöld!

Skemmtið ykkur vel börn mín góð..:)

mánudagur, janúar 12, 2004

Jæææææææja þá er helgin bara búin og skóli á morgun..þessi helgi var sannarlega skemmtileg og ég lauk henni með stæl. Já það var rétt hjá þér lesandi kær, ég lauk henni með bíóferð á sunnudagskvöldinu, þ.e.a.s ég fór í bíó í kvöld. Og myndin sem að ég var tekin á hét In the cut, myndin sem að Hilmar Örn Hilmarsson sá um tónlistina í. Jiiii minn einasti og besti eða kannski bara versti hvaaað þetta var hörmuleg mynd! Þetta minnti mig næstum því á það þegar ég var í bíósalnum á Legally blonde 2..nema núna leiddist mér aðeins minna. Þessi mynd var nefnilega smá oggu pínu ponsu spennandi á köflum. Allavega þá er ég fjarri því að mæla með henni..enda var fólk nú bara fegið þegar hún var búin heyrðist mér.

Í gær horfði ég líka á myndina Deep rising, hún var spes, alltaf svolítið gaman af svona myndum um ristastórar sjávarslöngur og fólk í gígantísku skemmtiferðaskipi. Allt í lagi afþreyingarmynd en samt, ekki nein gæði..það voru margar slöngur og ein fáránlega stór. Það dró aðeins úr kúlinu hennar. Allavega, þegar þessari mynd var loksins lokið var sú næsta sett í. Dreamcatcher..og ég neitaði að horfa á hana þegar ég komst að því um hvað hún er! Ég þori ekki að segja neitt um það hér af ótta við að e-r ætli sér að sjá hana án þess að hafa hugmynd um það hvað hún fjallar um.

Nóg komið af hjali..ætti að fara að sofa bráðum af því að ég verð náttúrulega ein í líkamsrækt í fyrsta tíma á morgun..AVUUUHÚ!

Vala..og já eitt enn...EKKI NOKKURN TÍMANN SJÁ IN THE CUT!!!!!!!!

laugardagur, janúar 10, 2004

Jeij! Þá er bara helgin hafin á ný og Idolið tók rétta ákvörðun í kvöld..loksins! Miðað við að Helgi var kosinn burt þar síðast..ég er enn að jafna mig eftir það sko:| Æji allavega þá er ég eiginelga bara að blogga til að auglýsa myndasíðuna mína nýju:D www.picturetrail.com/vala1

Góð síða og mynd af góðu fólki!!!!


GÓÐA HELGIIIIIIIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ég er svo glöð, hann Jósi gladdi mig svo mikið með þessari mynd af kettinum mínum. Þetta er semsagt listaverk eftir hann...kötturinn minn að baða sig í sólinni á fjarlægri eyju þar sem að allt er gott. Já, kötturinn minn er á stað sem að mann sjálfan dreymir oft um að vera á þegar janúar herjar á mann með leiðindaveðri.

Úff! Það hefur verið hált svo leeeeeeengi..síðan ég byrjaði aftur í skólanum hef ég dottið tvisvar á leiðinni í lærdómshúsið. Og í dag og í gær lét ég mig eiginlega bara renna alla leiðina heim til mín frá MH. Það var skemmtilegt en mjög hættulegt! Maður er með svona öran hjartslátt í allri þessari spennu. „DETT ÉG? DETT ÉG EKKI??!"

Núna birti ég hugsanlega seinustu Baywatch myndina í bili, ég var ásökuð um ósæmilegan hlut út af þessum myndum af (bráðmyndarlegum) strandvörðum sem hafa birst á blogginu mínu undanfarið. Þetta er semsagt hópmynd af fallega fólkinu í Malibu.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Það er átakanlegt að hugsa til þess hvað maður var ungur og vitlaus þegar Baywatch þættirnir voru sýndir hvern laugardag á RÚV. Ég og Soffía vorum t.d að ræða um það áðan, að í stað þess að setjast niður og njóta þess fullkomlega að horfa á dúndurkroppa hlaupa í fjörunni í fjörutíu mínútur einu sinni í viku, vorum við gagnrýnandi lélega leikara. Ég vil að þið gerið ykkur grein fyrir hvað það er heimskulegt, jafnt strákar sem stelpur. Núna skoða ég myndir af sætasta gaur sem að ég veit um(fyrir utan þig Titi minn auðvitað) og hann var í þessum þáttum..hlaupandi um, með beran fallegan magann! Ohhh þetta reynir svo á!!!!!!!!! Jæja, allavega, hérna er ein mynd handa stelpunum og strákunum þarna úti sem að lesa þetta blogg og eru sammála mér um þetta. Þau sem voru ekki sammála mér á meðan á lestrinum stóð..þeim snýst hugur við að sjá þessa mynd;) Strákar..ég hugsaði líka til ykkar! Svo tillitssöm er ég:D

ARG! NEI! Ég get ekki lengur sett myndir inn með bloggum, það kemur bara e-ð ansvítans X yfir myndina svo að hún birtist ekki heldur bara lítið x inn í rauðum innrömmuðum hring!!! Hjálpið mér í guðanna bænum..annars þarf ég aftur að fara að hamast við að segja eitthvað skemmtilegt í stað þess að setja bara inn myndir með stuttum texta:|!! Ahh gahh og flahh..þetta er algjör skandall. Samt er líka svolítið annað sem að er skandall..í dag fór ég í dönsku í fyrsta sinn á þessari önn og jemundur minn eini! Ég er AFTUR ein í dönsku..þetta er einmanalegasta önn sem að ég mun upplifa:S Ég er ekki með neinum sem að ég þekki í náttúrufræði, dönsku, líkamsrækt né frönsku! Sjæt! Á seinustu önn var ég held ég nær alltaf með e-m Hlíðskælingi eða öðrum félaga í tímum. Var með Brynjari, Sigrúnu og Guðrúnú í félagsfræði..Brynjari, Grétari og Örnu í stærðfræði..Brynjari, Lísu og Einari í sögu..Díu,Sigrúnu og Snjólaugu í líkamsrækt..Snjólaugu, Oddi og Heiði í ensku! Ég var bara ein í dönsku þá!! GAHHHH! Og jiii núna er ekki einu sinni mynd til að bæta ykkur upp hvað þetta blogg fjallar um óáhugaverða hluti!!!!! GAHHHH!

