þriðjudagur, september 28, 2004

Krókurinn hér, kominn....aftur?

Ég ákvað að það væri ekki nógu cúl fyrir mig að fara á „botninn" og láta viku líða á milli tveggja blogga svo ég bjargaði mér á sex daga deddlæni.

Það er alveg mest lítið að frétta verð ég bara að segja, kennararnir halda áfram að vera með stæla og vera samstilltir hvað varðar að setja fyrir í skólanum svo ég skemmti mér enn vel þá vel.

Ég var að fatta að ég er alveg búin að gleyma mér í sköpunarferli bojbandsins Akrýl. Ég get sagt ykkur það að ég er búin að hringja í alla fyrirhugaða meðlimi hljómsveitarinnar og viðbrögðin voru ágæt. Þó að sumir hafi sett á mig nálgunarbann þá líst mér samt vel á blikuna(hvaða paranoid fáviti fær sett nálgunarbann á mann bara af því að maður birtist þrisvar óboðinn á heimili hans með samning í hönd?). Ég get allavega sagt ykkur það að þó svo að ég hafi verið með eggvopn á mér þegar ég mætti heim til Jónsa, þá var það bara til áherslu. Ég ætlaði ekki að skaða neinn í fjölskyldu hans. EN þrátt fyrir þessar hindranir þá veit ég alveg að þeim leist vel á þetta sko. Magni sagði "eeejáááá, en ég þarf að fara...." og svo byrjaði hann eitthvað að hlaupa, gott að sjá að hann heldur sér í formi! Auddi sagði nú bara "heyrðu ég þarna ömm ætla að fara að drekka ógeð." og svona voru þeir allir. Ósköp kurteisir..nema þessi helvítis Jónsi!

miðvikudagur, september 22, 2004

HVað gerði ég? - Hvað gerðirðu ? þú fæddist! (FEIS)

Ef fólki fannst Queer as folk vera gróft hommaklám þá ætti það að prófa að horfa á the L word á s1. Þetta er þáttur um einhvern lesbískan vinahóp og sjitt ef þetta er ekki bara enn verra en þarna Batmanstelpu-kattarkonu-þátturinn!! Allar eru með einhverja voðaflotta kroppa og endalaust í stuði til að ríða. Þessir þættir jaðra við að vera lélegar leiknar klámmyndir þar sem að fléttast saman við klámið létt drama og sápuóperufílingur. Ég er reyndar bara að horfa á þetta í fyrsta sinn núna en mér finnst allavega soldið mikið af kynlífi í þessu miðað við sjónvarpsþátt! Efast ekki um að 15-18 ára pjakkar á þörfinni eða miðaldra karlmenn í kulnuðum hjónaböndum fíli þessa þætti í botn. Hafa öruggleg bara á botn þangað til að þær vilja fara að ríða.

Áðan var ég að horfa á einhverja íslenska mynd sem heitir "Usss" og þá fór ég að pæla; hvað er meira æsandi svona almennt séð, karlmaður í lögreglubúning eða karlmaður sem er málaður og í netabol ?

Hvað kveikir í þér ??

sunnudagur, september 19, 2004

GOLD,gold, allways believe in your soul..!

Þá er ég bara komin heim úr þessari magnað skemmtilegu Þýskalandsferð sem var frá fim-sun. Margt var gert og ég er að spá í að koma bara með svona sniðuga ferðasögu!

Fimmtudagur: Ræs kl 4 eða 5 (man ekki hvort), flogið til Køben þar sem við vorum í stoppi allan daginn, flugum svo þaðan til Berlínar um kvöldið eftir ofurskemmtilegan verslunar-og veitingahúsadag. Haft notalegt í Berlín það kvöldið og ekki farið oooof seint að sofa.

