sunnudagur, nóvember 30, 2003

Þá er helginni lokið og núna veit ég svo sannarlega hvað gerist ef maður les of mikla félagsfræði og sögu. Maður fer að kalla fólkið heima hjá sér röngum nöfnum, þ.e.a.s, nöfnum á gaurum sem komu með fíneríis kenningar í félagsfræði. Áðan kallaði ég systur mína óvart Durkheim, það er hræðilegt. En ég lét ekki þar við sitja neineinei, ætlaði að kalla á köttinn og greyið fékk þá nafnið Mead. Þetta finnst mér sorglegt.

Helginni er þá að ljúka og þykir mér það nú alls ekki nógu gott. Ég er óneitanlega með stóóóran hnút í maganum út af þessum tveimur prófum í vikunni. Stærðfræði og saga..þetta er hvort um sig stórt mál! Núna hefur mér dottið í hug svolítið sniðugt..ég ætla að birta brot úr lagatexta í þessu bloggi og e-r sem lesa þetta eiga að giska á úr hvaða lagi brotið er.

Annars þá er ég með rosalegar fréttir...ég..sem ég heiti Vala ætla að (allavega reyna) læra á píanó!! Ég er nú þegar komin með kennara í svona nótnaveseni, Jósa...en Aldís og Kristín siss hafa báðar boðið fram aðstoð sína. Það er æðislegt! Núna hef ég ekki meira að segja fyrir utan lagatextann og þetta: Munið nú eftir Vallagötu-og Strandaátakinu..:)

Stalked in the forest, too close to hide
I'll be upon you by the moonlight side
Do do do do do do do dodo dododo dodo
High blood drumming on your skin, it's so tight
You feel my heat, I'm just a moment behind
Do do do do do do do dodo dododo dodo


Vaaalaaaaaa....:)

Ég er þreytt. Búin að labba undarlega mikið í kvöld, var líka bröltandi út um allt í gærkvöldi. Það er gott að fá sér pizzu á Devito's þegar svengdin sækir að manni seint að kvöldi til, Devito's eiga gott hrós skilið fyrir að næra mig fallega.

Laugavegurinn er alltaf fullur af lífi! Meira að segja á ýggt ókristilegum tímum, það er bara sama hvenær maður kemur á Laugaveginn. Alltaf heyrast óp og hlátrasköll og fólk að tala saman. Vilji ég fara í búðir að glugga er Laugavegurinn alltaf betri kostur en Kringlan. Þannig á það líka að vera.

Ég er orðin meira þreytt og það er ekkert að tala um í þessu bloggi. Hins vegar vil ég segja eitt: Eftir prófin á fólk að safnast saman í „Brekkunni" og renna sér langt fram á rauða nótt.

Vala...á leið í háttinn

föstudagur, nóvember 28, 2003

Það er æðislegt að renna sér!!! SIGRÚN HLÍN,þú trúir því ekki hvað það var skemmtilegt í sleðaferð! Bara sko ég hélt að gamaninu myndi ALDREI linna!!! Og Sigrúnarpakk sem tónlék, ÞAÐ VAR SVOOO GAMAN AÐ ÉG BARA VEIT EKKI HVAÐ! ÞYKIR MJÖG LEIÐINLEGT AÐ ÞIÐ SKYLDUÐ MISSA AF ÞESSU AF ÞVÍ AÐ ÞETTA SKAFFAÐI MÉR HAMINGJU TIL TVEGGJA VIKNA!!!!!!! Þið eruð allar afmissandi afmissarar! Í gærkvöldi stofnuðum við Brynjar til rennifundar í THE brekku bakvið gulu húsin þarna í Litlu hlíð og fokk maar,það var stööööööð!!! Við vorum þarna ég, Brynjar, Siddi, Kolli, Marta og Tara og skemmtum okkur konunglega. Reyndar hittum við Brynjar tvo gaura sem eru núna í 10. í Hlíðaskóla og sjiiiiitt þeir voru alveg að deyja við vorum svo hallærisleg. Þetta var bara: „þússt OMG! Eruði að fara að RENNA ykkur?" Æææ...10. bekkur þá virðist maður nú hafa verið waaayyy too cool for school.

Núna er helgin mætt á svæðið,og það er föstudagur sem þýðir aðeins eitt: IDOL Í KVÖLD! Þá er bara málið að taka sig til og finna einhvern góðhjartaðan einstakling með Stöð2 sem hýsir fólk í Idol gláp. Ef þú ert góð manneskja sem á foreldra sem eru áskrifendur að Stöð2,hafðu samband. Mig vantar Idol gláp,ég skal sjá fyrir snakki eða einhverjum sora til að narta í á meðan horft verður á Idol.

Ég held að þetta Vallagötuátak mitt sé ekkert að ganga? Mér sýnist bara ekki neinn vera byrjaður að segja þetta að eigin frumkvæði. Þyrfti að tékka á þessu bráðlega,gera könnun eða eitthvað þannig. Ég vil allavega segja ykkur öllum þarna úti: Innleiðið Vallagöturnar í orðaforða ykkar, það gerir líf ykkar betra.

Það má ekki heldur gleyma Strandaátakinu, það held ég að gangi enn verr en Vallagöturnar. Ég vil allavega segja ykkur öllum þarna úti: Innleiðið Vallagöturnar í orðaforða ykkar, það gerir líf ykkar betra.

Takk fyrir og vooooðalega góða helgi á meðan ég læri og læri og læri og læri og læri...ætla líka að læra í dag til að verðskulda morun í kvöld!!!!

