þriðjudagur, júlí 27, 2004

Íslendingar kvarta og kvarta yfir ríkistjórnurinn en svo koma kosningar og þeir kjósa sömu stjórnina! -Einhver pólskur karakter í Spaugstofunni-

Þar sem að það styttist í afmælið mitt ákvað ég að gá hvaða fólk á afmæli sama dag og ég, þ.e.a.s hvaða merkilega fólk. Það er nefnilega svona vefsíða á netinu sem segir hvaða merkilegu einstaklingar eiga afmæli hvern dag ársins. Ég veit ekki alveg hvað maður þarf að gera til að koma afmælisdeginum sínum inn á þessa síðu en já, það verður bara að haldast sem leyndarmál.

Ég deili allavega mínum afmælisdegi með Gloriu Estefan(söngkona held ég alveg örugglega) og Dr.Phil McGraw (sem þarfnast náttúrulegra engrar kynningar við!!) svo að sjálfsögðu Eddu Snorradóttur dönskukennara með meiru! Við héldum aldrei sameiginlega afmælið okkar, við Edda þ.e.a.s, maður ætti bara að bjalla í hana og minna á þetta svakapartí sem stóð til að halda.

Og krakkar, munið GULLPLAST fyrir verslunarmannahelgina..

sunnudagur, júlí 25, 2004

Manni finnst oft eitthvað....-SHS-

Nú er ég kát! Verkamennirnir vondu vondu eru hættir að notast við loftbora..ég get sofnað áhyggjulaus og vaknað við eitthvað annað en öskrandi loftbora. Það kætir mig alveg óendanlega mikið!

Á miðvikudaginn mun ég gera svolítið sem ég hef ekki gert alveg furðulega lengi, ég mun fara MEÐ foreldrum mínum í ferðalag..og já þetta geri ég alveg sjálfviljug. Viðbrögð þeirra við þessum fregnum voru stjarnfræðilega fáránleg. Þau voru svo kát og óendanlega hissa að ég hef ekki séð annað eins. Þau voru meira undrandi en ef ég hefði sagst vera samkynhneigð og að ég væri byrjuð með Birgittu Haukdal. Það verður allavega fínt, les bara og hlusta á tónlist í sveitasælunni..ohh, ég get ekki beðið!!

Fór á Eternal sunshine of a spotless mind í kvöld með þeim Kötlu, Signýju og Sölva, góð mynd! Maður er soldið svona "ha, ég skil ekki?" á köflum en hún er of skemmtileg og góð!! Fólk hefur víst sagt hana vera langdregna en ég fann ekkert fyrir því..nema alveg í bláendann en þá voru það svona fimm-tíu mínútur sem ég var byrjuð að andvarpa yfir. Aaaallavegaaaa..held það sé ekki hollt að ég fari fleiri orðum um þessa mynd hérna!

Vala!!

Kvikmyndin: (auðvitað) Eternal sunshine of a spotless mind
Geisladiskurinn: Halldór Laxness með Mínus
Bókin: Harry Potter og viskusteinninn

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Loftborar og annað slíkt

Þú! Þú heldur að það sé þægilegt að vakna við hljóð frá loftbor sem er að rústa húsinu þínu en veistu hvað félagi..það er síður en svo þægilegt!

Seinustu tvo daga hafa verkamenn heiðrað mig með nærveru sinni fyrir utan glugga hússins þar sem þeir eru á stillönsum að bora og bora með tólum sem ég þoli ekki..loftborum. Í morgun voru lætin hafin kl9 og það á stað utan á húsinu sem er ekki langt frá herbergnu mínu! Þetta hafði þær afleiðingar í för með sér að ég og kötturinn minn hrukkum upp með andfælum og gjörsamlega fórum á taugum vegna hávaðans. Það bætti svo ekki úr skák að þegar ég kom út úr herberginu mínu með ógreitt hár og á náttfötunum, var loftboramaðurinn beint fyrir utan stóra gangagluggann! Það var freeeekar pínlegt..

Jæja, ef einhverjir eru búnir að velta fyrir sér hvort ég sé búin að blocka þá, er útskýringin á engri msn ástundun minni sú að ég kemst af einhverjum ástæðum ekki lengur inn á msnið mitt hérna heima...Það er búið að taka þá ákvörðun að lykilorðið mitt og/eða e-mailið sé bara rangt. Frekar spes þar sem það virkar í tölvum annarra...ákaflega skemmtilegt hvað þetta frumstæða msn í tölvunni minni tekur oft dásamlegar ákvarðanir!

