mánudagur, maí 31, 2004


Þessi ungi maður, sem annað hvort er írskur eða skoskur minnir mig, er fríður drengur sem að ég myndi alveg vilja hitta vegna þess hve fríður hann er. Hann er líka töffari..Boondock öðlingur og alles.


Jæja, núna verður fólk vonandi aðeins ánægðara þegar það vaknar í fyrramálið og fer á bloggaflakk=)

laugardagur, maí 29, 2004

Það er svooooooo skemmtilegt þegar sumarið er komið að það hálfa væri hellingur!!! Seinustu daga hef ég bara verið í góðu skapi, jafnvel í vinnunni, þegar litlu krakkarnir koma og eru ógeðslega lengi að ákveða sig með svona sjö manna röð fyrir aftan sig, þá brosi ég og er glöð! Held að sólin hafi tekið sér búsetu í hjartanu mínu og skíni þar og þess vegna brosi ég svona mikið alveg :D¡!

Skondið, ég veit ekkert hvað mig langar til að segja í þessu bloggi en mér finnst bara e-ð svo lélegt að hafa ekki bloggað í tvo eða þrjá daga svo ég sá mig knúna til að setja eitthvað inn á þessa fátæklegu síðu!

Góða helgi og skemmti ég mér vel í vinnunni=D

miðvikudagur, maí 26, 2004

Er búin að eyða seinustu fjörutíu mínútunum eða svo í að horfa á mynd sem heitir Bloodsport og er gömul Jean-Claude Van Damme mynd. Finnst hann alveg myndarlegur í henni, svona ungur og sætur svo ég tók þá ákvörðun að finna myndir af honum til að leika mér að skoða. Ein af niðurstöðunum var mynd af þessari ótrúlega fríðu konu!


þriðjudagur, maí 25, 2004

Einu sinni var Palli úti að skemmta sér svakalega mikið með vinum sínum. Þar sá hann konu sem hann vildi endilega eyða ástríðufullri nótt með. Hún leit nefnilega út eins og draumaprinsessan hans, hún var hærri en hann, mössuð, djúprödduð og með bringuhár. Vinir hans voru mjög öfundsjúkir þegar þeir komust að því að Palla tókst að fá hana heim með sér. Hins vegar þegar þeir töluðu við Palla daginn eftir var hann ekkert of ánægður með þessa nótt sem þau áttu saman. Hún var nefnilega rússnesk og æfði kúluvarp þannig að hún var mikið sterkari en hann. Eftir þessar stundir þeirra saman uppgötvaði Palli að það er ekki sniðugt að vera með hávöxnu kvenfólki sem er sterkara en hann sjálfur. Hún hafði nefnilega bara meitt hann og brotið rúmið hans í hamaganginum.

Sko, þessi dæmisaga sýnir að það er gott að vera lágvaxinn kvenmaður!

mánudagur, maí 24, 2004

Ég hata allt sem ég þrái en get ekki fengið!!!

O.C hefur gert líf mitt skemmtilegra tel ég mig geta sagt án þess að vera að ýkja. Það er með tilkomu þeirra þátta sem maður getur virkilega hlakkað til einhvers á mánudögum. Ég byrja að hlakka til þess að horfa á o.c þegar ég fer að sofa síðla á sunnudögum. Ég vil giftast Seth, hann er fullkominn mínus hóruhegðunina.

Það er ekki auðvelt að blogga þegar maður er dasaður!!

sunnudagur, maí 23, 2004

Bara svona smá innskot..myndir eru kommnar úr þessari ógeðslega bitru ferð:
http://public.fotki.com/lagsi/

Sölvi á afmæli í dag svo ég óska honum til lukku með það. VEI!

Þessi tjaldferð sem að maður hefur hlakkað til svona lengi var ekki aaaalveg jafn skemmtileg og átt var von á. Ég held að þessi rigning hafi átt einhvern þátt í að eyðileggja hana fyrir manni, allavega þá var þetta mesta rigning sem ég man eftir. Það rigndi ENDALAUST, það minnkaði stundum aðeins regnið en það hætti aldrei alveg...eða sko ekki svo að ég muni.