Vala

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Æ æ snjórinn er ekki lengur svona skemmtilegur eins og hann var seinast þegar ég bloggaði. Þá var þetta bara fullkomið,ég hef reyndar ekki enn komist til að renna. Allt of mikill lærdómur og svoleiðis rugl...hins vegar er stefnan að renna sér rækilega í kvöld,vonum að það haldist. Í gærkvöldi fór ég í Cösu og horfði á A nightmare before Christmas,mjög skemmtileg mynd. Yndið hún Sigrún Hlín fékk okkur Brynjar messér og svo voru fleiri þarna. Við erum reyndar svo klók að við fórum og biðum eftir strætó án þess þó að hafa hugmynd um hvenær hann kæmi. Þannig að við biðum þarna í svona fjörutíu mínútur örugglega eftir strætónum.

Oooh! Svo eru það prófin á næsta leyti,en ég ætti ekkert að vorkenna mér fyrst ég er ekki í MR eða Verzló. Þar eru miklu fleiri próf en ég tek. Svo var svo skemmtileg uppgötvun sem ég gerði áðan!!!! Á næstu önn þááá skipti ég um kennara og læti og fer í nýja áfanga í öllu!! Nema að ég falli í einhverju:s En ég vona nú að það komi ekki til þess!!! Allavega þá verður svo spennandi að vera með nýju fólki í tímunum og soleiðis.

Þetta blogg er ekki nógu gott....engar pælingar,bara hversdagslegt röfl. Eeeen það verður þá bara að hafa það..múhahaha

Vala döll

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Vá! Þetta er svo frábært..jólasnjórinn er kominn....:D:D Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er mánuður í jólin eða mánuður -1 dagur allavega,samt hef ég trú á að þetta sé jólasnjórinn. Dagurinn er allavega fínerí skoh,vaknaði í morgun og þá varð mér litið út um gluggann og þar sá ég svo falleg hvít grenitré með hvítum greinum. Fyrst var ég alveg bara svefndrukkin og ímyndunarveik,þegar ég sá þetta hvíta á trjánum hugsaði ég fyrst „miltistbrandur?" eeen sá að mér eftir sekúndur í heimi vakandi fólks. Svo fór ég út og labbaði í skólann eftir allar morgunathafnirnar,þá var sko stuð á minni! Labbaði eftir götunni í svona fínum djúpum hnoðisnjó.

Það er ekki svona snjór sem hverfur við að maður stígi á hann snjór né slabb ónei,þetta er alvöru SNJÓR,snjór sem að gerir það að verkum að ég þrái að fara út á diskinn minn. Eini gallinn er að finna brekku við hæfi,brekkan sem var málið í gamla daga er komin með e-r tré í sig. Það er búið að gróðursetja tré í brekkuna okkar fínu! Brekkuna sem sameinaði Hlíðskælinga í gamla daga,brekkuna sem að ég renndi mér í fyrsta(og eina) skiptið á snjóbretti í. Það var annars mjög skrautlegt þegar ég þreytti frumraun mína á snjóbretti,ég var eitthvað að böggast með Möggu og við hittum Sölva okkar Snæbjörnsson í brekkunni. Hann er nefnileg algjör snjóbrettatöffari skoh,ýkt kúl og góður. Ég samt gerði stór mistök þarna í minni fyrstu reynslu sem snjóbrettari. Fór niður brekkuna á brattasta staðnum þannig að ég gólaði alla leiðina niður.

Anywhoo þá er ég núna farin að leita mér að e-m rennifélaga/félögum fyrir þetta þriðjudagskvöld..*brennandiþráeftiraðrennamér*

bæjó og gleðilegan snjó:D

vala

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ahh..þá er þessari helgi hreinlega bara að ljúka,það er gróft! Þessar helgar fara alltaf bara burt án þess að kveðja mann...svo bara vaknar maður á mánudagsmorgni alveg tómur að innan. Eina sem hægt er að gera er að steyta hnefann út í loftið og bölva helginni. Samt er helgin ágætis náungi, helgin kom og það er fyrir öllu. Þessi helgi var allavega skemmtileg:) Góður félagsskapur alla helgina bjargar málunum.

Mamma og pabbi voru ekki í bænum um helgina,Berghóll fékk að njóta þess að hafa þau inn í sér. Berghóll hlýtur að verða einmana yfir veturinn...þá eru það bara hann og Magga litla sem eru þarna þá,því við komum ekki yfir vetrartíðina. Þ.e.a.s þegar það er svona frost og læti þá förum við ekkert til Berghóls. Reyndar þá getur Magga litla örugglega ekkert talað við Berghól þar sem að hún er öll svo vandlega innpökkuð til að hún fjúki ekki burt. Núna lýkur ráðgátunni um hver Berghóll og Magga litla eru..*trommudót*...Berghóll er sumarbústaðurinn okkar og Magga litla er báturinn. Magga stendur sko við hliðina á Berghóli með segl yfir sér og læti yfir veturinn.



Vala

laugardagur, nóvember 22, 2003

Er eitthvað að því að fá í skóinn í ár? Ég spurði „jólasveininn" hvort að ég fengi ekki í skóinn þetta árið og dýrið hló bara að mér! Síðan reyndar komumst við að þeirri niðurstöðu að maður yrði aldrei of gamall fyrir skógjafir. Ég vildi óska þess að ég tryði ennþá á jólasveininn...ég trúði voðalega lengi á þennan gaur(þessa gaura kannski frekar). En síðan skipti ég um bekk ooog þar voru allir að tala um hvað „mamma sín hefði gefið sér í skóinn" þá leist mér ekki á blikuna og viti menn jólasveinninn fór úr huga mínum. Reyndar þá kom ég heim um daginn og alveg bara: „mamma er jólsveinninn ekki til???"
mamma:„júú að sjálfsögðu,hví heldurðu að hann sé ekki til?"
ég:„ÉG VEIT ALVEG AÐ HANN ER EKKI TIL! KRAKKARNIR VORU AÐ SEGJA ÞAÐ Í DAG!"

