þriðjudagur, desember 27, 2005

"GUÐ ER FRÁBÆR..

..og líf með þeim Jesú er ekkert nema æðislegt! Komið og verið með, þið munuð aldrei sjá eftir því! :D:D:D:D:D"

Eru orð frelsaða fólksins sem lifir í æðislegum heimi þar sem allt gengur upp það lengi sem þú biður Guð um það og hann sér til þess að allt sé gott og æðislegt, auk þess sem þú getur alltaf leitað til hans.

Mér er spurn, hvernig ætli fólk sem lifir í svona veröld geti útskýrt hvernig ákvarðanataka Guðsins æðislega fer fram ? Til dæmis ef ég myndi spyrja einhvern frelsaðan og öfgahressan einstakling: Hvernig ákveður Guð hvort einhver manneskja eigi að fá MS-sjúkdóminn eða krabbamein ?

Það er ekkert eins og svona skelfilegir sjúkdómar séu okkur nauðsynlegir.

Ég held það væri partí að fara í Fíladelfíu eitt föstudagskvöldið þegar þau eru í miðju kafi að syngja slæm lög með tárin í augunum(við erum náttúrulega að tala um það að þetta fólk tekur slagara t.d play that funky music og breytir textunum bara yfir í e-ð "play that great joy jesus") og spyrja gaurinn sem predikar og stjórnar heilaþvottinum. Hann myndi líklegast kalla mig trúleysingja og reyna að frelsa mig þó.

Ég held að það myndi ekki auka lífshamingju mína neitt ef ég byrjaði að fara í Fíladelfíu öll föstudagskvöld til að spila Trivial og tala um hvað Jesú sé nú þéttur tappi.

Mér finnst líka mjög ósanngjarnt að hinir frelsuðu hafi rétt til þess að þvinga trú sinni upp á okkur hin sem erum bara spök og afslöppuð..Ef manneskja vill frelsast, frelsast hún en það er ekkert að fara að ýta manni út í það með því að troða upp á mann einhverjum bæklingum.

Ok ég er hætt, ég er bara sjúklega tortryggin gagnvart þessu eftir að hafa farið á tvær samkomur hjá Fíladelfíu..það var í þágu vinkonu okkar ekki leitarinnar að lífshamingjunni.

þriðjudagur, desember 20, 2005

ég ætti kannski bara að fara að sofa.


Ég og Siggi fórum í bæinn í dag og ákváðum að það væri frekar svalt að vera í stíl.

Erum við ekki töff par eða ?


Jæja, athyglisvert kvöld. Skemmtilegt samt, Hermigervill stóð fyrir sínu og ég fékk far á ballið og heim af því líka. Áróra og Edda eru félagar.

Fyndið að vaka þar til að er runnið af manni, núna get ég farið að sofa.


Sá sem hringir fyrstur í mig á morgun fær að vera með mér í hljómsveit!

laugardagur, desember 17, 2005

Greyið stelpan

Í nótt lá ég uppi í rúmi, andvaka(ofsofin)..eða ok það var frekar í morgun, klukkan var að ganga sex minnir mig. Ég ákvað að kveikja á sjónvarpinu og gá hvað væri að finna þar á svo yfirþyrmandi ókristilegum tíma. Það sem tók á móti mér breytti hugarfari mínu næstu vikurnar.

LAST CHRISTMAS- WHAM!

KRAKKAR! ÉG ER KOOOMIN Í JÓLASKAP!


Núna fer ég að vera óþolandi með jólalög og endalaust mikinn hressleika auk þess sem stressið mun láta sjá sig..!

Mér líður eins og nýrri manneskju, þetta hefði átt að gerast fyrir mánuði til tveimur en betra er seint en aldrei!!

Núna er ég hins vegar farin að búa mig undir að fara á vínbarinn að fagna með fjölskyldunni, það verður eitthvað skrautlegt. Seinast þegar ég fór þangað sá ég ekkert nema ölvaða stjórnmálamenn, hvað er málið með fjölskyldu mína og VÍNBARINN af öllum stöðum ???

...og fólk vissi ekki að hann væri samkynhneigður...

fimmtudagur, desember 15, 2005

þtta va nú steiitk kvöld! allir brjálgðir og ekk brjálðri, egðveiit fæt áti sér stað e n égmissti af því þó..ég var amk með þega fórnarlmabið var sótt á slysó og vá og guð inn góður, tú spor! gaurar..slappið af!! hvað varð af huldu, vei ´t ekk um! n ég veit að sumir voru buusahösltarar ogsumir eru bara FÍFL! gaur, havað er að þér..hvað varu að stpá..gellan er rábær og þú bara svona jájá okei vala eipaði á mig best að þykjast vea geðveikt g´ður...ritskoðað, þú ert aleveg kostulegur!

okei ofutáning í gngi, ég e rað spá í að far abara og sofa núna. akkert svo sniðugt að llogga ´núna.
fólk, þið eruð frábært og prófið gegk vel!

bæ!l þið eruð ágætt grey já..þið öl! mamma er stik, bæ!

þriðjudagur, desember 13, 2005

GMG-OMG-OMFG-PLZ-GOSH!

Er það femínistum alveg lífsins ómögulegt að bara slappa af og draga andann í fimm mínútur ?
Unnur Birna verður Ungfrú Heimur og þær þurfa endilega að skemma ánægjuna með því að snúa sigrinum upp í "bakslag fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi". Alveg trítilóðar yfir því að Halldór Ásgrímsson hafi sent henni heillaskeyti, sem mér fnnst nú bara mjög krúttlegt(þó svo að það hafi sennilega ekki verið ákveðið af honum sjálfum heldum ritaranum hans).