Vala..LAGIÐ ÞETTA SVO AÐ ÉG GETI SETT INN MYNDIR Á NÝ!!!!!!!

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Þá er skólinn bara byrjaður á ný! Þetta frí hefur verið langt og gott..samt væri enn skemmtilegra að hafa það mánaðarlangt. Þá væri lífið sannarlega lag til þess að syngja með. Samt ef að maður spáir í það, ef að jólafrí væri heill mánuður, væri maður þá ekki orðinn alveg fáránlega dekraður og væri alveg ónýtur við að byrja í skólanum aftur? Jú ég held það nefnilega..samt..hjá okkur í MH voru þetta þrjár vikur, það er nú svosem alveg nóg:P Núna er ég að horfa á Spider-man myndina, hún er sniðug, samt ekki jafnsniðug og bókin sem að ég er að lesa í annað sinn núna..Blinda eftir José Saramago.

Það er ýkt gaman að setja myndir inn á bloggið sitt! Þess vegna ætla ég að setja inn mynd af sannkölluðum töffurum..þeir eru fínir..þeir gera skemmtileg lög..þeir eru KÚLISTAR dauðans!!!!!


Njótið myndarinnar vel af því að ég hef ekkert að segja..er bara að blogga til að geta sett inn á bloggið mitt myndir!!:D

mánudagur, janúar 05, 2004

Ég var að læra að setja myndir inn á bloggið mitt..svo að núna mun ég sýna ykkur mynd af þeim sem að ég ætla að giftast. Hann er franskur knatti sem að spilar með Arsenall og auðvitað franska landsliðinu. Hann heitir Thierry Henry og er æðislega sætur og algjör hasarkroppur.




Það er ekki búið að ákveða hvenær brúðkaupið verður en þið lesið bara um það í blöðunum..

Núna er ég alls ekki sátt!!!!! Ég var búin að ákveða að sjá Baywatch kvikmyndina um leið og ég frétti að hún væri komin á vídjóleigur landsins..eða allavega Reykjavíkur. Svo fór ég á imdb síðuna og sá að gaurinn (sem er aðalástæða þess að ég vildi sjá myndina) er ekki í henni!!!

sunnudagur, janúar 04, 2004

Ég þoli mig ekki!! Ég er ekki ennþá búin að sjá Lordarann..það er asnalegt og ég skammast mín hálfpartinn fyrir það. Eða sko nei reyndar skammast ég mín ekki, ég er bara pirruð af því að ég er ekki búin að rífa mig upp úr þessu jólafrísrugli og fá einhvern með mér á hana. Hef bara heyrt góða hluti um þessa mynd og miðað við hvað bókin var mögnuð hlýtur myndin að vera upplifun!

Núna fer jólafríinu mínu að ljúka..það er bara skóli hjá mér á þriðjudaginn!! Jiiiiii..þriðjudaginn..úfff það er ekki langt í það..ha! Sjæse, þetta er svo rosalegt. Jæja, það er þó skárra hjá mér en hjá þeim sem að ganga í skóla í pyntingahúsinu niðri í bæ. Þ.e.a.s MR..þau sem voru það óheppin að fara þangað byrja á morgun. Æji ég nenni ekki að dissa MR, þetta er örugglega ágætur skóli fyrir þá sem að eru geim í fullt fullt fullt af nastí prófum.

Idolið á föstudaginn var alveg hreint ágætt að þessu sinni fannst mér bara, alveg sátt við að Tinna færi, samt hefði ég verið enn sáttari við að losna við Ardísi. Sú síðarnefnda er bara gufa, hún er ekkert, ég vissi ekki hvað hún hét fyrr en í þættinum sem var með diskóþema. Hafði bara alltaf kallað hana Spöngu fram að þeim þætti, ef að maður spáir í það er hún nefnilega alveg eins og Spanga í framan. Eeeeeeníhú..þá fannst mér Ardís ekki standa sig nógu vel, hún tók þetta geðveika fjörlag en söng það eins og hún væri að reyna að vera karlmaður. Þetta lag er bara fyrir fjörgaura eins og Kalla. En Kalli var án efa laaangbestur í Idol núna..vona að hann eða Anna vinni.

Nóg af rugli komið í bili..takk fyrir og góða nótt!

Vala

fimmtudagur, janúar 01, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA ÖLL ELSKU ELSKU ELSKU ÁSTARHNOSSIN MÍN!!!!


Það var ýkt gaman í partíinu í gær og ég vil þakka Brynjari fyrir vel unnið verk í partíhaldi...=) Þið voruð öll æðislega skemmtileg í þessu partíi og bara massafjör maður!!!!


NÚ ÁÁÁRIÐ ER LIIIIIÐI Í AAAAAA-ALDANNA SKAUUUT OG ALDREI KEMUR ÞAÐ AFTUR...........!

Kv. Vala 2004

|