Sjitt marr í gærnótt vorum við að keyra niður laugaveginn í góðu tjilli og svo skyndilega hætti tjillið að vera gott í svona tíu sekúndur af því að einhver fullur gaur opnaði bara bílinn!!! Þá brá mér frekar mjög mikið en hann var að biðja okkur um far upp í Grafarvog:p Við urðum því miður að vera mega sega dónar og synja þessari beiðni hans..eða reyndar já er það ekki mjög mikið "því miður".

Núna hins vegar ætla ég í sturtu, það er e-ð svo langt síðan að ég bloggaði seinast að ég fann mig knúna til að bæta úr þessu.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Shake, shake, shake, shake, shake it mi amor
Crazy for love
Give me some more
Shake, shake, shake, shake, shake it mi amor
Crazy for love
Give me some more
Shake, shake, shake, shake, shake it mi amor
Crazy for love
Give me some more
Forever!!!

Já svona hljómar viðlagið í laginu sem átti að vinna júrovisjón í ár, það var sungið af hinum óendanlega gagnkynhneigða Grikkja Sakis rouvas. Þið sjáið hérna alveg ótrúlega fagra mynd af honum hér fyrir neðan sem er tekin af offisjal heimasíðunni hans: www.sakisrouvas.com



það ættu allir að eiga svona fagrar krókódílabuxur eða hvað sem þetta nú er.


Legg einnig til að flegnir magabolir, low cut gallabuxur og hvítir jakkar verði standardoutfit allra karlmanna þegar þeir koma fram á sviði til þess að syngja fyrir áhorfendur.

Af hverju er ég ekki löngu farin í kassann?

Jú það er nefnilega vegna þess að ég er í sumarfríi og þegar maður er í svoleiðis fríi nennir maður ekki að fara að sofa. Það er einfaldlega vegna vitneskjunnar um það að maður getur sofið út morguninn eftir.

Á nóttunni þegar maður er að iðka þessa íþrótt að fara bara ekki að sofa sama hvað maður gerir á maður oft í mjög innihaldsríkum msn-samtölum við aðra sem ganga í gegnum það sama og maður sjálfur.

*rúsínufjölkornabollustykki* Got God? WÚHÚ!!! komin í sumarfrí, ójá;) says:
ahhhh það var könguló pinkulítil á lyklaboðrinu!!!
Vala...tala-> Elkert væk og vera glaður! says:
OOOOOOOOOOJJJ
*rúsínufjölkornabollustykki* Got God? WÚHÚ!!! komin í sumarfrí, ójá;) says:
ég veit!!! þetta er alltaf að gerast fyrir mig: pöddur á óæaskilegur stöðum!!!

Á þessari vökunótt hef ég grætt þá vitneskju um að Vigdís og pöddur séu alltaf að hittast í tíma og ótíma.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Þar sem verið var að blasta Nínu í bíl á leið heim frá Íþöku eftir stutta heimsókn í dag, komst ég að þeirri niðurstöðu að hið fyrrnefnda lag á að vera þjóðlag Íslendinga. Það kunna allir textann og fíla lagið nema einhverjir töffarar sem finnast þeir of cúl til að syngja með. Samt vitum við öll og þeir sjálfir að þeim finnst lagið æði og eru að springa úr löngun til að syngja með í hvert sinn sem það er spilað.

Annars þá er svo margt yfirvofandi að maginn minn er að tapa sér vegna þess hve ráðvilltur hann er, endalausar skiptingar milli kitls og kvíðatilfinningar í gangi í þessum maga. Ekki neitt sérstaklega þægilegt, þá get ég aldrei sofnað.

Skil ekki enn þá hvernig það meikar stenst að það herbergi í íbúðinni sem fór verst út úr þessari teiti á laugardagskvöldið var herbergið mitt..?

