þriðjudagur, júní 28, 2005

hlíðar eða breiðholt..

Svei mér þá ef Hlíðarnar eru ekki að verða gettóið í staðinn fyrir Breiðholtið. Ég var að keyra niður Hamrahlíðina áðan og þá sá ég þrjá gaura(tótal thugz) sitja á bekk og busta(eh..?) rímur. Það var kreisý, einn þeirra var meira að segja að gera svona dj-múv með annarri hendi, vangefið harðir náungar! Ekki skánaði það þegar ég var komin að Hlíðaskóla..þá gekk yfir götuna svona 15 manna gengi, allt algjörir thugz og nokkrir meira að segja sk83r(?)boiz í þokkabót.

Ég ætla að fara og æfa mig með butterfly-inn minn svo að ég geti varið mig ef þessi gengi 14 ára gangstera skyldu ráðast á mig.

Pæling að prófa að ganga niður götuna með ghettóblaster á öxlinni og public enemy í gangi, þá hræðast þeir mig. Jæja..nú er bara að láta ghettóblast-meistarana sjá um það. Endurtaka þingvallagönguna ógurlegu.

Don't hate the player- Loop Troop
Equus- Blonde Redhead
Honest mistake- the Bravery
Stuck in the middle- Eagles of death metal

föstudagur, júní 24, 2005

áááhugavert..

Ég hef alltaf mjög gaman af fólki sem ákveður að lífga upp á vinnudaginn hjá manni. Það er t.d svolítið af brandaraköllum og bara furðufuglum sem við hittum þarna í nágrenni við háskólann.

Sá sem stendur upp úr er karlmaður, upp úr miðjum aldri, sem að í veðurblíðunni í gær ákvað að koma fyrir framan aðalbyggingu háskólans og hreyfa sig aðeins. En áður en hann byrjaði að taka tímann á spretthlaupi þvert yfir grasflötinn, fór hann úr öllum fötunum nema pínulitlum stuttbuxum sem voru á mörkunum að hylja það allra heilagasta. Svo hljóp hann fram og tilbaka í alveg nokkkurn tíma..það var af einhverjum ástæðum mjög erfitt að einbeita sér að vinnunni með þetta svona tveimur metrum frá sér.

Síðan eru líka brandarakallar sem að koma til okkar og segja "HALDIÐ ÁFRAM AÐ VINNA KRAKKAR!"..það er reyndar ekkert svo fyndið, þá verða margir mjög reiðir. Ég vinn líka með nokkrum brandaraköllum sem finnst sjúklega sniðugt að kalla mig Rúnar. Þannig að ef ég verð hætt að svara kalli í lok sumars, prófið bara að segja Rúnar.

I am naked- Stereo total

föstudagur, júní 17, 2005

gleðilega þjóðhátíð!

Nú er þjóðerniskenndin í fyrirrúmi og allir eru kátir.

Það var gaman í bænum í dag, góður fílingur og hressleiki í gangi. Ég var samt komin með sólsting þegar ég var á leiðinni heim..pínu súrt.

Nú er sú sorgarstund þó runnin upp þar sem ég þarf að sætta mig við að ég á þessi sólgleraugu, sem hafa fjölgað kúlstigum mínum til muna, ekki...og verð víst að skila þeim.

Frekar glatað að sautjánda júní-andinn í bænum að kvöldi þessa dags virðist hafa verið hertekinn af grunnskólabörnum með breezera eða vodka..það er skelfilegt!

Versta manngerð líðandi stundar: Feita ógeðslega hressa goth-stelpan sem segir tíhí í tíma og ótíma.

mánudagur, júní 13, 2005

surreal sexlife

Maðurinn situr úti í bílskúr dag sem dimma nótt berjandi húðir af miklum krafti. Ég dáist að foreldrum hans fyrir að geta hvatt hann áfram í þessari hljóðmengun. Helsti ókosturinn við hvað hann er áhugsamur nemi á trommur er þegar hann truflar blundina mína þegar ég kem heim úr vinnunni. Hvað ætli myndi gerast ef ég færi út til hans og bæði hann um að taka klstar til tveggja pásu ? Það er sumsé verið að tala um litla trymbilinn í þarnæsta húsi, fjórtán(fimmtán ?) ára manninn sem að er (hugsanlega) félagslega vanhæfur miðað við fjölda einverustunda úti í bílskúr. Nei ok hann er örugglega ekki félagslega vanhæfur en þetta er allt svolítið gruggugt. andskotinn, var litli vinur okkar ekki að setjast niður og byrja að spila..

