sunnudagur, júlí 31, 2005

minn tími er kominn!

Skemmtilegt kvöld í gær, allt fór betur en ég sá fram á í byrjun kvöldsins. Takk fyrir!

Ég var að fá ipod en ég held ég strax búin að fokka einhverju upp, ég ýtti á takka svo..æ já ókei ég ætla ekki að fara að fræða ykkur um hvað ég gerði vitlaust. En ég auglýsi allavega eftir sérfræðingi til að mæta heim til mín og laga þetta. Ekki fyrr en ég er búin að gera mig aðeins minna fráhrindandi og ógeðslega samt.

Mig langar að fá góða veðrið aftur, þá ætla ég að bresta í söng og dansa bæklaðan dans.

"...það er heitt úti og sólin skín...."-Valgerður Jónsdóttir mánudaginn 1. ágúst 2005(vonandi)

Þetta verður samt örugglega alveg skelfileg vika, mæli með að umgangast ekkert eftirfarandi aðila: Björgheiði, Dagnýju, Eddu Maríu og Eddu ósk. Þær eiga ekki eftir að segja annað en "MALLORCA EFTIR NÍU DAGA..*skrækir*" og telja svona niður...bara létt viðvörun.

baby keep smiling- lou bega
too be alone with you- sufjan stevens
baby let me take you home- the animals
new pollusion- beck
call call-the faint

laugardagur, júlí 30, 2005

sorglegt ?

Ég er ein heima hjá Huldu og ég var að tapa fyrir tölvunni í Kleppara...

en ég læt það ekki á mig fá og verð fimmfalt hressari á eftir fyrir vikið!

new pollusion- beck
call call-the faint
blue and yellow- the used
waltz#2- elliott smith
let's go crazy- prince

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Minnisstæður dagur úr lífi mínu sem hafði mikil áhrif á mig ?

"Ég verð að segja; dagurinn sem ég fékk grísku ástardúkkuna Nickolus"

mánudagur, júlí 25, 2005

ég fæ aldrei sms á sunnudögum..

Hverjir eru með mér í andspyrnuhreyfingu gegn trampólínum ? Starf okkar verður að fara út í húmi nætur klædd svörtum samfestingum og með svartar lambúshettur og skemma trampólín á einhvern mjög hljóðlátan og fagmannlegan hátt.

Þetta hafði ég tíma til að plana í afslöppunarferðinni sem ég fór í upp í sumó um helgina. Spes ferð..aðallega að því leytinu til samt að ég stóð móður mína að því að nota orðið "mergbelja" um konuna í næsta bústað. Hingað til hefur hún verið með viðurnefnið "fluffa" en einhver breyting hefur orðið þar á. Alltaf skemmtilegur svona nágrannarýgur í sumarbústaðabyggð.
Ákvað bara að láta vita af því að konan er komin aftur..hressari en nokkru sinni fyrr...en þó er eftir læknisskoðun á fæti..vonum að hún fari sem best...einhverjir heppnir mega eiga von á símtölum um þrjúleytið á morgun. Annað hvort verð ég frávita af gleði eða mjög bitur ung kona.

elephant woman- blonde redhead
ain't no fun- snoop dogg
lodi dodi- snoop dogg
something to talk about- badly drawn boy
angel(órafmagnað)- Jimi Hendrix
It's my life- the Animals

miðvikudagur, júlí 20, 2005

...og þá sagði þjónustustúlkan: "Brjóstahaldarinn er í skápnum vinstra megin!"










