mánudagur, ágúst 30, 2004

Fréttir!!!

Þetta biturleikadæmi fer svo fyrir brjóstið á mér að ég gerði tilraun til þess að bæta þetta allt saman..biturleiki.blogspot.com er ekki nógu fagurt url.

Héðan í frá getið þið prófað að slá inn http://hressleiki.tk í staðinn..hitt virkar samt alveg líka sko, ekki málið með það! Bara svona einfaldara og skemmtilegra..og akkúrat hið andstæða :P

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Rangt svar!

Ég hafði rangt fyrir mér!!!

Bloggandinn er ekki meiri í manni á haustin heldur en á sumrin, ég hef sjaldan verið minna í því að blogga og einmitt núna þessa stundina. Skólinn er byrjaður oog svona þannig að kannski er það bara tímarán sem veldur þessari bloggminnkun en samt þykir mér þetta furðulegt!

Sjitt hvað ég er hissa á að James Brown hafi ekki bara dáið á tónleikunum í gær, sá viðtalið við hann í Kastljósinu og hann var bara eitthvað að deyja. Bjóst bara við því að á hverri stundu myndi hann taka upp á því að hætta að anda og barasta hrynja í gólfið. RUGL!

Ohh, alltaf þegar ég er að vinna í bakaríinu og það koma mæður að sækja kökur sem þær létu gera handa börnunum sínum, súkkulaðikökur með Spidermanmynd til dæmis..verð ég svo ógeðslega öfundsjúk og bitur að það er vangefið! Eina svona kaka sem ég hef fengið yfir ævina var fermingarkakan mín sem var einhver marsípanbók(og ég borða ekki einu sinni marsípan!!). Æjh, lífið er ekki alltaf gott!

Svo á ég líka afmæli á miðvikudaginn og fokkt öpp læti.....þetta er svo rosalegt allt saman!!!

(ég er án djóks búin að vera svona tvö ár að skrifa þetta blogg og það er ekkert bitastætt í því!! ég segi upp!!!)

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Zú verdur stirrt og prúd!

Þá er bara allt komið á fullt aftur! Hversdagsleikinn kominn í fullan gang í allri sinni dýrð, það er samt ágætt...gaman í skólanum þannig að það er allt í gúddí.

Þó er maður strax kominn í finnaeitthvaðannaðaðgeraenaðlæra-pakkann en skólinn byrjaði bara í fyrradag!! Þetta gengur ekki! Ég segi upp!

Ég sá mjög leiðinlega kvikmynd um daginn "Corky Romano", hún er jafnvel enn leiðinlegri en ég bjóst við, ekki sjá hana!

Jæja, ég er komin með slæma samvisku yfir að vera ekki að læra svo ég er farin að sinna því í hreina hreina herberginu mínu!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Allt að gerast!

Þessi helgi hefur nú sannarlega verið skemmtileg maðurr! Núna er menningarnóttinni náttúrulega að ljúka og hefur þetta allt verið mjög skemmtilegt..fyrir utan hvað maður er svefnlítill eftir gærkvöldið og nóttina. Ég fékk að labba um miðbæinn með teppi utan um mig í kvöld eftir að ég týndi öllum og það var ekkert sérstaklega vinsælt hjá einhverjum sem virtist ekki fíla gráa flísteppið mitt neitt of vel. Sjálfri finnst mér grátt flísteppi yfir öll fötin manns vera tilvalinn menningarnæturklæðnaður! Annars er hápunktur kvöldsins það að ég endaði í partíi með systrum mínum (22ja og 25 ára), vinkonum annarrar þeirra og systur kærasta 25 ára systurinnar. Mér finnst það nú alveg frekar fyndin uppákoma, hef aldrei séð þær í svona ástandi áður..skrýtið og skemmtilegt eins og skáldið sagði! Í gærkvöldi var líka alls ekkert síðra partí sem að hinar stórgóðu Áslaug og Hildur stóðu fyrir, fengu líka frábærar afmælisgjafir frá mér fyrir vikið!