Helgin var hress...vinnan í dag var hress..í fyrsta sinn á ævi minni sá ég e-n annan íklæddan hundapeysunni ógurlegu og sú manneskja var vígaleg í henni, með ótrúlega svöl speglasólgleraugu á nefinu og orf í höndunum. Nú veit ég hvar þessi peysa á heima. Hún á heima hjá fólki með orf.

in my head-Queens of the stone age
gin 'n juice- Richard Cheese
Sunshower- Chris Cornell

laugardagur, júní 11, 2005

Sumarið er tíminn

Ég var úti að sjúga það í mig í næturgöngu sem átti upphaflega bara að vera frá select og heim til mín en endaði sem hressilegur hringur um hlíðarnar og smá krókur með Jósa seinna meir.
Þetta er sumarið fyrir mér, ganga úti í bjartri nóttinni..nú veit ég af hverju ég var ekki komin í almennilegan sumarfíling, ég var ekki búin að vígja nýkomið sumarið með næturrölti um yndislega hverfið mitt. Á tímabili var ég að spá hvort ég væri til í að flytja í vesturbæinn ef ég yrði að flytja eitthvert en nú er ég búin að komast að því að ég get ekki hugsað mér að búa á neinum öðrum stað en Hlíðunum í Reykjavíkinni. Sumir dissa Hlíðarnar með því að segja "öll húsin eru eins" og það er satt. En það er ákveðinn andi yfir öllu hérna sem gerir allt frábært.

Einhildur kemur bráðum heim en þá ætlar Sigrún að stinga mig af tæpum mánuði síðar, af hverju eruð þið ekki bara heima hjá ykkur stelpuskjátur ?? Læt þennan derring í Slötu samt ekki skemmá sumarið f. mér heldur ætla ég bara að láta hana vera sumarelskanda með mér. Engar Hlíðar í Ungverjalandi, fuss!

Mig langar einna helst til að vaka eftir sólarupprásinni en ég sé þó fram á að rotast þegar þessi færsla er búin að pöbblisjast þar sem ég er að deyja úr þreytu. Góða nótt og njótið sumarsins sem virðist stefna í að verða frábært.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Þau eru komin heim, já.

Ég á foreldra, frá og með þessum degi á ég foreldra..hvernig finnst mér það ? Satt að segja veit ég það ekki alveg!!!

Ég væri örugglega ánægðari með að eiga foreldra ef að ipodinn hefði andskotast til að vera til í fríhöfninni en neeeei..fríhöfnin var TÓM. Svo að í stað þeirrar yndislegu græju fékk ég jakka(gott), m&m(gott), dumble sleikjóa(gott) og gervilakkrís með gráum gervilakkrís inni í(mjög slæmt).

Var að fatta að ég fékk mér aldrei egg á meðan mamma og pabbi voru úti.....hvað er í gangi ?!?!?

Sjóðheitir sumarsmellir segirðu ?

It's all understood- Jack Johnson
Varúð- Hjálmar
Black cadillacs- Modest mouse
Deed I do- Ragnheiður gröndal
Stephanie says- Lady & Bird
Violent pornography- System of a down

þriðjudagur, júní 07, 2005

HÆ KRAKKAR!

ÞIÐ ERUÐ ÖLL FRÁBÆR OG MÉR FINNST ÆÐI AÐ VINNA Í RIGNINGUNNI!!

föstudagur, júní 03, 2005

Allt að fara fjandans til ?

Eru íslenskir fjölmiðlar búnir að missa vitið ?

Hví hef ég ekki rekist á það í einum einasta fjölmiðli að elliheimilið Grund sigraði dvalaraheimili aldraðra í Hveragerði í boccia núna fyrir stuttu og fékk að launum farandbikar úr gulli ?

Við óskum þeim allavega til hamingju með það..þó svo að ég efi stórlega að nokkur úr liðinu lesi bloggið mitt. Þess má til gamans geta að amma átti stóran þátt í sigri þeirra þar sem þær Guðrún léku rækilega á besta leikmann liðsins frá Hveragerði. Já amma mín er kúl!

Góða helgi!!!!!

Chameleon- Herbie Hancock
Kaffilagið- veit ekkert með hverjum

miðvikudagur, júní 01, 2005

kakan er búin!

Mér finnst fátt meira pirrandi en þegar eigendur hættulegra dýra eða smábarna(eða foreldar..ókei þá) láta þau bara ganga laus. Ok ég skal reyna að útskýra betur hvað ég meina:

Edda Ósk varð fyrir fólskulegri árás geðveiks kattar þegar hún var að bera út póstinn(af hverju er þessu dýri hleypt út ef það ræðst á fólk og er þekkt sem "geðveiki kötturinn" hjá póstinum ?)

Svo varð ég fyrir árás af hendi lítils krakka í sundi um daginn...í heita pottinum..þar sem maður slappar af..en nei ekki ég neinei..þegar ég er þar koma litlir krakkar til mín með kork að vopni.
Og mamman gerði ekkert..ekki neitt..nema horfa á okkur...! Síðan þegar inn í búningsklefann var komið jájá, þá potaði hann í rassinn á mér "af því hann var svo hrifinn af nærbuxunum mínum" samkvæmt mömmunni.

Ég er reiður unglingur já.

my star- brainstorm
desafinado- stan getz og charlie byrd

|