Fös: Ræs til að fara að versla..mikið verslað..brjáluð kvöldmáltíð sem var eins þýsk og máltíðir gerast, semsagt mjööög mikill matur svo allir voru ákaflega saddir og dánir! Síðan var gamla fólkið bara að spila lúdó eða eitthvað á meðan að hinir ungu og kraftmiklu "kíktu út á lífið". Ég hef komist að þeirri niðurstöðu um Þjóðverja að þeir eru virkilega miklir plebbar, það eru ekki bara fordómar í mér! Dæmi um það er mjög spes náungi sem dansaði eins og hann ætti lífið að leysa, með hárið eins sleikt og mögulegt er. Því kvöld lauk svo með miklum samræðum Möndu við einhvern saklausan Þjóðverja um eitthvað sem tengdist "schnitzel" og "gelaufen".

Lau: Hang um daginn, nennti ekki út vegna þreytu eftir nóttina áður(stuðinu lauk kl6..á mesta plebbastað í heimi!). Hvíld fyrir risamatarboð um kvöldið þar sem að allir voru samankomnir að borða fáránlega mikið magn af mat. Síðan afmælispartí Elenu á skemmtistað sem að hún fékk bara fyrir þetta sérstaka tilefni, þar var margt um manninn og drykki í boði ættingja! Fjörinu lauk á kebabstað og svo heima hjá Eleneu þar sem var farið að sofa.

Dagurinn í dag: Vakna kl4, fara út á flugvöll, fljúga til Køben, sofa á flugvellinum þar í fimm tíma og fljúga heim!

Ahh...good times!

Lag ferðarinnar: GOLD- Spandau Ballet

Kvót ferðarinnar: I'm just a social slut, I never slut when I'm by myself!

miðvikudagur, september 15, 2004

Into the sea you and me all these years and no one heard

Held að engar stórfelldar breytingar hafi orðið á lífi mínu síðan ég bloggaði seinast fyrir utan þá staðreynda að núna eru bara rúmlega 12 klst þangað til að ég hef mig á loft og flýg til Þýskalands. Reyndar fljúgum við fyrst til Kóngsins København og fljúgum þaðan til Berlínar en samt, jafnskemmtilegt fyrir vikið! Græði svona líka skemmtilegan "aukadag"í Køben fyrir vikið.

Mér sýnist, því miður, á öllu að one tree hill sé orðinn vinsælli en það sem hélt í mér lífinu á tímabili, the o.c. Þetta þykir mér allt annað en skemmtilegt!

Nú ber það samt næsthæst á eftir ferðinni á morgun að busaball MH er í kvöld og það verður fróðlegt að sjá hvernig busagreyin hegða sér á því. Gá hvort að hinn auðþekkjanlegi busasvipur á eftir að fara eitthvað af andlitum þeirra með áfengi.

óskið mér góðrar ferðar og vonandi deyið þið ekki án mín í þrjá eða fjóra daga!

Lagið: Unintended-Muse

mánudagur, september 13, 2004

One tree hill vs. The OC

Þetta brennur mikið á mér, hvor þátturinn ætli hafi vinninginn ? Ég segi bara OC án nokkurrar umhugsunar! Ég er meira að segja að reyna að horfa á plebbaþáttinn(OTH) í þessum skrifuðu orðum þannig að ég er ekki bara fordómafull og leiðinleg. Þetta er meira að segja þriðji þátturinn sem ég gef sjens..held ég.

Ef að einhver er farinn að huga að jólagjöf handa mér þá er það mjög vel til fundið hjá þeirri manneskju að hún/hann hringi í Gipsy Kings og fær þá halda tónleika hérna á Íslandi handa mér og einhverjum aðdáendum...fáum aðdáendum.

Helgin var skemmtileg, allir voru glaðir..Held samt að sá sem hafi verið kátastur allra á föstudagskvöldið(og nóttina) hafi verið hann Ómar.

Lag helgarinnar er vafalaust Join me in death-HIM.

(og já aðalgaurinn í One tree hill er ekki sætur..!)

Þýskaland eftir þrjá daga!

föstudagur, september 10, 2004

I never thought this night could ever be..this close to me

Fannst kannski vera kominn tími á að blogga, komin eitthvað um vika síðan ég bloggaði seinast, blogger kallaði nafn mitt.