Núna þarf ég að kvarta: Ætlaði að panta mér leigubíl hjá Eldsmiðjunni áðan og þá bara sagði helvítis kerlingin sem svaraði að BSR sendi enga leigubíl í miðbæinn! Hvert þá ?? Myndi nú halda að mest viðskipti á menningarnótt væru hjá fólki sem væri ráfandi hauslaust um 101!

Núna er kominn tími til að fara í rúmið..takk fólk sem passaði upp á mig og skemmti mér í kvöld !

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Fökk in ðe krímhás of lotts end lotts of pein!

Skólinn er barasta að byrja mar! Þarf að fara að sækja stundatöfluna mína milli 18 og 19 í dag eða á morgun..fer á eftir..ætla að fara kl.18 svo ég nái að leggja inn umsókn um töflubreytingu og svona rusl og samt ekki mæta of seint til Sögu(bókarinnar). Það er eitthvað svo fjarstæðukennt að þessu unaðslega fríi frá skóla og heimalærdómi sé að ljúka, ég meina....ég er orðin allt of vön þessu (frekar) einfalda lífi sem maður lifir á meðan skólinn lætur mann vera!! AKK! Líst ekki á blikuna, mun sennilega verða geðveik bráðlega og einungis segja BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍP....það sem eftir er. Ohh! Hve erfitt þetta líf okkar er! Huh, ég er komin með freknur á handabökin. Spes.
Leiðinlegasta mynd sem ég hef séð lengi (eða allavega þessar fjörutíu mínútur sem ég hélt út) er án efa THE TIME MACHINE með Amöbu(Samantha MUMBA) og þarna gaurnum sem heitir Guy...eitthvað. Mig langaði til þess að deyja, en þægindi sófans sem ég sat/lá í héldu mér fastri. Það er búið að niðurlægja köttinn minn aftur..hann er aftur orðinn að Gollum, rækju, ljóni, Birgittu Haukdal, Lufsu..hvað sem þú vilt kalla það..þá var hann rakaður aftur.
*<---Skemmtið ykkur á menningarnótt..sjáumst í bænum--->* ( ^_^ ) <--- Palli stórhaus.
Lagið: Gaggó Vest- Eiríkur Hauksson

mánudagur, ágúst 16, 2004

Well, I'd love to stay and chat, but you're a total bitch. (Stewie- Family Guy)

Þetta er búið að vera alveg nokkuð skemmtileg helgi svona í heildina! Hélt hún yrði hryllingur af því að ég var í svo engu stuði til að vinna neitt..en neinei, hún var skemmtileg og skrautleg. Maður fór í pottapartí á föskvöldið og var þar í hlutverki perrans sem situr hjá pottinum og talar við hina sem eru hálfnaktir(kom úr vinnunni..nennti ekki að gerast strípalingur svona seint!). Svo í gær var það bara partí og bærinn, reyndar fyrst heima hjá mér að blanda stöff eða sko strákarnir voru í því. Eigum einhverjar svona blöndunargræjur sem nutu sín mjög vel þarna..vöktu mikla lukku hjá þessum blöndurum þarna! Annars þá var ég að spá í það hvort ég ætti kannski frekar að stofna boybandið með sama hætti og Einar Bárða gerði..bara finna svona nonames og skella þeim saman í hljómsveit. Þá verð ég með í þessu dæmi og get bossast um og séð um markaðssetninguna! Fokk Einar, nú er ég komin að hrinda Nylon niður úr hásætinu og Ice Guys geta bara hætt að reyna..! Áhugasamir strákar um að verða stjörnur í skemmtilegri hljómsveit, einskonar strákaútgáfu af Spice Girls.

Í gærkvöldi þá tók ungur maður í höndina á mér og kyssti á handabakið þegar hann heilsaði mér, þetta ættu strákar að fara að taka upp eftir honum og "forfeðrum" sínum! Þetta er svo dannað og skondið, mér brá ekkert smá..skondið dæmi! Annars þá ætti ég held ég bara að fara að koma mér í rúmið og hætta þessu rugli hérna. Langt síðan ég hef bloggað svona "í gær gerði ég þetta" blogg..njótið vel!

föstudagur, ágúst 13, 2004

Ég er komin með það!!!