Þannig lauk trú minni á jólasveininn þegar ég var nýorðin 10 ára. Það er góður aldur til að hætta að trúa kannski,en það var svo spennandi þegar maður var lítill,að láta miða út í glugga. Ég hef meira að segja látið pott með grautarleifum í út í gluggakistuna mína. Jólasveinninn var góð trú,en ef ég hefði trúað lengur þá væri ég örugglega álitin skrýtin.

Þetta blogg um jólasveininn er orðið allt of langt!!!!!

Vala *jól*

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Það er svo gaman í þessum dansi í leikfimistímunum í MH!!! Í dag var það reyndar ekki dúddinn heldur var það e-r gella sem kenndi okkur að dansa almennilega. Hún kenndi okkur m.a dans ÁRSINS,já það er satt ÉG kann núna DANS ÁRSINS 2003. Hann heitir Ven,ven,ven eftir spænsku píkupopplagi,alveg hreint FRÁBÆRT lag. Reyndar er ég aðeins að ljúga,ég get ekki munað dansa eftir að ég er hætt að dansa þá svo ég kann bara handahreyfingarnar í 2003 dansinum.

Það gerir mig reyndar mjög sorgmædda að þetta var seinni danstíminn af tveimur sem við fáum! Mér þykir það miður skemmtilegt því að það er stuð í danstímunum. Þó svo að maður standi sig ekki eins og neinn heimsmeistari er þetta samt gaman! Ég lærði meira að segja líka enskan vals í dag..eða kassadansinn eins og Elsa kallaði hann,nema ég hafi verið að misskilja eitthvað.

Núna hef ég ekkert meira að segja,og einhvern veginn efast ég um að það sé gaman að lesa um danskennslu í MH..sooorrí,kannski ég ætti ekkert að birta þetta blogg? Jæja,kemur bara í ljós ef það verður á síðunni þegar þú ferð inn á hana hef ég greinilega birt það. Anyways ég er hætt.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Þetta er allt að koma,ég er að kynnast Haraldi betur,hann er að venjast. Ég veit að hann fékk ekki hlýlega móttökur af minni hálfu en það var bara reiði af söknuði í Kalla garð. Það er alltaf erfitt að kveðja gamla ástvini og taka við öðrum í staðinn. Þið sem fylgist ekki vel með,ég skal segja ykkur hverjir Kalli og Haraldur eru. Kalli er gamli sturtuhausinn minn en Haraldur sá nýi. Við Haraldur áttum einmitt stund saman í dag,og komst ég einnig að því í sturtuferð dagsins að hann er kallaður Halli.

Að öðru...í kvöld verður hörkuskemmtun í Norðurkjallara MH,kl20 hefst twist kvöld og munu The Askthewaiters leika fyrir dansi auk óvænts plötusnúðs. Endilega mætið,kostar 100kr inn fyrir meðlimi í Nemendafélaginu og ég er ekki viss hvað það kostar fyrir hina utangarðsmennina;)

Hef ekki fleira fallegt að deila með ykkur í dag þá..

Vala

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Sunnudagar,af hverju eru þeir alltaf svona morknir? Er það manni sjálfum að kenna eða er það samfélagið sem að þrýstir á okkur í sambandi við sunnudagsmorknun? Í dag til dæmis hef ég verið á náttfötunum undantekningalaust,og er það enn,og hef ekki gert neitt af viti. Mér er illt hægra megin í enninu en letin segir mér að bíða bara eftir að það fari í staðinn fyrir að hringja í mömmu í vinnuna og spyrja hvort ég eigi að taka paratabs eða eitthvað. Núna er ég líka að mygla,eins og mygluskán á gömlum mat.

Í gærkvöldi var ég hjá Aldísi með Jósa,Sigrúnu,Hildi,Kötlu,Signýju og Malenu..það var sniðugt. Á leiðinni tók ég eftir að það er svona Strandaþema á götunöfnum. Ég sá Norðurströnd og Vesturströnd, veit ekki hvort séu fleiri strandir..það er eins og -Vallagötuþemað í Vesturbænum. Þar eru allavega Ljósvallagata, Brávallagata, Ásvallagata, Hofsvallagata..og örugglega fleiri. Það er samt aldrei talað um Vallagöturnar Í Vesturbænum,sem er svindl. Því það er t.d talað um Fellin í Breiðholtinu,en ég er ekki viss hvort sé talað um Strandirnar úti á Nesi. Ég vil allavega innleiða það að fólki tali um Vallagöturnar í Vesturbænum!!!

Takið þátt í þessari byltingu með mér talið um -Vallagöturnar í Vesturbænum. Þá eruð þið í hópi ÆÐIFÓLKSINS SÍSVALA.

Vala:)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Ég elska Idol þættina íslensku,það er á hreinu. Þessi söngvakeppni eða hvað sem maður skal kalla þetta,hefur séð mér fyrir skemmtun marg föstudagskvöldið:) Eins og í gærkvöldi til dæmis. Þá fór ég til Snjólaugar að horfa á Idol með Díu,Sigrúnu,Elsu og Soffu. Eftir að keppninni var lokið(eftir að Helginn minn vann *bráðn*) kíktu Jósi,Ómar og Rútur til okkar. Þeir virtust reyndar skemmta sér betur í eldhúsinu en hjá okkur,þar sem þeir sátu með mömmu Snjólaugar og systur hennar og kærastanum hennar. Allavega þá var þetta fínasta kvöld. Við erum bara púkaleg ungmenni fengum við að heyra nokkrum sinnum ;) Anywhoo...þá er bara að finna eitthvað skemmtilegt að gera í dag/kvöld!