-VaLa-

sunnudagur, júlí 18, 2004

Sjittafokk!

Ef að ég hef ekki fullan rétt á að vera pirruð og bitur núna þá veit ég ekki hvað!

Ég er búin að vera þreytt í allan dag og allt kvöld og búin að vera á leiðinni í rúmið síðan um sjöleytið en nei, þegar ég er komin upp í rúm um svona tíu(ef ekki fyrr) gengur bara ekkert að sofna! Núna næ ég í mesta lagi svona rúmlega fjögurra tíma svefni fyrir vinnuna á morgun og er alvarlega farin að velta því fyrir mér að fara ekkert að sofa....en ég myndi aldrei lifa vinnudaginn af í því ástandi svo ég held ég fari bara í rúmið eftir þessa bloggfærslu:P

Annars þá veitti ég svona "þú átt heiminn" afslátt í bakaríinu í dag, Ragnheiður Gröndal kom og var að kaupa hjá mér og þar sem ég dái söngröddina í henni ákvað ég að hún mætti nú fá alveg nokkurra tíkalla afslátt á bakkelsinu sem hún var að kaupa:p Frekar sad, ég veit..

Það er hins vegar engin manneskja á msn núna til að þreyta mig þannig að ég geti sofnað eins og grjót þegar ég fer niður í rúmið mitt svo ég ætla að slútta þessari bloggfærslu og reyna að ná mínum fjórum tímum af svefni fyrir vinnuna.

Og hver veit? Ef það er eitthvað í þig varið þá geturðu komið í bakarameistarann suðurveri og fengið nokkurra tíkalla afslátt hjá mér...Það gæti bætt og kætt í sunnudagsfýlunni..

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Lífið er lag sem við syngjum saman tvö um ókomin ár..

..Það er sannarlega til mikið af gömlum íslenskum dægurlögum sem eru einstaklega skemmtileg og með grípandi textum...! Dæmi um það er einmitt lagið sem vitnað er í hér fyrir ofan: Lífið er lag- Módel

Svolítið gaman að segja frá því að í fyrradag þá var ég að bíltúrast um í hverfinu sem er fyrir aftan MH og svo þegar við vorum komnar á einhvern stað þar sem við ætluðum að snúa við varð okkur litið í gluggann á húsinu sem var fyrir aftan okkur, og þar blasti ekki við okkur fögur sjón. Miðaldra maður ákvað að standa ber að ofan í glugganum og horfa á okkur..það var skondið en samt frekar, tjah..hvað get ég sagt? spes.

Hafa strætóbílstjórar vald til þess að kasta fólki út úr strætó ef það er með læti? Í dag var ég í strætó með henni Hildi og þar voru einhverjir tveir litlir strákar sem voru að gera mig geðveika!! Þeir voru að æpa og góla og syngja eitthvað fjandanslag og bara endalaus læti í þeim. Báðir með alveg afspyrnu pirrandi raddir og hver einasti farþegi var alveg að farast úr pirringi..Skil ekki af hverju strætóbílstjórinn sagði ekkert! Bílstjórarnir hljóta að hafa vald til þess að segja fólki að halda kjafti ef það er að skemma annars mjög "ánægjulega" ferð um stræti borgarinnar!!

Hey já, svo sá ég líka Spiderman 2 á sunnudagskvöldið..frekar léleg mynd, en maður getur svosem skemmt sér yfir henni ef maður þolir STÓRA skammta af aulahrolli :p

Geisladiskurinn: Gipsy kings-> Greatest hits
Kvikmyndin: A night at the Roxbury's
Bókin: Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson..ofursúr bók en samt skemmtileg.

laugardagur, júlí 10, 2004

Sumarið er sannarlega tíminn!

Seinustu dagar hafa verið sólskinsdagar, nema dagurinn í dag..og hafa þeir verið hver öðrum skemmtilegri. Tveimur dögum í röð var varið niðri á Austurvelli og þann síðari urðum við frægar og kynntumst hressum og hífuðum tónlistarlega sinnuðum verktökum. Svo að kvöldi sama dags var unnið og eftir það var haldið í miðbæinn! Eftir þá ferð komst ég að því að ég veit um alveg nokkra sem ég er hrædd við. Fólkið sem verður á vegi manns niðri í bæ á nóttunni er misjafnlega viðkunnalegt...ég nenni samt ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Þetta næturlíf í miðbænum er allavega forvitnilegt, það fær stig fyrir það. Þó finnst mér verðið á drykkjum inni á stöðunum frekar spes, ættum kannski að byrja að okra enn meira á gosinu í bíóinu til að vera töff líka! Ég hef allavega ekki meira að segja núna svo ég ætla að slútta þessum posti.