Hljómsveitin Akrýll verður skipuð þeim Jónsa úr Í svörtum fötum, Pálma Gunnarssyni, Audda (70 mín) og Gaurnum í Á móti sól--> Jónsi verður í hlutverki gaursins sem er bara alltaf í þröngum bol og syngur mest, þ.e.a.s þessi mest áberandi sem að stelpurnar vilja flest plaköt af. Pálmi verður elsti gaurinn(svona eins og ein gellan í Nylon.."mamman í hópnum" eins og þær kalla hana!). Hann verður pabbinn í sönghópnum og mun tala mest í viðtölum, verður tæknilega séð leiðinlegi gaurinn sem tekur þessu öllu allt of alvarlega. Svo verður Auddi sprellarinn sem kann eiginlega hvorki að syngja né dansa heldur er bara þarna og enginn skilur af hverju. Að lokum þá verður gaurinn í Á móti sól þessi sem finnst hann syngja geðveikt vel og talar mikið um lagasmíðar í viðtölum, á tónleikum og í myndböndum syngur hann af geðveikri innlifun en þó heyrist eiginlega bara í Jónsa sem verður þarna hoppandi og skoppandi, dansandi geðsýksilega með bera upphandleggi og í þröngum buxum. Klæðaburðurinn verður ekkert sérstakur svosem..eru í svona akrýlpeysum (auðvitað!) þegar þeir syngja á útitónleikum. En annars verður það bara Jónsi í diesel-gallabuxum og þröngu að ofan(helst ermalausu eins og hefur sennilega komið fram svona sjötíu sinnum....), Pálmi í skyrtu og gallabuxum..ekki þröngum..gamall maður hér á ferð! Auddi verður í skyrtu sem er ekki alveg hneppt svona til að peysan hans A.K.A, bringuhárin,fái að njóta sín almennilega og gaurinn úr Á móti sól verður bara í hljómsveitarbolum til að sýna hvað þeir séu víst miklir rokkarar og öllum er sama um í hvernig buxum hann er.

Friður út til ykkar allra!!!

(Að sjálfsögðu mun enginn þeirra reykja né drekka áfengi á almannafæri...góðar fyrirmyndir og þeir verða vinahljómsveit Írafárs þannig að Birgitta verður dyggur stuðningsaðili þessa verkefnis).

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

NOTHING HAPPENED, ZHERE WAS NO HOLOCAUST, EVERYBODY WAS ON VACATION! PUNCH WAS SERVED

Ég held að ég lifi í blekkingu og búi í rauninni ekki á Íslandi. Allavega fannst mér það ótrúlegt þegar ég steig út úr húsi rétt eftir hádegi og fann varla neinn mun á hitastiginu inni og úti. Ég hélt ég myndi bara missa legvatnið, leggjast í jörðina og hætta að anda. Svo sjokkeruð var ég á þessum atburði! Ég er hætt að vera fegin því að Kalli Bjarni vann Ædolið núna þegar það var í gangi, þetta lag sem hann er búinn að gefa út "Gleðitímar" er hreint út sagt með leiðinlegri lögum sem ég hef heyrt. Myndi hiklaust velja tónleika með Írafár þar sem Birgitta væri að dansa bóndadans frekar en að fara og hlusta/horfa á Kalla boy taka þetta lag. Annars þá sá ég School of rock núna í gær eða fyrradag og svei mér þá ef að þessi mynd var ekki bara nokkuð skemmtileg! Góð tónlist í henni og alles..auk þess þá fékk ég ekkki þá gríðarlega stóru skammta af aulahrolli sem ég hafði undirbúið mig fyrir að fá. Ekki einu sinni ein af þessum sér-amerísku klappsenum þar sem einn byrjar að klappa fyrir þeim sem bjóst ekki við því, og svo klappa hinir líka koll af kolli.
Mæli með henni og lögunum: Touch me- Doors, The Lovecats- Cure, Hungry heart- Bruce Springsteen (minnir að það sé með honum:/), So flute- St.Germain og Too much love will kill you- Queen !