Góða helgi og til hamingju með Helga Rafn allir!!!

föstudagur, nóvember 14, 2003

Núna er ég sorgmædd ung stúlka,lífi mínu mun ljúka brátt,ég mun örugglega gráta mig í svefn í nótt. Í gær þurfti ég að kveðja yndislegan vin,hann hét Karl og mun ég aldrei gleyma engilsásjónu hans. Hann hefur veitt mér vellíðan og hreinsað mig öll skipti sem ég hef skolað mig. Karl einn veit hve yndisleg ég er þegar ég syng,og hann hefur huggað mig og lagað höfuðverki með því að buna á mig. Já Karl,sturtuhaus, síðan við fluttum hingað, er horfinn á braut. Mér var samt ekki sagt frá því að hann myndi vera látinn fjúka! Ég bara fór inn á bað og ætlaði í sturtu,svo þegar ég skrúfaði frá vatninu var ekki allt eins og átti að vera. Þessi sturtuhaus var eitthvað svo asnalegur,heitir pottþétt e-u ömurlegu nafni. En ég kemst bara að því þegar ég kynnist honum betur.

Allavega þá sprautar hann geðveikt ömurlega á mann,það spýtist bara vatn úr götunum sem eru úti við endana síðan fær maður geðveikt lítið á sig úr miðjunni. Svo að maður þarf eiginlega að standa lengst til hægri eða lengst til vinstri til að þetta virki almennilega.

Núna skal ég hætta að tala um sturtuhausinn,meira að segja skal ég hætta að tala um báða,Karl og...hinn. Í dag kom Vigdís til mín,langt síðan ég hef hitt hana..gaman að hitta hana aftur. Síðar bættist Ísak,átta ára gamall hálfbróðir hennar,svo við og enn síðar Sigrún Hlín.

Ekki má gleyma því að amma mín heitin á þennan afmælisdag,hún hefði orðið 86 ára hefði hún lifað. Til hamingju með afmælið amma mín!

Vala:)

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ég fékk bestasta disk í algeimi í gærmorgun,reyndar tvo..já..tvo bestu diska í heimi af diskum með lögum úr kvikmyndum. Annar er Kill Bill soundtrackið og hinn Pulp fiction soundtrackið!! Þetta er magnað,ég er alveg bara umm umm jejeje umm..er samt meira búin að hlusta á Kill Bill,styttra síðan ég sé myndina svo ég man frekar eftir lögunum úr myndinni. Og það er alltaf svo gaman:) Allavega þá var það hann Sölvi sem var svo ljúfur að skrifa þessa diska fyrir mig,hann var svo kúl að hann niðurhlóð þessu á dc++-jeeee!

Í dag var ég í mjög skrautlegum líkamsræktartíma,e-r dúddi..Jóhann Örn(minnir mig að hann hafi heitið) kom og kenndi okkur að dansa. Fyrst var það foxtrott sem hann kenndi okkur,síðan tók við línudans og seinast var það djæf. Dansherrann minn var hann Viktor og jeminn eini,greyið drengurinn. Ég var svo ósvífið lítið að ná þessum snúning í djæf að það er nú ekki einu sinni sniðugt..eða jú..svolítið..*glott*..anywhoo. Þá er hann Jóhann Örn dansdúddi svakagóður gæi og það er gott að kunna línudans núna,ég er reynslunni ríkari á danssviðinu.

Í gærkvöldi kom Marta til mín og var hjá mér e-n tíma,á meðan á heimsókninni stóð gerðum við margt sniðugt. Fórum m.a til Jósa og lentum í rooosa á leiðinni:o Þannig var að þegar við vorum að ganga upp Mávahlíðina,þá var e-r miði á vinnukonunni á bíl. Og mér fannst þetta ekki nógu sniðugt svo ég tók miðann af og fleygði í jörðina. Svooo föttuðum við að þetta var morðhótun til eiganda bílsins og að við hefðum verið að styggja morðingjann,en hann var að fylgjast með bílnum. Við vorum náttúrulega alveg GLÍÍÍP! Síðan þá sáum við morðingjann,hann var að labba á eftir okkur upp Mávahlíðina. Já gott fólk! Okkur VAR veitt eftirför af manni með sígarettu í munnvikinu og með leðurtösku fulla af hnífum undir öðrum handleggnum. Við rukum til Jósa en hann bauð okkur ekkert inn svo við vorum í lífshættu. Samt,við húktum á tröppunum hans..ásamt honum auðvitað í svona þrjú kortér. Þannig að sem betur fer lét morðinginn ekki til skara skríða.

Þetta var reynslusaga gærkvöldsins hjá mér..takk fyrir

Vala reynda

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Leiðarljós er allt of vanmetinn þáttur!!! Hann prýða svo óendanlega margir kostir að það er ótrúlegt. Í hverri senu eru e-r að tala um eitthvað sem gæti gert roooosalegan skandal jafnvel skemmt hjónabönd eða rústað lífi einhvers. Svo er svona cliff hanger endir í hverjum einasta þætti. Ég hef horft á þetta alltaf þegar færi gefst,næstum því,síðan ég var svona sex ára. Því er ég alfarið á móti þeirri kenningu að þetta sé bara fyrir ellismellafólk.

