miðvikudagur, september 28, 2005

angist, angist segi ég, ANGIST

Hvað á ég að gera þegar ég flyt að heiman ? Ég meina...

Hver á að kveikja ljósið svo ég geti gengið um íbúðina þegar ég kem heim seint á kvöldin(nóttunni jafnvel) ?

Hver á að gera fyrir mig heita samloku með spældu eggi á miðnætti ef ég kem seint heim og missi af kvöldmat ?

Hver á að hjálpa mér að fara í bað þegar ég slasa mig á trampólíni ?

Hvert get ég hringt kl fjögur um nóttina ef ég þori ekki inn í íbúðina ein af því að það er allt slökkt ?

Það er hér með komið á hreint, ég auglýsi eftir meðleigjanda, fórnfúsum og skilningsríkum.

Þú verður alltaf að vera með síma á þér og í ástandi til að svara í hann.

Þú verður að bera virðingu fyrir myrkfælni minni, það er sjúkdómur en ekki galli.

Þú verður að sætta þig við dúkkulausa íbúð.

Þú verður einnig að vera viðbúin(n) því að þegar ég kem heim ölvuð muni ég hugsanlega koma inn til þín og lýsa yfir ölvun og vanlíðan, í framhald af því gæti ég sofnað uppi í rúminu hjá þér.

Þú verður líka að sætta þig við háan rafmagnsreikning, sem skiptist jafnt, vegna þess að ég ÞARF að hafa kveikt á allavega einhverju ljósi alla nóttina. Þegar þú ert heppin(n) vakna ég kannski rétt eftir sólarupprás, slekk á ljósinu og fer aftur að sofa.

Það er ein, mjög ströng, regla enn..þú mátt aldrei hafa spurt einhvern spurningarinnar "má ég njóta þín ?" og þegar ég segi ALDREI, meina ég sko ALDREI! Það er einnig stranglega bannað að sá möguleiki komi til greina að einhvern tímann í framtíðinni munirðu segja þetta.

Lagið: Dear mama- 2pac

sunnudagur, september 25, 2005

þú vildir klukk, HÉRNA ER KLUKK!

Ég var víst klukkuð í þessum ótrúlega nýtískulega klukkleik svo ég verð víst að taka afleiðingum þess...hír gós:

* Ég er haldin dúkkuhræðslu á mjög háu stigi, allur bleiki klúbburinn sem fór með mig upp í sumarbústað í sumar er til vitnis um það.

* Ég er myrkfælin á við tíu ára barn.

* Ég sef með kveikt á bláum lampa á nóttunni sem hefur fengið nafnið Trítill

* Þegar ég var ellefu ára fékk ég skyndilega yfirskilvitlega mikinn áhuga á jeppum og var með myndir af margs konar jeppum hengdar upp á vegg í herberginu mínu. Töff, ha ?

* Ég gekk í mjög spes fötum þegar ég var lítil. Til dæmis lét ég ömmu prjóna á mig vesti sem ég var í við skyrtu og gallabuxur. Samt langaði mig ekkert að vera strákur, þessu hef ég ekki enn fundið útskýringu á. Og nei, ég hef aldrei laðast að stelpum, sama hvað þessi fatasmekkur minn á yngri árum kann að gefa til kynna.

Hér með er klukki valgerðar lokið.

takk fyrir.

laugardagur, september 24, 2005

????

HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA KLUKK ????????

mánudagur, september 19, 2005

stuð


Þetta er stuð, o.c er ekki stuð samt, o.c er að bregðast mér.
Hildur er komin með bílpróf, það er stuð. Þá get ég krúsað um á svakalegri kerru fyrst að kerran mín ákvað að klikka og fara í viðgerð.

Helgin var spes, guðrún og bjarki eru hér með orðin að óvildarmönnum mínum efitr að hafa blandað verstu hlaupskot í sögu blöndunar áfengra drykkja. Skeið..staup..hlaup..oj ég fæ klígju.

Það mætti líka segja að þessi helgi hafi afsannað þá kenningu mína að ég sé alveg ótrúlega skörp.

Vonbrigði segi ég, vonbrigði.