Annars þá vil ég líka biðja fólk um að hætta að láta eins og Austurvöllur sé staðurinn til að halda einhver "allirhundaríreykjavíkþefaafrössunumáhverjumöðrumoghræðavölu"-mót! Stórfelldur misskilningur þar á ferð skal ég segja ykkur!

Njótið blíðunnar sem mun vonandi ekki vera við lýði á meðan ég er að vinna um helgina!

mánudagur, ágúst 09, 2004

Þessi ulpa er svo bleik að hun er glæpur gegn mannkyninu!

Ég var að horfa á bilaðslega spennandi og brútal slag núna rétt áðan, það var kötturinn minn vs. hrossaflugan ógurlega. Þetta er alveg hreint ótrúlegt, ég sá reyndar ekki hvor hafði betur en ég veit að þetta var mjög jafnt.

Af hverju er ekki búið að stofna fyrsta íslenska boy-bandið ? Nylon má ekki stjórna alveg "bara kk eða kvk-band"markaðnum hérna á Íslandi, það er ósanngjarnt og mjög óspennandi! Ætli þessi Ice Guys hljómsveit sé kannski svar karlmanna við Nylon? Þeir eru allavega massaleiðinlegir, svo hver veit ? Kannski er til réttlæti í þessum heimi. Þeir ættu samt að skipta um nafn á bandinu ef þeir upplifa sig sem svar karlmanna við Nylon. Heita bómull eða akrýl..

Á laugardagskvöldið var ég í leiknum eltumeinhvernrandbombíl með henni Signýju(Hún að keyra að sjálfsögðu..enn ca. 23 dagar í mig). Og ég komst að því að fólk er bara eitthvað geðveikt mikið á verði gagnvart því hvort einhver sé að elta sig! Við þurftum ekki að gera annað en að skipta um akrein og þá fattaði gaurinn að við værum að elta hann! Fór einhvern þvílíkan krók til að testa okkur og Signý er ekki nógu kúl til að taka smooth-leikann á þetta og elti hann bara. Söss..ég reyndi að kenna henni en hún lét ekki að stjórn. Ég ætti kannski ekkert að segja..Barði í airbagdæmið á mælaborðinu allt kvöldið þrátt fyrir að hún bannaði mér það skrilljón sinnum :P

Af hverju sefur fólk ekki á sunnudögum ? Það er það sem sunnudagar eru gerðir fyrir! Maður á bara að "iðka" svefn til svona tvö og þá fara að lesa eða hanga einhvern veginn öðruvísi. Mér finnst megasteikt að vakna um hálfellefu og mæta í bíó kl12!

Lag dagsins: Let's go to bed- The Cure (Keypti mér best of diskinn um daginn og hann er of skemmtilegur!)

laugardagur, ágúst 07, 2004

Já, ég er helvíti mikil drusla!

Ég er ógeðslega fúl út í yfirmanninn minn í vinnunni og hann er bara eitthvað fífl sem þarf að fara að ala upp til að hann hætti að skemma góða skapið mitt. Í dag átti ég að vinna dagvakt í staðinn fyrir kvöldvakt og þegar hannn bað mig um það hugsaði ég: Hey! Jeij! Þá get ég notað kvöldið í að gera eitthvað skemmtilegt!! *mikil gleði*. En...svo kom annað á daginn..ég vann til hálftólf. Þetta er ekkert langur vinnudagur svosem en þetta var bara svo hræðilegt vegna þess að frá kl.20(þegar ég átti að fara heim) hlakkaði ég til að hætta og fara að gera eitthvað skemmtilegt. ERFITT LÍF !