Geisladiskurinn: Tourist með St.Germain
Bókin: Íslenski draumurinn eftir Guðmund Andra
Kvikmyndin: This boys life

föstudagur, júlí 09, 2004

Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
EN SIGRÚN ÉG RENN EKKI BARA ÚT EINS OG MJÓLK
shakin' all over says:
oh, tókstu eftir því þegar ég var að afklæða þig með augunum hjá hildi áðan
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
ööö
shakin' all over says:
DEM ég verð að hætta að hlutgera vini mína svona
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
HVÍ HELDURÐU AÐ ÉG HAFI VERIÐ Í MOLUM???
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
um leið og ég kom út fyrir dyrnar
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
brast ég í grát
shakin' all over says:
æ, þetta var ekki ætlunin
shakin' all over says:
þetta bara gerist
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
ég grét og ég ældi þar til ekkert var eftir nema gall í maganum og augnhimnuvökvi í augunum
shakin' all over says:
ég fæddist hlutgerari
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
já sorrí það er ekki mitt mál hvernig þú fæðist!
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
þú verður bara að fæðast almennilega
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
!
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
það á ekki að bitna á mér þó þú sért illa fædd!
shakin' all over says:
öh þúst, ég bað ekki um að fæðast!
Vala tala..- biturleiki.blogspot.com - says:
júvíst

Já, það er fróðlegt hvað maður verður margs vísari í msn-samtölum seint að nóttu til..Þetta eru samtöl okkar Sigrúnar í hnotskurn

Hún er hlutgerari sem skeytir ekki um tilfiningar annarra og ég fórnarlamb hennar!

(Þetta er bæðevei djók og enginn á að taka það sem hann les í þessu samtali alvarlega..)

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Í fyrrakvöld tók ég spólu sem að hefur aldrei brugðist mér þegar mig skortir skemmtun, A night at the Roxbury..Þessi mynd er svo asnalega fyndin að það ætti að gefa henni orðu! Hvers vegna hefur maður svona ógeðslega gaman að lúðum í bíómyndum? Það er bara eitthvað sem er svo skemmtilegt við algjöra lúsera!! Ég er ekki enn búin að skila henni reyndar, en ég meina kommon...á ég bara að skokka upp í Laugarásvídjó? Þetta er langt í burtu maður! Annars þá fékk maður nú líka útborgað um daginn og það er ótrúlega skemmtilegt að eyða monningunum....Ég er að verða einhver búðabrjálæðingur. Liggur við að ég kaupi ljótan hlut ef ég finn engan flottan bara til þess að horfa á kortinu mínu rennt í gegn og sjá peninginn hverfa frá mér. Ég er búin að kaupa mér þrennt sem er e-ð vit í síðan ég fékk útborgað en allt hitt er bara matur og e-ð rugl..Held ég sé alveg búin með tæpan 20.000 kall :|

Það er ekki nógu gott að vera í svona vinnu þar sem ég hef engar skemmtilegar sögur að segja úr henni..eða þeim réttara sagt..(jájájá ég er í tveimur vinnum svona ef þú vissir það ekki núþegar..*töffari*). Eins og þetta fólk sem vinnur í Granda, þar er fullt af krípalegu fólki sem hægt er að segja sögur af..en hjá mér, það er ekkert um neitt svoleiðis. Nema ja jú yfirmaðurinn minn í Kringlubíó er rúmlega þrítugur maður sem er dyravörður á Sólon og á átján ára kærustu, það er svolítið spes. Hins vegar eru engir menn að spyrja mig "Are you hungry for me?" Þannig fólk er í Granda, helvítis öfuguggar og viðbjóðir sem vinna þar!!