Í skólanum í dag gladdist ég miiiiiikið,var í dobbúl stærðfræði í byrjun dagsins og ógissla ARG! yfir stærðfræðiprófi sem átti að vera á morgun. Svo rétt fyrir pásuna í tímanum,þá tilkynnir stærðfræðikennarinn hann Jói okkur um vikufrest á prófinu:D Ég gladdist svo mikið að það var ótrúlegt!!!!!! Er sko ekki aalveg að standa mig í kaflanum *roðn*.

Núna er þetta að verða komið gott,en hey! Fyrst það er ekki próf á morgun er eins gott að finna sér viðfangsefni í kveld:)

Vala

mánudagur, nóvember 10, 2003

Váááá en óendanlega óspennandi dagur hefur þetta verið maður minn góður! Var bara í skólanum í þessu félagsfræðiprófi,það gekk ágætlega,þetta verður eitthvað á bilinu 7-8. Síðan bara kom ég heim og lærði og ekkert annað en það,nema bara að Manda systir kom í heimsókn og er hér enn. Núna er mamma hins vegar að sinna henni svo neinei ég er ekkert illur gestgjafi.


Ég kláraði Of mice and men,þetta er ekkert smá sorgleg og þó góð bók!! Ég er alveg bit eftir að hafa lesið hana,vorkenni öllum svo..eða ok kannski ekki alveg öllum en já það skiptir ekki máli. Ég vona að við förum bráðum að horfa á myndina í enskutímum af þvi´að hún er örugglega ÝKT ÓGÓ góð. Það gladdi mig eitt þó mjög mikið í dag,ég fékk Queen og góður skítur og Soul rebel diskana mína aftur:D:D

Soul rebel er diskur með Bob Marley and the wailers,hann er fáránlega góður skoh. ER gerður svona þegar þeir voru frekar ungir svo það er geðveikur munur á honum og t.d bara Legend. Queen og góður skítur hins vegar er diskur sem að Jósi skrifaði fyrir mig,ég var heima hjá honum eitt kvöldið og valdi Queen lög úr safni hans. Auk annarra laga til að fylla upp í það pláss sem eftir var á disknum. Massífur diskur.

Þetta blogg er ekki um neitt nema diskana mína og daginn minn svo ég læt þetta gott heita,er farin að saxa stærðfræðina í öreindir sínar með pápa..*heróp*
Vala æði

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Þetta hefur verið skemmtileg helgi hjá mér. Gaman bæði föstudags-og laugardagskvöld!
Ég er búin að segja frá föstudagskvöldinu mínu svo það er komið að laugardagskvöldinu mínu.
Hildur,Katla og Signý komu til mín og við vorum eitthvað hangsandi hérna heima í fyrstu. Svo var tekin sú djarfa ákvörðun að hringja í hann Jósa og þá var boðuð koma okkar þangað. Þegar við höfðum verið aðeins hjá honum mætti Aldís á svæðið og síðar Rútur og Jói.
Það var farið út að rölta og leiðin lá síðan upp í Keiluhöll maaar. Þar var ég sigruð bæði í pool og þythokkí. Jámm..ég er ekki góð keppnismanneskja lítur út fyrir. Síðan bara var maður eitthvað labbandi út um allar trissur. Eina frásagnarverða var að við Jósi og Aldís fórum á Nonnabita þegar aðrir voru farnir eitthvert annað,eins og heim. Og þegar við stóðum úti og biðum komu pabba Jósa, sem var svo ljúfur að sækja okkur, kom að mér drukkinn maður sem að fór að syngja fyrir mig Sexmachine með James Brown. Hann vaggaði sér svona fram og aftur,voðalega fín performance hjá honum.

Jæja,ég er að verða búin að lesa það sem er til prófs í félagsfræðinni!!!!!!!!
Best að fara bráðum og klára þetta alveg og vera dugleg deppa:D

Vala

laugardagur, nóvember 08, 2003

Þetta er fín helgi enn sem komið er,mér líkar vel við þetta.

Í gærkvöldi fór ég til Malenu,það var mjög gaman og ýkt kósý. Þetta voru reyndar allt 3B krakkar nema ég,og í svona fimm mínútur voru Katla og Signý þarna líka. Það var búið að hugsa vel fyrir að hafa allt þægilegt og notalegt þarna. Þegar við komum var komið rúm fyrir framan sófann í stofunni og fleiri rúmteppi,sængur og koddar en ég hélt að fyrirfyndist á einu heimili. Við sem vorum þarna vorum ég,Hildur,Sigrún,Aldís,Tinna,Heiðrún,Jósi,Ómar,Saga og auðvitað Malena gestgjafi. Síðan kíktu Signý og Katla aðeins við. Við horfðum á American phsyco,The hole og The shining,svakastuð.
Reyndar svaf ég aðeins yfir The shining og það var voðalega notalegt bara,enda var ég á mýksta stað sem finnst í algeimi. Það var allavega mjöög mikið svaka gaman.

Í dag gerðum við Sigrún og Guðrún Tinna 5bls ritgerð um heimilisofbeldi fyrir félagsfræði á mánudaginn. Það er reyndar líka próf í félagsfræði á mánudaginn,ég er ekki búin að lesa neitt fyrir það:| Sjitturinn!!!! Ég er dáin..jæja,ég verð bara ofurdugleg á morgun:D

föstudagur, nóvember 07, 2003

Hmm..ég er í skólanum núna,í gati..aaalein! Það er ekki skemmtilegt þar sem að það er ekki nógu skemmtilegt veður úti til að ég nenni að labba heim. Ég þyrfti að fá e-n lítinn skemmtilegan páfagauk sem kann að tala eins og ég barasta til þess að hafa á öxlinni þegar mér leiðist í götum. Það er nefnilega svo hræðilega leiðinlegt þegar maður þarf að hanga hérna alveg svaðalega einmana. Kannski ég ætti að hætta að blogga og fara að kaupa mér ostaslaufu?