Mér finnst algjör óþarfi að vera með svona leiðindi..ég meina jafnrétti, fínt mál!

Fólk sem tekur þátt í fegurðarsamkeppnum af fúsum og frjálsum vilja, skemmtið ykkur!

Feministar, haldið bara áfram að raka ykkur ekki undir höndunum og skemmtið ykkur líka!

Reyndar var ég líka að spá í eitt, Unnur Birna segist vera á kafi í hestamennsku. Ég verð að dást að henni fyrir það, ég gæti ekki verið í sama landshluta og hestur eftir þessa uh, áhugaverðu stuttmynd sem mamma hennar lék í..og snerist aðallega um stóran hestaböll..

Allavega, bara smá svona pása í lærdómnum..er að slá persónulegt met í fjölda blogga í prófatörn..merkilegt nokk!

Hey what's wrong with you- Phats and Small


Sjáumst sprækari en allt annað kvöld..út úr kortinu ölvuð, ælandi, deyjandi, í sleik og bara allt sem góðu balli sæmir!

laugardagur, desember 10, 2005

mér líður eins og regnboga!!

Spáið í að kynlíf myndi leggjast af. Öll fjölgun færi fram í gegnum tæknifrjóvgarnir og fryst egg og fólk bara stundaði ekkert kynlíf. Ég held að það myndi enda á því að við byrjuðum að klappa hverju öðru til að sýna blíðuhót, færum að sýna nægjusemi. Allt "gosh! hann er ömurlegur í rúminu!"-tal myndi hverfa, en "gosh! hann klappar svo harkalega, hvað er að..ÉG ER EKKI SKÓGARBJÖRN!"-tal kæmi í staðinn.

Nei bara svona pæla..

Og já, neyðarlegar aðstæður: Þú ert við hlaðborð í veislu, þú ert að skenkja þér í glas og ákveður að bjóðast til að skenkja manneskjunni við hlið þér í glas.

1: Má bjóða þér ?
2: Nei takk, ég er viðbjóður. Ég drekk bara blóð úr börnum vina minna.
1:......

Hvað myndir ÞÚ segja ?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Saga.

Einu sinni var köttur sem átti sér ekki nafn. Þessi köttur var ósköp asnalegur og allir gerðu grín að honum, meira að segja eigendurnir höfðu ekki fyrir því að skíra hann þannig að greyið gekk um með nöfn eins og lufsa, gimpalufs, rækja, gollrir, kisa, dýr og mörg fleiri og jafnvel enn verri, hangandi yfir sér. Þar til að kvöld eitt, skömmu eftir árshátíð MH-inga, kom heim til eigandanna kona. Hún er mjög spök og hefur bjargað mörgum kettinum úr sálarkreppu, hún leit á köttinn og sá á honum hvað honum leið illa yfir því að eiga sér ekkert nafn.
Eftir að hafa virt greyið fyrir sér um nokkra stund varð henni skyndilega hugsað til Geirþrúðar. Geirþrúður er stelpa sem að ældi í lófana á sér inni á klósettinu á árshátíðinni á Grandrokk, spaka konan hafði horft upp á það gerast og hafði lítið gaman af. Við það að rifja upp myndina af Geirþrúði með ælu í höndunum og andlitinu, uppgötvaði hún að þessi köttur skyldi heita Geirþrúður. Kötturinn er nefnilega læða, en það er skemmtilegra að tala um dýrið í karlkyni.

Síðan þetta var hefur dýrið borið nafnið Geirþrúður með rentu og spekingskonan er uppfull af stolti yfir að hafa fundið nafn á fyrrum nafnlausa dýrið. Spekingskonan er Halldóra Björk Bergþórsdóttir og hún er sko ekki kölluð Halldóra hin spaka að ástæðulausu eins og sést á þessari mynd.

un année sans lumiere- arcade fire
when the lights go down- armand van helden
blue christmas- bright eyes

þriðjudagur, desember 06, 2005

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI!!

KVÖLDÞÁTTUR GEIRÞRÚÐAR HEFUR GÖNGU SÍNA Á ÍSLANDI NÆSTA FÖSTUDAG!! Eins og allir sem eitthvað fylgjast með vita er Geirþrúður þekkt fyrir frábæra skemmtun og einstaklega líflega framkomu, auk þess að stjórna frábærum skemmtþætti!!


Í þættinum á föstudaginn kemur m.a fram fjöllistahópurinn

"VIÐ MYNDUMST ILLA"

auk þess sem að afi Geirþrúðar mun vera með uppistandið
"skák- og stærðfræðigrín finnst öllum fyndið."

Svo mun Edda Mary koma fram og halda fyrirlestur um að hún hati áfengi og hafi aldrei smakkað hot 'n sweet og henni til halds og trausts verður Edda Wish. Bindindiskonur sem fyrirlíta hot 'n sweet.

ERUÐ ÞIÐ SPENNT?! JÁ HELD ÞAÐ NÚ!

fimmtudagur, desember 01, 2005

ó ó

óh, hve gaman það verður þegar dagurinn 14.desember rennur upp..þá gætum við Hulda jafnvel brugðið á leik, rétt eins og um verslunarmannahelgina. Engin hækja myndi þó koma við sögu, eða hvað ? Hækjurnar eru til taks heima hjá mér svo hver veit hvernig gæti farið ?

the coast is always changing- maximo park
angel pumping gas- the postal service
lost cause- beck
we come one- faithless
black cadillacs- modest mouse
rainbow faces- looptroop

Jæja, sofa..meiri meiri lærdómur í fyrramálið..gangi ykkur vel í eðlisfræðiprófi á morgun, eðlisfræðifólk.

|