Ég stefni á að líta svona út þegar þessu tímabili í lífi mínu lýkur, jafnvel gæti ég orðið svo feit að ég get ekki lengur notað hækjurnar. Þá er ég að spá í að fá mér svona fitubollufarartæki sem er hálfgerður rafmagnshjólastóll en samt ekki. Æj þetta sem er með stýri og svona lítilli körfu framan á og auðvitað svolítið stóru sæti til að rúma hamborgararassinn. Þarna er líka mynd af mér og kærastanum mínum!

sunnudagur, júlí 17, 2005

Ég ætlaði að skrifa saurugt bitra færslu um að fólk eigi að vera þakklátt fyrir að vera með báða fótleggina í lagi og geta gengið, hlaupið og leikið íþróttir. En ég hætti við..ég er ekki svo langt leiddi í biturð yfir ástandi mínu núna.

laugardagur, júlí 16, 2005

so what th efuss

°doom þrjú er gegt scary!

'coz you're my spae queeN!

halló marr..ég var að kam heim..djöfll er maðr stenna í því alltaf núna!
eini gallinn vid að byrja snemma er að maður kemur nemma heim....ef maður er ég. allt var tryllt heima já kolla hjá kvöld. gaur kom með e-a guar ameð sér og ég var bara so what the fuss! en kolli var bara HA ! PISSA Í PTOT MARÐ..HVAÐ ER AÐ!
kreisý sjitt...ég held ég hafi veirð á e-m hardco' trúnó við hildi sóleyju.........soldið mad..marr er allur í trúnóinu

sigrún féllg líka sinn skerf af trúnó..liggur vid að maður fari e-ð að blabla-a um hundinn hérna..rugl í gangi.

kolli verður að fagsaka að maður sé að b´joða fólki sem býður lfeir afólki með sér og lítur´ut eins og jónsi..mjög sérstakt, sá gaur fær pamd props fyrir got ltúkk.."hæ krakkar, ég lít út eins og jónsi og geri í því n fólk m,á ekki minnast á það samt" mjög spes.

hvar voru edda ma´ria og kristína...og hvað er með beilið á einhildi í kvöld ? komið í partí marr..djöflastuð þar ´abæ! ég ætla að hringj aí eddu og krakkar..hvð er með að kommenta ekkert!?

bææ marr..haa..lúðar vinna um helgr..haha..ég ætla að fara að sfoa og foa útrúlega út á morgun :;)

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Stór dagur..

Í dag...

...Keyrði traktor yfir annan fótinn á mér

...myrti ég næstum því manneskju

...velti ég næstum því traktor


...mun ég hitta Einhildi!

Lífið er gott og viðburðaríkt!

mánudagur, júlí 11, 2005

Ef að ég keyri framhjá þér syngjandi alveg rosalega mikið, ein í bílnum, er ég alveg örugglega annað hvort að syngja þetta lag; middle of nowhere-hot hot heat eða dope nose- weezer

þessi lög gera allar bílferðir að draumi í dós hjá mér þessa dagana.

hmm..ég hef enga hugmynd um hvað ég get bloggað og ég get ekki fengið myndafiffið til að virka..lífið er erfitt.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

ÉG ÆTLA AÐ KAUPA ALLA BÚÐINA!

Ef að ég beila á planinu mínu varðandi að pipra og eiga bara ótrúlega marga ketti og vera jafnbrún og leðurtaska ætla ég að vera svona mamma sem dekrar barnið sitt geðveikt mikið með þeim afleiðingum að það verður alveg massafeitt. Þá líður mér ótrúlega vel þegar að ástarhandföngin fara að verða skuggalega mikil. Helst ætla ég að hlæja að barninu mínu þegar ég kaupi á það of litlar buxur..af því að þá verða Jón og Haraldur(ástarhandföngin mín) mun minna neyðarleg fyrir mig.

Ég segi bara "HEY! Það gægist kannski eitthvað yfir buxnastrenginn minn en hann/hún KEMST EKKI í buxurnar sínar! Haha!"

Nei ég er komin með betra plan..ég held mig við piparplanið og ég geri þetta bara við börn Möndu og Kristínar..mmm..get ekki beðið!

Vil líka óska Möndu syss til hamingju með afmælið í gær..ferskt að vera svona gömul..ha..börnin sem ég geri grín að vegna fitu fara að koma held ég.

my boy in germany- christine hammel

|