Ég er búin að fatta eitt gott við Judging Amy, þeir eru endursýndir seint á miðvikudagskvöldum! Akkúrat á þeim tíma sem ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að fara að sofa eða ekki..svo þegar ég kveiki á imbanum til að gá hvort sé eitthvað skemmtilegt er bara þetta ógeð og það lætur mig fara að sofa. Sem er gott upp á að vera aðeins hressari í skólanum daginn eftir.

Ballið hjá MR í gær, það var feitt fjör og svolítið sveitt..allt of margir þarna til að það væri hægt að dansa almennilega..Nasa er eeeekki alveg nógu stór staður fyrir svona marga. Þ.e.a.s er dansgólfið ekki alveg að meika það upp á að maður nái að fíla sig eitthavð almennilega ef maður er ekki hár í loftinu.

Ég er orðin leið á að vera sautján ára..það er ekkert gaman fyrr en maður er orðinn dratthali með bílpróf.

föstudagur, september 03, 2004

Maður ákveður ekkert hvenær maður deyr, maður deyr bara!

Núna er þriðji dagurinn sem ég er sautján ára runninn upp, þetta venst furðufljótt verð ég að segja. Það er ekki jafnmerkilegt lengur að ég sé sautján ára og mér fannst það vera á miðvikudagin, spesjal og líka alveg ótrúlega eðlilegt býst ég við.
Hins vegar þarf ég að fara að koma mér nær því að vera bílprófskona...eina sem ég er búin að gera er að lesa 65bls í ökunámsbókinni. Samt held ég að það hafi ekki síast neitt sérstaklega mikið inn hjá mér sem ég var að lesa vegna þess að ég var að hlusta á Close to me á sama tíma og ég las. Þannig að ég var eiginlega bara dansandi í stólnum með bókina fyrir framan mig..
Hvað gerir maður um helgar þegar maður er sautján ára gamall ? Það er sú spurning sem ég velti mikið fyrir mér akkúrat núna vegna þess að það er jú einmitt föstudagur sem þýðir helgi sem þýðir gera eitthvað skemmtilegt. En hvað það skemmtilega er sem á að gera verður á eftir að koma í ljós! Þetta er fyrsta helgin sem ég er í algjöru fríi síðan ég veit ekki hvenær þannig að þetta verður vonandi skemmtilegt allt saman!

www.nulleinn.is/dagbok/?notandi=rolla --> myndir og skemmtilegheit..m.a síðan í kökuboðinu sem var haldið á afmælisdaginn minn(ekki svona gamalt fólk að hella niður á sig kökuboð heldur kökuboð með nokkrum vinum).

Góða helgi!

miðvikudagur, september 01, 2004

Ó JÁ!!!!!!!!!

Ég á afmæli í dag:D:D afmæli, afmæli, afmæli!!!!!!!!!!!!!!

OG draumur minn síðan ég byrjaði að vinna í bakaríinu hefur verið uppfylltur, ég fæ sérpantaða súkkulaðiafmælisköku!!!!!! Kannski með mynd á ég veit ekkki..ALLAVEGA FJÖR!!!!!!!!!

Mamma og pabbi eru svo mikið rugl, í morgun þegar ég var að fara að gera mig reddí að fara í skólann þá komu þau fram alveg miður sín af því að þau höfðu ætlað að vekja mig með afmælissöngnum og afmælisgjöf..:p Æjh, samt soldið fegin að þau gerðu það ekki..held að ég hefði ekki alveg haft húmor fyrir söngnum þeirra kl.hálfátta í morgun.

Þetta hefur verið frábær afmælisskóladagur í dag..fólk er yndislega klárt í að muna eftir afmælinu mínu! Reyndar þá var ég búin að tala svolítið mikið um afmælið mitt seinustu vikuna eða svo EN samt gaman að þessu öllu saman.

Og svona til að forðast eina spurningu skal ég bara svara henni núna hátt og skýrt: NEI ÉG ER EKKI KOMIN MEÐ BÍLPRÓF ÞRÁTT FYRIR AÐ EIGA SAUTJÁN ÁRA AFMÆLI Í DAG..takk fyrir =)

|