miðvikudagur, júní 30, 2004

Það verður svo gaman á fimmtudaginn þegar launin koma inn á reikninginn hjá mér!! Þá mun sko verða spreðað..kaupa bol og kannski skella sér í klippingu og bara hafa allt geðveikt skemmtilegt!! Þetta er nú samt frekar rólegt sumar verð ég að segja, kannski er það af því að núna er maður ekki að vinna með öllum vinum sínum heldur allir á sínum hverjum vinnustaðnum. Annars þá er pæling hvort maður eigi að fá sér Franz Ferdinand diskinn, hef bara heyrt góða hluti um hann og lögin sem ég hef heyrt af honum líka mér vel. Dreamland með Peter Tosh er náttúrulega bara frábært lag!! Fílingurinn í því er bara "förum saman að synda í bláa bláa sjónum og fáum okkur svo kókoshnetur úr trjánum." Það eiga allavega allir sem vilja koma sér í góðan góðan sumarfíling að hlusta á þetta frábærlega æðislega lag. Mamma og pabbi koma heim annað kvöld, tímum þess að sleppa bara að borða að vild og fá sér nær aldrei heimatilbúinn kvöldmat lýkur annað kvöld kl22. Það verður samt fínt, mamma ætlar að kaupa eitthvað exótískt íste handa okkur Hildi sem við getum gætt okkur á..Svo mun hún sennilega missa sig í nammikaupum í Fríhöfninni. Gerir það oftast þegar hún er að koma frá útlöndum, vill bæta mér upp þennan móðurlausa tíma með nammi og alls konar gjöfum. Alltaf fínt að fá gjafir;) Núna er komið nóg..farin að undirbúa þessa miklu breytingu sem mun eiga sér stað á morgun þegar líf mitt verður aftur eins og það á að vera:p

mánudagur, júní 28, 2004

Frakkarnir mínir eru ekki nógu góðir við mig þessa dagana, detta bara úr EM þegar ég er haldandi með þeim af kappi! ÆJ, ég sá ekki leikinn á móti Grikkjum..hef heyrt að þeir hafi verðskuldað þetta tap algjörlega. Þá eru Hollendingar og Tékkar mínir menn það sem eftir er mótsins:D Henry er samt sætastur, það er ekki eðlilegt að vera sætur á svona asnalegri mynd!!


Trezeguet er líka góður gaur!!



En já, ég er að spá í að forðast tölvuna algjörlega í framtíðinni eftir að ég hef neytt áfengis..þetta líkar mér ekki nógu vel. Þetta blogg var náttúrulega bara kjaftæði og ég skil ekki alveg í fólki að hafa fundist þetta svona skemmtilegt:/ Þegar ég sá þetta langaði mig nú bara að grafa mér holu og vera þar frekar lengi sko. En ég er farin..fannst ég bara verða að koma með eitt edrú innslag á þessa síðu..

Lag dagsins er On again...Off again með Julie og Ludwig

Jámm ég er í stuði fyrir mjög steikt lög akkúrat núna....Ef þú ert í skapi fyrir rugl, hlustaðu á þetta lag !!!

laugardagur, júní 26, 2004

ég var ð kom heim af bjórkvöldið hjá mrog sjitt marr..það var heví gaman, ég varð drukkin oaf og lítum áfnengisvökva en þajð va rbara gott..það er ódýært að vera hæna!!!!! Núan er ég komin heim..hékk í tíu ellef í svona þrjú ár núna áðan af þfív að ég vildi ekki fara út í kuldann, siddi var svo góður að keyra mig heim. Svo reyndar fór jóisi líka með sidda, ég var mjög hissa. var viss um að þau aldís myndu gista saman og nýtt líf koma í heiminn......nei gdjók! ég er þgæ..núna á ég budvar og vwood'ys í eherbeginu mínu en mig langar ekki að drekka það núnga..ég er góð! Ég er að hlsuta á on again..off againe, það ertöffaradæmi!!!!!! Hve gott flipp væri að skella íg giss woody's núna ogo svo kæmi kristín heim og sæi mig bara sitja í stofunni að hlsuta á júrovisjón og drekka woody's?