Annars þá skuluð þið kíkja á myndirnar úr teitinni!

sunnudagur, maí 16, 2004

Þá er júrovisjón og skemmtilegu teitinni bara hvoru tveggja lokið, þetta var allt ótrúlega skemmtilegt og ég á góðar minningar frá gærkvöldinu!

Við vorum reyndar ekkki alveg að standa okkur þarna á sviðinu í Istanbúl, nítjánda sæti og fussssss..en hey! Kannski kennir þetta okkur að vera ekki með jafnvæmin og ógeðslega leiðinleg lög og Frakkar í komandi keppnum! Hvað var annars málið með franska lagið og stóru kelluna á stultunum??? Það var ekki aaalveg að gera sig..og svo voru bakraddirnar líka klæddar í e-r hvít furðuföt og labbandi í hringi fyrir aftan hann!! Þetta er ekki e-ð sem að ég sé mig fyrir mér kjósa til sigurs í júrovisjón:p Hins vegar Grikkinn, díses kræst hvað ég hló mikið!! Það var alveg bara BEST í heimi, gaur í low cut gallabuxum, flegnum magabol hristandi sig eins og kvenmaður. Enda kaus ég hann stolt og prúð! Spes lög sem maður kýs hérna..í fyrra var það gaurinn frá Kýpur(hann var í silkibuxum!!!!) og í ár grískur hommi sem fór í flikk flakk.

Fokk..ég mæli ekki með því að vinna dagvakt í Kringlubíó við neinn, það er ekki það skemmtilegasta að standa (pínu þunnur) í níu klst án þess að það sé svo mikið sem minnst á matarhlé við mann. Er komin með ógeð á poppi fyrir næstu þrjú líf!

Áfram við á næsta ári og höfum undankeppni þá!!

föstudagur, maí 14, 2004

Vííí sumarfrí sumarfrí gaman saman sumarfrí!!!!!!!!!

Nei..hætt við

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ég fer í síðasta prófið mitt á morgun, ég er komin með vinnu, ég sá í dag að ég á 10.000 kall inni á orlofsreikningnum mínum síðan í unglingavinnunni og ég fékk ís áðan! Ef þetta er ekki fullkominn dagur/kvöld þá veit ég varla hvaða annað orð væri hægt að nota til að lýsa honum. Ohhhhh eftir 9 og hálfan tíma(ca.) verð ég komin í þriggja mánaða og 10 daga frí!!!!

Ég vil að þið lifið öll vel og elskið bloggið mitt..

Jósi var að segja mér að það væri klámmyndastjarna sem kallar sig Alyssin Chaynes.

Prófið að bera þetta fram og gáið hvort þið fattið setninguna sem kemur út úr þessu;)

Vala káta:D

GANGI MÉR VEL Í PRÓFINU Á MORGUN!!!!!! OG öllum sem fara líka í próf á morgun..GANGI YKKUR VEL:D

þriðjudagur, maí 11, 2004

Úfff..þá er maður bara í afslöppun, ekkert próf á morgun og allt svona jolly bara. Ótrúlegt hvað dagurinn er langur þegar maður vaknar snemma, vaknaði kl8:15 í morgun og þessi dagur er bara laaaangur. Maður ætti að fara að lesa dönsku bráðum, prófið á fimmtudaginn og þá er maður kominn í sumarfrí:D Vá voddafokk, þegar ég var að skrifa þetta blogg skrifaði ég sumarfrí fyrst í tveimur orðum. Það er steik ef eitthvað skal kalla steik!

Sigrún Gje hélt áfram fullkomnun þessarar bloggsíðu með því að setja inn myndir í Völufræði, þannig að núna er þetta allt að verða svaðalega fínt.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að Jósi bannermeister á að sjálfsögðu heiðurinn af þeim breytingum sem hafa orðið á myndinni af okkur Sigrúnu Hlín hérna uppi til vinstri.