Áðan hringdi ég í Eldsmiðjuna og ætlaði að panta mér pizzu en samtalið fór á aðra leið en ég hafði búist við...!

Eldsmiður: Eldsmiðjan góða kvöldið!
Ég: Kvöldið, heyrðu ég var að spá í að panta pizzu hjá ykkur.
Eldsmiður: Viltu bíða í tólf klst ?
(Ég hélt hann væri að benda mér góðlátlega á hvað væri mikið að gera og bara svaraði!)
Ég: Jaah..neeei...ég er nú frekar svöng sko.
Eldsmiður: Við lokuðum hálftólf..
Ég: óh..eeeh..sko..já..allt í lagi..bless

Ákvað að deila þessu með ykkur áður en ég færi í sturtu..

Vahla

25 dagar í að ég verði sautján ára(og líklega bílstjóri!).

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Þetta er eins og kona sem stekkur upp úr stórri köku, svona skonsa!

Ó ó ó ó..

Ég er svo södd og sæl eftir þennan dag! Ég fékk þetta þrusugóða French Toast hjá henni Sögu í dag og það hefur haldið mér glaðri allan daginn. Fyrir utan kaflann þegar ég var orðin mjög leiðinleg í skapinu og lét það bitna á búðarápi hennar. Þó kom líka sorgarkafli á þessum degi, já þú hafðir rétt fyrir þér. Levi's buxurnar stóru og víðu passa bara engan veginn á mig. Þær eru ekki til í minni stærð :/ Ég leit út eins og trúður í þeim, týndist eiginlega bara. Eins og Sigrún orðaði það: „Hey! Hvar er Vala? Ég sé bara buxur!" Þetta var fyndið þegar hún sagði það allavega! Í gær sá ég svolítið merkilegt..Ég fór á Goodbye Lenin(Verðið að sjá þessa mynd!!) og í henni var SÆTUR ÞJÓÐVERJI!!!!!!!!!

Einhver verður að koma með mér í Ökuskóla 2 í næstu(eða þarnæstu) viku ef hann verður þá..annars fer ég með Aldísi þegar hún kemur heim..!

E.S: Ætli ofstækistrúarfólk æpi "SAMKYNHNEIGÐ!!!" þegar það er reitt ? Svona í staðinn fyrir "DJÖFULLINN!"..

mánudagur, ágúst 02, 2004

Ekki fara að gráta einu sinni enn! -Pabbi við Sigurlaugu Birnu(6 ára)-

Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að hlusta á Kalasjnikov án þess að hreyfa mig við lagið, það er ekki hægt. Ég legg til að þú niðurhlaðir þessu lagi og reynir að hlusta á það algjörlega hreyfingarlaus, þetta er úr kvikmyndinni Underground sem er btw ofurgóð mynd!
Hmm..ég var að horfa á Bowling for Columbine áðan, þetta er massamynd maaaar! Ég verð að segja eins og er að Michael Moore er kominn í uppáhald hjá mér núna. Hann er skondinn gaur, jáh, skondinn gaur.

Þegar ég var að horfa á fréttirnar áðan fór ég að spá í svolítið tengt þessari Verslunarmannahelgi okkar. Er það virkilega mjög heilbrigt að árlega séu haldnar útihátíðir þar sem allir anda léttar ef það eru ekki margir teknir með fíkniefni og engar(eða fáar) tilkynningar berast um nauðganir ? Ég held það sé nú bara fullkomlega rétt hjá Bubba okkar Morthens að í öllum öðrum löndum væru þessar útihátíðir flokkaðar sem óeirðir en ekki haldnar árlega..Ég er samt ekkert að halda fram að eigi að hætta að halda útihátíðir sko. Finnst þetta bara frekar svonaaaa, spes!

Nú er ég offisjallí orðin Harry Potter-nörd og ég er stolt af því að um helgina kláraði ég bók nr.3. Öll bllóm og kransa skal afhenda heima hjá mér milli 16-21 á morgun.

Lag dagsins: Ya Ya(Ringe Ringe Raja) úr myndinni Underground

|