Eina sem kætir mig nú eru myndir úr afmælinu mínu sem ég gat sett inn á ípóðinn minn, tækni ? já..tækni! Þessi mynd er m.a inni á græjunni, það er ferskt..skemmtilegt myndefni þegar mér leiðist í tímum.

miðvikudagur, september 14, 2005

einu sinni var..

stelpa sem kunni að hjóla. Hún átti líka hjól, hún fékk það úti í danmörku af því að þar átti hún einu sinni heima. Einn daginn var hún að hjóla í skólann og þegar hún var að fara yfir gangbraut(þar sem hún á sko réttinn, já ég náði bóklega prófinu í þriðja sinn) kom bíll í veg fyrir hana. Og þegar hún var búin að hjóla á afturdekkið á bílnum og segja sjittafokk og reyna að nauðhemla í tæka tíð, kom út kona. Konan var heimsfræg á Íslandi og misjafnlega vinsæl. Hún var IMBA SÓL(ingibjörg sólrún fyrir þá sem skilja ekki svona töff lingó).

Þess vegna eigum við og konan metið í kjánalegum óhöppum.

Hennar óhapp innihélt samt selebbrittí svo hún er eiginlega svalari en mitt.

föstudagur, september 09, 2005

..og börnin hvílast á meðal ljóstastauranna..(gæti ég verið meira ARTÍ ??)

Ég er sest við tölvuna enn á ný. Í megapartístuði. Eins og alltaf á föstudögum. Vúhú!
Get nú ekki sagt að dugnaður hafi einkennt sl. viku, ég hef sjaldan verið jafnódugleg. Einmitt þegar ég á nú einmitt að vera góð á því og dugleg kona með meiru. Dugnaðurinn var þó mikill sé tekið mið af skemmtunum. Ball í gær-og fyrrakvöld, gaman. Væri nú samt enn skemmtilegra á böllum með hana Sigrúnu með sér, en jæja..maður verður alltaf að sætta sig við einhverja vankanta.
Ég hef á tilfinningunni að þetta verði ekkert öfgahress helgi, bara lærdómur og afslöppun. Heimta ferðir í Álfheima og Himnaríki(haha vá hvað þetta kemur vitlaust út).. haa..stelpur..hmm..geim eða ?

Ég mun seint geta sagt að bloggandinn svífi yfir vötnum í augnablikinu svo ég ætla að kveðja ykkur nú. Og fara að sofa, kannski. Pæling að taka svona enginn-svefn-helgi á þetta.

Drop in the ocean- Moloko
she don't use jelly- the flaming lips
vivo sonhando- astrud gilberto

mánudagur, september 05, 2005

ERTU FOKKIN ÞROSKAHEFTUR!??!?!?!

Einhver karlmaður gleymdi hvítri peysu hjá mér, renndri, í afmælinu mínu. Hver er svona rosalega þroskaheftur að hann getur ekki tekið fötin sín heim með sér ? Nei svona í alvöru, er eitthvað að þér ? Er til of mikils mælst af mér að þú farir aftur í fötin þín áður en þú ferð ? Ég skil ekki hvað er að svona misþroska fávitum.

Nei ókei, grín. En samt gleymdi einhver peysunni sinni og ætti sá hinn sami endilega að eheimta hana úr helju. Annars tek ég kannski jafnmiklu ástfóstri við hana og sólgleraugun sem gleymdust hér í sumar...eigandi þeirra hefur ekki enn fengið þau til baka.

(btw þá eru gleraugun ekki lengur skökk..en ég fékk svo sjóðandi heit sólgleraugu í afmælisgjöf að ég þarf þín víst ekki lengur stefán).

Annars var afmælið mitt gott þrátt fyrir eitthvað misjafnlega velkomið fólk..en það lét sig hverfa fljótt svo allt var eiginlega bara frábært í heildina. Takk fyrir gjafirnar mínar sem voru hver annarri betri. (eru myndir ekki að koma..ha edda..haa..hmm..lalala)

unemployed in summertime- emiliana torrini
mr. bojangles- bob dylan
magic bus- the who

|