Núna er að koma helgi og þá þarf maður að fara og finna sér eitthvað við að hafast.
Samt er brjálað mikið að læra svo ég þarf að læra í dag!! Ef ég væri virkilega dugleg myndi ég læra í gatinu,en það er ekki hægt að læra í skólanum nema í skólastofum. Þó að ég sé ein í gati get ég ekki lært á ganginum. Þannig er það barasta!

Ég er samt svolítið bitur af því að mér var strítt í dag út af myndinni á heilabu.net þar sem ég er afmynduð í framan. Reyndar er alveg satt,ég er afmynduð á henni já..eeen það má ekki neinn nema ég segja það.
Ég ætla að fara g kaupa mé ostaslaufu snöggvast!
Skemmti ykkur um helgina börnin góð og yndisleg og stór og smá og eitthvað meira.

Vala:)

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Í gærkvöldi var oooofurstuð!!!!! Þetta var alveg vírað svo mikið var fjörið! Kvöldið hóf ég á því að Sigrún Hlín sótti mig og við brummuðum af stað. Síðan þurfti að snúa við því ég hafði gleymt miðanum hans Jósa *skömm*. Við fórum svo niður í MR þar sem voru Jósi,Hildur,Fura,Aldís,Malena,Árni,Steinar,Sölvi og Brynjar. Tónleikarnir heppnuðust mjög vel hjá The Askthewaiters og eiga þeir hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Eftir tónleikana tók svo við fyrirpartí sem reyndar Jósi,Aldís og Malena fóru ekki í. Þau fóru í e-ð annað dæmi sem að Rútur tók þau með sér í.Það var mikið gaman mikið fjör þar á bæ skal ég segja þér!
Eftir partíið var það svo bara ballið sem að heppnaðist fantavel!! Og ég var alveg hreint mögnuð Verzlópía skoh, þó að ég segi sjálf frá. Það eru myndir frá ballinu á www.heilabu.net fyrir þá sem vilja sjá alla stemninguna þarna. Það eru reyndar tvær hræææðilegar myndir af mér þarna en já vonum bara að ég sé óþekkjanleg á þeim:D

Pravda er ekki nógu skemmtilega hannaður staður verð ég nú bara að segja hér og nú! Hann er eitthvað svo lítill og það er e-n veginn ekki neinn staður þar sem hægt er að tala við fólk. Það þarf alltaf að æpa allt sem maður vill segja við e-n,sama hvar maður er. Nema á klósettinu en þússt maður nennir ekki að hanga þar heilt kvöld!
Ballið var allavega ÆÐI og ekki var verra að vera með frábært fólk með sér allt kveldið.

E.S: Stjórnin tók Eitt lag enn eins og draumurinn var,það gladdi okkur Aldísi allavega mjöög mikið;)

Vala

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

SJITT!!! Ég er komin í múnderinguna mína (sem ég þarf btw að vera í á tónleikunum upp í Cösu kjallaranum í MR líka) og þetta er í bland hræðilegt og fyndið. Ég er með hátt tagl,bleikasta gloss í heimi svo bara máluð á klassíska mátann. Hvítur jakki,soldið sjúskaður reyndar en skrú ðatt bara...svo er ég í diesel buxum og e-m ljósbláum bol sem ég fann inn í skáp.
Þegar ég sé framan í mig með þessi bleiku umgjarðarlausu sólgleraugu og lokkana tvo sem hanga í andlitinu á mér flissa ég alltaf. Prófaði áðan að sitja og horfa í spegilinn en það gekk ekki vel..ég sprakk. Úr hlátri þ.e.a.s

Jæja,best að reyna að ná í Sigrúnu mína Hlín,hún ætlar að vera samferðamaður minn niður í MR þar sem ég rata ekkert í þennan blessaða kjallara þeirra.

Bæh!!!!!!

Þá er maður búinn að sjá Scary movie 3!! Hún var alveg fyndin sko,soddan vitleysa en alveg ágætis afþreying. Myndi samt frekar ráðleggja fólki að sjá hana bara á spólu heldur en að eyða 800kr í hana. Það er erfitt að fara í bíó,fólk á til að vera svo truflandi.
T.d í gær,þá var gaur sem sat e-s staðar fyrir aftan mig sem að sá sig alltaf knúinn til að æpa: WHAT!? þegar hann skildi ekki e-ð í atburðarásinni. Þetta er svona sem maður leyfir sér heima að horfa á spólu,en ekki æpa yfir heilan sal.

Í kvöld er hið æðisifengna verzlóball MH..ég hlakka mjööög til að fara á það:D
Svo verður hljómsveit Kolla og co. The askthewaiters líka með gigg,við förum líklegast þangað fyrst að hvetja drenginn til dáða. Það er nú heldur ekki neitt fyrirpartí eða neitt þannig,allavega ekki sem við vitum um.....ennþá:O Við förum nú að horfa á þá spila,sama hvað tautar og raular. Aldrei hef ég séð gaurana í aksjón,en þó heyrt mikið af þeim.

Ég er í fatadilemma...veit ekkert í hverju ég á að vera. Þússt í rauninni veit ég ekkert hvernig ég á að vera til að vera „verzlóleg" af því að staðalmyndirnar eru svo ýktar. Fólk sem að þekkir mig sér mig örugglega ekki auðveldlega fyrir sér klædda eins og e-a merkjapíku. Maður þyrfti einhvern tímann að labba inn í Verzló og sjá hvort allar þessar sögur af fólkinu þar séu sannar. Ég hef t.d heyrt að á marmaragólfinu sitji aðalfólkið í öllum nefndunum í sófunum þarna og allir hinir horfi á það með aðdáun. Ég efast um að sú sé raunin. Kannski er ég með gölluð gen...mér tekst ekki að innræta í mig þetta hatur á Verzló sem á að prýða mig þar sem ég er nú MH-ingur.