Ég ætla að far að sofa eð aohrfa á sex adn teh city..vinna á morgun osg sonna!!

Höstlið mitt var ekki þarna í kvöld en marta var að tjá isg um e-n annan gaur sem ég á að adda á msn eða eitthvað,..ég skildi ekkert í hvað gólk var að segj aivð mig þarna!

fimmtudagur, júní 24, 2004



Ég ætla að giftast honum!! Það er á hreinu!! En ef hann skyldi allt í einu flippa og hætta við mig þá bara giftist ég þeim í staðinn..gerist mormóni og læt þá gera slíkt hið sama! Bara svona öfugur mormóni..ég á tvo menn og þeir fá að sjá alveg um börnin..!



Jæja, góða nótt börn mín góð...ég ætla í rúmið bráðum!





*Allt sem var sagt í þessu bloggi, um að giftast frægu fólki, var Vala að fara með gamanmál. Hún er við fulla geðheilsu og telur sig ekki geta breytt trú fullorðinna karlmanna sem eru frægir leikarar á framabraut..

þriðjudagur, júní 22, 2004

Manni líður bara eins og asna þegar maður er ekki úti í þessu massagóða veðri..en þannig er það bara þegar maður finnur enga leikfélaga á fögrum sumardögum hér á þessu yndislega landi. Líst ekkert á að vera ekki í útivinnu þetta sumarið, spá í að sækja um í kirkjugörðunum næsta sumar eða bæjarvinnunni..allavega þar sem ég þarf ekki að hamast við að finna mér e-ð að gera sem er hægt að gera úti. Hef komist að því að það er ekki hollt að gera nær ekkert nema að vinna, á sunnudagskvöldið var ég að leggja mig heima hjá Hildi og allan tímann dreymdi mig bara að ég væri að vinna í bakaríinu. Hafði sko verið að vinna þar fjóra daga í röð svo ég var bara í ruglinu, dreymdi að ég væri að telja einhver andskotans brauð og æpti allt í einu upp úr svefni; „NÍTJÁN!" Hildur greyið fékk næstum því áfall held ég hreinlega..! Annars þá finn ég mig knúna til að óska henni Halldóru til hamingju með ökuskírteinið sem hún fékk einmitt í dag! Til lukku!
Það er ekki nógu gott þegar maður fer á svona ekkert-að-blogga-um-tímabil...
Allavega, finnið leikfélaga og farið út í veðrið góða :D

>Vala<

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð allir saman!!!!!!!!!!!!!!!! Núna er gengin í garð sextugasta þjóðhátíðin okkar og þykir mér það gleðiefni! Síðan 1944 höfum við alltaf verið kampakát og hress þennan dag júnímánaðar og það er um að gera að halda upp á það æææærlega í kvöld!!!!!

Annars þá var ég nú bara á einhverju svaka svaka lokadjammi hjá Framtíð MR, var í raun bara bjórkvöld mínus aldurstakmark auk þess sem áfengi var ekki selt á staðnum..held ég..tók allavega ekki eftir því..Það var fínt, fyrir utan að það var búið kl.1 sem að mér finnst nú fullsnemmt. Þetta var samt svakagaman, það var bara einhver ljótur kall sem að var í hverfinu og tók þá ákvörðun að hringja á lögguna vegna þessa. Samt var nú mun minni hávaði en þetta bauð upp á held ég..allaveganna þá komu löggur og ég sá hann vera að væla eitthvað í þeim þegar ég var að kveðja Kötlu. Skil ekki hví hann var að væla yfir þessu! Af hverju ekki að leyfa græskulaust gaman? Að öllu öðru leyti er lífið gott og allir eru fínt fólk..fyrir utan nokkrar undantekningar..en það er ekki þú sem ert undantekning lesandi góður=) Ég er samt ekki neitt fróðari eftir þetta kvöld, nema ja jú það kom fram í samræðum við voooðalega kurteisan strák að já...ég er mellufær og það á að kalla mig "kjaft".