Lifið vel og skemmtið ykkur af því að ég er farin að lesa danska texta og smásögur..úje!

mánudagur, maí 10, 2004

Það er alveg furðulegt hvað það er allt skemmtilegra en að læra akkúrat þegar maður á að vera að því. Núna til dæmis ætti ég að vera að fræðast meira um sögu 203 en í staðinn er ég að blogga. Mér datt nefnilega í hug að gera svona lista yfir lög sem ég hvet fólk til að hlusta á og eru í uppáhaldi hjá mér núna á þessari stundu. Eftir lestur þessa bloggs áttu að fara og hlusta á:

Here comes your man- Pixies, Bloodline- Slayer, Bathwater- No Doubt, We all die young- Steel Dragon, Numb- Portishead, Good old fashioned loverboy- Queen, No more lies- Iron Maiden, Big me- Foo Fighters, To be free- Emiliana Torrini, Hocus Pocus- Focus. Þessi lög eru bara æðisleg þykir mér!!

Ég held að þetta sé þá komið nóg af lögum fyrir ykkur til að hlusta á eftir lestur þessa bloggs. Eins og nokkur ykkar hafa eflaust tekið eftir er komið nýtt lúkk á þetta blogg, meira að segja ný mynd og alles. Og það verður náttúrulega að koma þvi á hreint, Sigrún á heiðurinn að þessu öllu saman eiginlega. Eina sem ég gerði var að velja template og mynd..svo bara gerði hún allt fyrir mig:D Takk Sigrún elska;)

Það er líka Eurovision á næstunni þannig að það er mikil spenna í manni hérna!! Júrovisjón, sumarfrí og svo bara allt óráðið í framhaldi af því!

Bæjó

sunnudagur, maí 09, 2004

Djööööfull var stærðfræði-og sögupartíið um helgina geeeeðveikt! Ég hef ekki upplifað skemmtilegri helgi, bara partí frá föstudegi-sunnudags..þið voruð ótrúlega óheppin að missa af þessu;)

Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Vala's Lurgy
Cause:old library books
Symptoms:frequent pale skin, embarrassing noises, slightly bushy eyebrows, excessive insomnia
Cure:Kryptonite
Enter your name, for your own diagnosis:


gaman gaman..

fimmtudagur, maí 06, 2004



Já..þó að ég sé í prófum hef ég samt tíma til að láta mig dreyma um að einhver auðkýfingur komi heim til mín og gefi mér bíl. Hann má líka vera myndarlegur og gefa mér nokkra seðla með bílnum, svo á hann að vera búinn að borga allar tryggingar af bílnum. Gamlir sportbílar eru miklu flottari en eins og þeir eru í dag, þeir eru bara eins og geimflaugar sem fengu dekk í staðinn fyrir svona eldspúiróðarí.

Fólk sem að fer í próf á morgun skal skemmta sér í því á meðan ég keyri upp í sumó, þar er ég að halda partí, mjög villt partí. Þetta er sko ekkert venjulega villt partí, það er yfir áfengi, dóp, karlhórur, kvenhórur og tóbak hafið. Það verður......STÆRÐFRÆÐI-OG SÖGUPARTÍ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nei, þér er ekki boðið..ég er bara boðin af því að enginn annar var nógu góður til að fá V.I.P passa ;)

sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja, ég held að íslenska sé bara hreinlega ekki lengur með mínum uppáhaldsfögum í skólanum. Það var alltaf bara voðalega fínt að fara í íslensku, ekkert mikið að gera í þessum tímum, Ási bara að reyna að skrifa eitthvað á töfluna. En núna eftir þennan dag sem hefur verið tileinkaður íslenskunámi, hata ég þetta fag!

Áðan var ég að borða kvöldmat fyrir framan sjónvarpið og það var ótrúlega spennandi sena í gangi þannig að ég var ekki mikið að fylgjast með á hvaða leið gaffallinn minn var. En síðan fann ég *sting* og þá komst ég að því að ég er svolítið klár..mér tókst að stinga efri vörina mína til blóðs með gaffli.

Takk fyrir og bless..(engar áhyggjur, ég veit að ég er klárust á jarðríki!)

|