Á ballinu munu Stjórnin,Svitabandið og óvæntur plötusnúður spila fyrir dansi. Það er mjög fínt...jaaá ósköp fínt. Ég bíð þess með ofvæni að sjá hvort að Sigga og Grétar taki Eitt lag enn. Pælið í hve mikill draumur það væri að vera þarna á ballinu,og síðan segir Grétar/Sigga:„Næsta lag sem við tökum er tileinkað Völu Jónsdóttur í MH. Það er Eitt lag enn,og við tókum með okkur gullfötin sem við vorum íklædd í undankepnninni."
Síðan kemur hlé og þau stökkva fimm mínútum seinna fram á sviðið og fara að syngja þetta ódauðlega lag!!!!! Ohhh...ég vildi óska þess að þetta myndi gerast.
Jæja,nóg komið..best að ég fari að ákveða aðeins með fötin mín og svona:)

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Strætó,strætó er hræðilega flókið fyrirbæri..ég mun aldrei skilja kerfið hjá þessum gulu vögnum á hjólum. Ég næ því að þessi tæki keyri e-n ákveðinn hring hvern dag en ég mun ALDREI geta lært á þetta!! Ég er t.d núna með sveittan skallann af því að ég er að reyna að átta mig á hvaða strætó ég á að taka til að komast upp í Smáralind fyrir 21:45.
Er að fara þangað til að skella mér á Scary movie 3...ætli hún sé ekki fyndin?
Jú veistu ég held bara að hún sé það! Trailerinn er sniðugur og þetta hlýtur að vera góð hlæhlæ mynd,trúi bara ekki öðru. Myndin er örugglega ekki GÓÐ..ekkert verðlaunastykki en þetta er pottþétt fyndið róðarí.

Ég er að horfa á Queer eye for the straight guy og það er náungi að syngja fyrir kærustuna/eiginkonu sína uppi á sviði. Það er ljúf sjón en ohh núna var Kristín að skipta yfir á Popptivi og það er eitthvað hörmungarlag með Maus í gangi. Maus spilar ekki skemmtileg lög,þannig er það nú bara! NEI HEYRÐU MIG NÚ!! Gilmore Girls á RÚV eru komnar í gang núna...það er ágætur þáttur..er samt orðin frekar leið á honum.

Allaveganna ég hef barasta ekkert að segja núna nema að Jai-->kúltúr gaurinn í hýrt auga fyrir gagnkynhneigða karlmanninn-->hann er sætur! Samt er soldið fráhrindandi að hann er í ógeðslegum bol,bleikur stuttermabolur með gulu hálsmáli!! Og svona gulu á endunum á ermunum..*hrollur* Vá hvað ég er fegin að ég sé ekki samkynhneigður karlmaður sem vill reyna við hann. Þá yrði ég sorgmædd og hætta við að reyna við hann út af þessum bol. Kannski er hægt að finna smekkvísan gagnkynhneigðan karlmann sem myndi pikka upp einhleypa samkynhneigða karlmenn og hjálpa þeim að heilla gaurana upp úr skónum. Með „gaurana" á ég við hina samkynhneigðu karlana á skemmtistöðunum.


Þessi pæling er orðin að steypu svo ég læt þetta gott heita....en aðeins í bili.
MÚHAHAHAH!
Vala:)

mánudagur, nóvember 03, 2003

Fraiser er góður þáttur en hann var samt betri í gamla daga,núna er þetta svo mikill farsi eitthvað. Hver óförin eltir aðra og það er ekki skemmtilegt. Þá verður allt svo mikil steypa. Ég er eiginlega komin með upp í kok af svona dósahlátursþáttum. Einu sem ég fíla af þeim sem ég man eftir núna eru Fraiser og King of Queens. Horfði á Will og Grace í gær,Madonna var í gestahlutverki..mikið hryllilega leikur þessi kona illa. Hún nuddaði sér þó aldrei upp við vegg í þættinum eins og hún á til að gera í myndböndum sínum þessa dagana. Í Hollywood myndbandinu gerir hún það og í þessum myndbandi með Britney Spears nuddar hún sér líka við vegg. Ég hef reyndar ekki séð allt það myndband,bara einn kafla og þá nuddar hún sér upp við vegg. Þannig að kannski við ættum að senda hana í meðferð? Svo hún fari sér ekki að voða við að iðka þá iðju. Iðjuna að nudda sér upp við vegg.

Á www.saa.is er hægt að svara nokkrum spurningum og fær niðurstöðu um hvort að maður sé alki. Í félagsfræði um daginn tóku nokkrir svona próf og allir voru alkar. Ég er farin að halda að maður sé bara alki ef maður drekkur yfir höfuð. Ég var örugglega eina manneskjan í tímanum sem var ekki alki. Þetta voru reyndar svo öfgakenndar spurningar. Allt eitthvað svona: Hefurðu verið hirtur af lögreglunni? Drekkurðu mikið? Hefurðu slasast á fylleríi? Mér finnst þessar spurningar ekki segja neitt um alkóhólisma! Ég meina alkar sitja frekar einir að sumbli. Það hafa örugglega mjöög margir unglingar slasast eitthvað á fylleríi eða verið hirtir af löggunni..ábyggilega stór hópur þeirra verið hirtur af löggunni á 17.júní. Á ég ekki að kaupa mér soundtrackið úr Kill Bill? Ég held það sé ógeðslega gott! Lögin í myndinni héldu mér í heljargreipum aðdáunar þegar ég horfði á hana. Sölvi var held ég að niðurhlaða því um daginn! Kannski ég geti látið hann skrifa enn einn diskinn fyrir mig. Hann gaf mér massífan disk á laugardagskvöldið; Skull monkey inc. PARTY MIX
Vala