Góða nótt og gleðilega þjóðhátíð enn og aftur!

Ég get samt ekki farið að sofa..:/ ekki nógu sátt við það! >:( <---Sigrúnarfýlukall!!!

þriðjudagur, júní 15, 2004

Frekar spes hvað er til mikið af fólki í heiminum sem að grípur ÖLL tækifæri til að verða frægt, þó ekki sé nema bara að öðlast "frægð" á Íslandi. Það er ein pía sem ég er alltaf að sjá úti um allt, hún var í áheyrnarprófum í Idol, hún var í áheyrnarprófum fyrir Nylon svo var hún í Séð og heyrt að tjá sig um daginn og líka einu sinni Í Ungfrú Ísland.is! Hvað græðir maður í raun á því að vera frægur á Íslandi? Séð og Heyrt skrifar grein um það ef maður fær sér nýja eldhúsinnréttingu eða bara fer í leikhús eða bíó og hugsanlega fær maður þátt á FM957 eða Popptivi..Ekki beint mjög eftirsóknarvert þykir mér! Betarokk er nú líka gott dæmi um svona "ÉG VIL VERA ÞEKKT ANDLIT!!! PLÍS ÞEKKTU MIG!!" manneskju sem er nú reyndar búið að fara lítið fyrir undanfarið..*takkfyrirguð*! 26-eða 7 ára kona sem að bloggar svo mikið að hún verður fræg, ákveður svo að vinda sér í að skrifa bók í bloggstíl og svo lag og myndband til að kynna bókina, hún á við e-ð athyglissýkisvandamál að stríða!!

Kvörtunarsession lokið!

sunnudagur, júní 13, 2004

Jæja..maður ætti kannski að fara að sofa bráðum?

Neinei ekkert gaman við það, svefn er náttúrulega ekki eins góður og að vinna í 11 klst..*æl*.

Lögin mín þetta skiptið eru:

Glory box- Portishead, Close to me- The Cure, Karmapolice- Radiohead, Good oldfashioned loverboy- Queen og Pinball wizard- the Who..

Gaman aaaað þessu....

Annað hvort umbreytist fólk í algjöra leiðindapúka um leið og það stígur fæti inn í bíósjoppu EÐA þá að allt leiðinlega fólkið dregst að kassanum sem ég afgreiði á hverju sinni...

Hvor útskýringin finnst þér líklegri?

föstudagur, júní 11, 2004

Vá! Það er ótrúlegt hvað mikill farði og svona brellur geta gert fólk ógeðslega ljótt þegar það er tilgangurinn..er að horfa á Monster og ég er bara í sjokki yfir hvað Charlize Theron er vibbaljót þarna!!!! Það er frekar spes að dansa "paradans! á hjólaskautum, mér finnst reyndar aðallega bara spes að það fyrirfinnist hjólaskautadansleikir á þar til gerðum stöðum. Það er eitthvað alveg ógeðslega plebbalegt við það en samt er það svo gott flipp..fara á hjólaskautaball..FFFokk! Ég var að horfa á Jay Leno í kvöld og það komu tvær áttræðar glímudrottningar í þáttinn!!! Þær voru áttatíu ára gamlar og búnar að glíma í mörg ár og voru enn þá að, mér finnst það alveg óendanlega steikt!!!!!!! Það voru sýnd brot af þeim að glíma og þær voru bara ógeðslega hægar og slappar, væru bókað dauðar ef að fjölbragðaglíman í BNA væri ekki sviðsett. ÉG KEMST EKKI YFIR HVAÐ HÚN ER ÓÓÓGEÐSLEGA LJÓT ÞARNA!! (charlize theron í myndinni sko..)
Vala



sunnudagur, júní 06, 2004

Framtíðin er komin á hreint, ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af menntun og framtíðarstarfi vegna þess að samkvæmt því hvernig framtíð ég hef ákveðið handa mér, þarf ég ekki að vinna.