Þið sem viljið góðan geisladisk skuluð fá ykkur Without you I'm nothing með Placebo, keypti mér hann í vikunni og þvílíkur magni sem þessi gripur er!
Annars þá kemur Sigrún mín heim frá Möltu í dag og kannski keypti hún e-ð fallegt handa mér?? hver veit? Vonandi hitti hún dúettinn góða, Julie og Ludwig..Auðvitað vitið þið hver þau eru!!! Sexí bístin sem sungu on again...off again í júrovisjón núna í ár! Tenórinn og beyglan með lærið!!

mánudagur, júlí 05, 2004

Hvernig ætli það sé að búa á sveitabæ sem er bara svona út í auðninni? Hafið þið ekki séð það stundum þegar maður er að keyra úti á landi..þá eru oft bara e-r sveitabæir við þjóðveginn, hvernig ætli sé að búa á þannig stað? Ég meina fólk verður örugglega bara e-ð fokkd skrýtið! Hver nennir að taka manneskju sem býr þarna í ökukennslu? Og rúnturinn hjá því fólki er örugglega massafurðulegur..keyra e-ð á þjóðveginum eða keyra kannski upp hjá einhverju fjalli. Það er örugglega fáránlega óhugnalegt!! Keyra bara upp í Axlarhyrnuna með vinum sínum um kvöld eða nótt að fokkast á "rúntinum". Lenti einu sinni í mjög krípalegu atviki þegar ég var að keyra þar..eða já við vorum á leiðinni upp í bústaðinn þannig að ég var ekki að keyra sjálf, enda mörg ár síðan. Allavegana þá vorum þetta bara við..fjölskyldan góða og svo frænka mín sem á lítinn púðluhund eða átti, þessi hundur var geðveikur svo það var hálfgerður léttir þegar hann dó, en það skiptir ekki máli í þessari sögu! Þá allavega vorum við að keyra framhjá Axlarhyrnunni um nótt og mamma var að tala eitthvað um hvað þetta væri skuggalegur staður og að tjá sig eitthvað um Axlar-Björn. Svo í einni svipan þá byrjar hundurinn að ýlfra ógeðslega og vinnukonurnar(rúðuþurrkurnar) hættu að virka. Þetta var með því krípalegra sem ég hef upplifað!! Ég var reyndar mjög lítil en man samt eftir þessu..freeeekar ógeðslegt. Sérstaklega ef maður fór að spá í hvort að afturgenginn Axlar-Björn væri þarna að fokkast í okkur..! Ógeðslegur fjöldamorðingi sem drap allt..byrjaði í dýrunum þegar hann var barn og já svo vatt það upp á sig hjá honum. Ég er orðin soldið hrædd af því að hugsa um þetta..:S Samt eitt skondið, núna býr Reimar bryggjugaur þarna ásamt rússnesku konunni sinni. Hann er mjög ljótur maður sem sér um bryggjuna þar sem við eigum bústað..svakalegur kall, mjög ljótur og skítugur! Svo á hann rússneska eiginkonu sem er nuddkona í Ólafsvík núna en er menntaður eðlisfræðingur..Soddið spes!

föstudagur, júlí 02, 2004

Ég tek aftur allt það sem ég hef sagt til að særa blygðunarkennd kóks, þessi drykkur er himneskur! Ég var aldrei hrifin af þessu..svo núna í vorprófunum hélt það mér við efnið að drekka kók á meðan ég lærði og síðan þá hef ég verið forfallinn kókisti. Og ég er stolt af því!! Var einmitt að kaupa 1l af kóki núna áðan þegar ég var að fara heim úr vinnunni, ég er glöð yfir þeim kókbirgðum sem ég á inni í ísskáp fyrir daginn og kvöldið..heill lítri..mmm...*hamingja*..Er meira að segja með fullt kókglas með klökum út í því líka við hliðina á mér, þetta kalla ég "kvolitítæm"! Annað sem ég er nýbyrjuð að meta, I believe in a thing called love- Darkness. Þetta lag er frábært!! Fannst það alltaf ósköp leiðinlegt bara svo núna þegar ég er búin að vera að hlusta á það almennilega ELSKA ég það hreint út sagt..*elsk*..! Enn einn hluturinn sem ég var að muna eftir, gott skammaryrði; Andsetinn orki. Það er svo gott að skamma fólk með því að kalla það þessum tveimur orðum..andsetinn, það segir sig sjálft..orki, ógeðsleg skepna sem er vond í þokkabót og fer illa með hobbita!
Enn enn einn hluturinn...VALLAGÖTU-OG STRANDAÁTAKIÐ!!!!!!! Nenni ekki að útskýra það neitt nánar, spyrjið Aldísi bara til að fá frekari útskýringar á hvað felst í því átaki..
Kveð að sinni...

WAS IST LOST? WAS IST DAS?

(kann ekki þýsku svo þetta gæti verið rangt stafsett...)

Vala

|