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Kristín,þegar ég fæddist varstu sex ára blóm,ég var núll ára en þú sex ára.
Okkur skilja að sex ár,en þau eru ekkert miðað við allan okkar systrakærleik.
Núna ertu orðin 22 ára ellismellur,og vonandi munu næstu 22 ár verða góð.
Því eins og vitur maður eitt sinn mælti: 22 ár eru góð,en góð 22 ár eru enn betri.
Ég óska þér góðs afmælis og hver veit nema þú fáir góðan glaðning á morgun?
Með kærleikskveðju
Valgerður Joð.
Systir þín..ALLTAF!

HÚN ER GEÐVEIKT FÍNN NÁUNGI
JÁ HÚN ER GEÐVEIKT FÍNN NÁUNGI
HÚN ER GEEEÐVEIKT FÍNN NÁÁÁUUUUNGIIII
JÁ KRISTÍN HEITIR HÚN!
HÚHÚHÚHÚ

TUTTUGUOGTVÖÁÁÁR TUTTUGUOGTVÖÁÁÁR TUTTUGUOGTVÖÁÁÁÁÁR

JÁ SVO LENGI LIFIR HÚN....OG ENNÞÁ LEHEHEHEHENGUR!

ÞREYTA ÞREYTA ÞREYTA!!! Í gærkvöldi fór hið svaðalega MP maraþon fram hérna heima hjá mér,en þetta var nú ekki bara myndagláp verð ég að segja. Planið fór á aðra vegu og þegar mest var af fólki hérna held ég að það hafi verið 19 manns:| Það var bara mjög gaman, þeir sem voru hérna þegar fólksfjölgun var einna mest voru:Sigrún Hlín,Brynjar,Hildur,Hildur, Elísabet,Sölvi,Fura,Skorri,Jósi,Ómar,Marta,Kolli,Rútur,Katla,Aldís,Lóa,Gummi,Jói...ég! Oooog er það nú alveg hreint dágóður slatti af fólki,þykir mér. Hildur og Katla gistu svo líka hjá mér í nótt..það var fínt..reyndar fórum við að sofa kl5:OGripið var í gítarinn frekar oft yfir kvöldið og fólk skemmti sér nú bara mjög vel held ég. Ég skemmti mér samt ekki vel núna þegar ég horfi á allt draslið á borðinu..snakk..skál..fuuullt af glösum..gosflöskur..*hrollur*..
Það var annars mjööög gaman í gærkvöldi!!! Fullt af myndum voru teknar og Ómar sýndi mikla takta hlaupandi um alla íbúð vopnaður gítar. Hljómsveit hans og gítarsins hét að mér skildist In death in DK. Er samt ekki aaalveg viss skoh. Þetta var allavega mjög skemmtilegt kvöld,og 64 myndir teknar..rjóminn af þeim er á myndasíðunni minni:) Það er tengillinn: Dýrin mín fest á filmu hér til hliðar á síðunni. Jæja,þá kveð ég bara..þarf að taka til von bráðar *GRÁT*
Vala þreytta

laugardagur, nóvember 01, 2003

*mygl* Í gærkvöldi var mjög mikið fjör hjá mér! Ég fór með Díu,Elsu,Sigrúnu,Guðrúnu og Guðrúnu á fótboltamótið hjá MH. Þetta allt saman var mjög skrautlegt,reyndar hittum við líka mjög skrautlegar gellur í strætónum á leiðinni. Þær voru veeel neðan í því þannig að þær létu svolítið illa,eins og er við að búast. Samt ekki illa..held bara að þær séu örugglega ekki svona venjulega. Við fengum mikið að vita um tvær þeirra,og ein var líka alltaf hrækjandi í sætið við hliðina á Díu. Það var....sérstakt skulum við segja. Allavega þegar komið var upp í Fífu var mikið fjör þarna,allir orðnir glaðir og bara góð stemning. Reyndar hef ég ekki minnsta grun um hvernig mótið fór né riðlarnir né neitt þannig. Maður var svo lítið að spá í það,reyndar þá hvöttum við liðið hennar Hildar Sóleyjar mjög vel. Hún Dódó var líka í því liði..og við vorum alveg að standa okkur í að hvetja. Reyndar aðallega stelpurnar,ég var eitthvað spes og nennti ekki að klappa jafnmikið + æpa:p Svo reyndar á tímabili þá var löggan eitthvað að rífa sig eftir því sem að ég heyrði. En ég tók ekkert eftir því nema að þá voru allir að fela áfengið sitt í paniki. Og hún Lísa stóð sig vel í að hjálpa gæslunni við þetta;) Eftir mótið fórum við Día,Elsa og Sigrún allavega bara upp í Select og keyptum okkur eitthvað til að narta i heima hjá Sigrúnu í rólegheitunum! Vorum komnar í Hlíðarnar e-ð kringum eitt og vorum hjá Sigrúnu til eitthvað yfir tvö. Svo er ég að fara á eftir með Sigrúnu Hlín og Brynjari að kaupa snakk og nammi fyrir kveldið:D En í kvöld er hið aaalræmda MONTY PYTHON MARAÞON!! *PAATEYY*
Vala:)

|