Ég ætla að giftast William Hung..þá þarf ég ekkert að gera nema passa að hann floppi ekki og haldist þannig á toppnum áfram. Gæti náttúrulega flúið frá þessu álagi sem fylgir því að vera gift hjartaknúsara og fáránlega hæfileikaríkum söngvara með því að fara til Íslands og vinna í bakaríinu með nokkurra mánaða millibili. Íslenskir fjölmiðlar myndu aldrei fá að vita af hjónabandi okkar Williams, ég myndi ekki mögulega ráða við að hafa SéðogHeyrt utan í mér alla daga sem ég færi í frí til Íslands. Þá er bara að leita William uppi og sjá til þess að ég verði Frú Hung, heilla hann með því að segja "Te quiero mi amor" jafneggjandi röddu og hann í flutningi sínum á Bailamos.

Það er ekki hollt að sofa bara í ca. þrjá tíma og vinna svo í átta tíma.

Einnig mæli ég ekki með því að vinna í bakaríi þegar að það er tuðhátíð í gangi einhvers staðar úti í bæ. Þá hringja gamlar kellingar úr garðabæ og kvarta yfir fáránlegum hlutum. Í dag trylltist ein af því að einhver sofandi stelpa *hóst*ég*hóst* hafði gleymt að setja tebollu í pokann hennar. Hún var brrrrjál..hringdi út af einni tebollu..græddi samt alveg á þessum mistökum..kerla fær HEILA KÖKU í skaðabætur næst þegar hún kemur í bakaríið. Kaka í staðinn fyrir tebollu sem hún hafði hvorteðer ekkert gott af örugglega!

Farin að leggja mig..

Má ekki brjálast..........William vill ekkki brjálaðar konur....

miðvikudagur, júní 02, 2004

Hvað er í gangi með litlu krakkana nú til dags? Núna loksins þegar maður er orðinn stóra ógnvænlega unglingsbístið eru litlu krakkarnir hættir að óttast eldra og betra fólk! Um daginn kallaði einhver lítil stelpa mig drullupíku, aldrei hefði ég sagt neitt svona þegar ég var lítil og mætti unglingi úti á götu. Maður fékk alveg adrenalínikikk út úr því að hlaupa inn á unglingagang og æpa: „KJÚKLINGAR!!" eða eitthvað álíka sniðugt, og hlaupa svo aftur út alveg lafhræddur. Þetta er allavega ekki nógu gott mál þykir mér..það hafa allir rétt á að litlir kakkar óttist sig þegar þeir verða eldri, vitrari og betri!

Svo að ég kvarti nú aðeins meira þá verð ég bara að segja að það fer óheyrilega mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur að maður sé að reyna að vera hægur við að afgreiða það. Um daginn var ég ein í sjoppunni í bíóinu þannig að það voru bara milljón manns í röð hjá kassanum mínum og allir að panta einhver ógrynni af nammi, poppi og gosi. Og það horfðu allir á mig eins og að ég hefði bara sagt "hey plís, má ég vera ein í innhleypingunni í dag?? Mig langar svoooo mikið að afgreiða skrilljón fjölskyldur..EIN!!"

Skemmti sér allir í sumarfríinu sínu og ekki vera of lengi í útlöndum..það fer illa með sálina!

Lög dagsins eru: Bailamos- William Hung, Lady in Black- Uriah Heep, Take me out- Franz Ferdinand, Robots í flutning Señor Coconut(ekki viss á flytjandanum..) og Touch me- Doors

Gleðiefni dagsins: Óli skrifaði ekki undir lögin=D

Vala

|