miðvikudagur, mars 31, 2004



Það er ekki nógu sniðugt hvað ljótar pósur hjá sætum gaurum geta skemmt fyrir manni sætleika þeirra. Mér finnst t.d hann Jude Law(dúddinn á myndinni) alveg geypilega sætur og sjarmerandi, en þegar að ég sá þessa mynd var ég ekki glöð. Hann er svo aumingjalegur á henni eitthvað! Hins vegar á þessari mynd, hérna er hann maður að mínu skapi!!



Jæja, ég hafði ekkert að segja en langaði að setja e-ð nýtt á blooooggið..

þriðjudagur, mars 30, 2004

Vá hvað þetta land er steikt hvað veðrið varðar!!!! Það var bylur í gær, snjór í morgun og svo 10 stiga hiti eftir hádegi og núna er svona haustrigning í gangi. Það er sniðugt að vera Íslendingur, Íslendingar eru bestir í að tala um veðrið held ég alveg örugglega.

Toxic með Britney er eitthvað spúkí lag, það finnst næstum því ööööllum þetta lag skemmtilegt. Það virkar á fólk eins og Whiskas á ketti, það verða allir trylltir af fögnuði og hefja upp raustina þegar þetta lag kemur. Reyndar virkar Whiskas aðallega þannig á ketti að þeir vilja aaaalltaf meira og meira af þessum óþverra. Það er eitt sem ég var að velta fyrir mér, Whiskas auglýsingar..þar er alveg lýst hvernig kattamaturinn er. 'Stökkir púðar að utan en með..einhverju mjúku inn í..'...ég meina, það er ekki eins og að kettirnir spái í það. Eina sniðuga við kattarmatsauglýsingar er músin sem að dansar og flengir sig í Whiskas auglýsingunni.

Það eru brjálaðar kosningar í skólanum og í dag kom einhver stór stór dúdd og fór að halda þvílíka ræðu yfir mér:s Mér fannst það nett spúkí af því að hann var STÓR..á alla kanta..neinei ég er þæg..samt var hann þannig! Allavega þá leið mér mjög aulalega þegar hann var að halda þessa ræðu yfir mér vegna þess að ég vissi ekki einu sinni hvaða helvítis embætti þetta var sem gaurinn rausaði um.

Kvörtun: Það eru ógeðslegar myndir af mér á veraldarvefnum af Grímuballi MR

ÆJi vá ekkert að segja..ekkert að spá í..RUGLIRUGL

mánudagur, mars 29, 2004

Það er alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og núna er ég að gá hver útkoman verður þegar ég blogga á mánudagsmorgni. Ég er samt bara að þessu af því að ég gleymdi leikfimisfötum fyrir íþróttir og þá er maður bara látinn hanga einhvers staðar að gera eitthvað sem að mann langar til. Þannig að ég er bara ein að hanga uppi í MH að morgni til, það er ekkert og skemmtilegt né uppbyggjandi. Eina sem að gerir það aðeins skemmtilegra er að núna eru allir á fullu að bjóða sig fram í alls konar nefndir og félög. Sem þýðir að þegar að ég gekk inn í MH í morgun þá var allt í veggspjöldum þar sem myndir voru af missniðugu fólki að auglýsa sig og færni sína til að vera í þessum félögum og/eða til að gegna embættum.

Helgin var svosem ekkert svo fréttnæm nema bara að Brynjar félagi okkar skellti sér á eitt svona bílpróf og að ég faldi mig í skottinu á bíl sem var á ferð. Og Brynjar var einmitt chauffeurinn í þeirri kerru. Helgi kom með e-ð svakalega sniðugt djók sem var til að hefna sín á Sidda fyrir að keyra burt frá Helga í Öskjuhlíðinni á fimmtudagsnóttina eða eitthvað álíka. Allavega þá var þetta bara sniðugt og einnig má þess til gamans geta að á laugardagsnóttina svaf ég ALEIN heima í annað sinn á ævinni. Reyndar þá rauk ég upp með andfælum þegar kom svona venjulegt DEH! hljóð í sjónvarpinu. Þetta DEH! átti að tákna e-s konar brak sem ég held reyndar að komi undan borðinu sem það stendur á.

Jæja það lítur út fyrir að á þessum mánudagsmorgni hafi ég slegið öll persónuleg met í óáhugaverðu og morgúnfúlu bloggi..ég kveð með bros á vör eða reyndar ekki brosi. Ég er aum í augunum af þreytu af því að ég sofnaði svo seint í gær. Það er svo ómögulegt þegar að maður liggur uppi í rúmi með lokuð augun, líður andskoti vel en bara sofnar samt ekki!!!!

Takk fyrir góða helgi og takk fyrir það ef að þú lest þetta blogg og heldur lífi.

fimmtudagur, mars 25, 2004



Já..núna vitum við hvaða merkingu images.google.com leggur í þessi tvö töfraorð--> Toxic woman

Var sko að hlusta á Toxic og datt í hug að gá hvort maður gæti bara sagt svona 'hahaha já maður djös toxic kelling!' Og þá myndu allir fatta hvernig kellu maður ætti við..

Jæja, ég var búin að skrifa langt blogg alveg stútfullt af biturleika og tilheyrandi skemmtilegheitum en rétt áður en kom að því að birta það ákvað vafrarinn að loka sér með þeim afleiðingum að bloggið eyddist. Kannski er það af hinu góða þar sem að þetta blogg var með eindæmum leiðinlegt en ég á víst að fara að blogga á 'skemmtilegum nótum'. Sumir lesendur mínir eru vandlátir og eru 2 cool 4 að skrifa komment undir raunverulegum nöfnum þegar þeir eru að leiðbeina mér eitthvað. Jájá þetta var til hans/hennar mingo sem að ég er ekki sátt við núna. Mingo..vinurinn/vinan..segðu mér nú hver þú ert..bara segja það á kommentakefinu eða senda mér létt ímeil og leyfa mér að vita:| Ég er ekki sátt við þetta nýja trenda á blogginu mínu sem að einkennist af því að fólk kommenti undir öðrum en sínum raunverulegu nöfnum(samanber Mingo og Gee..). Svo var líka einhver Delmo um daginn en það var bara gott flipp eða eitthvað.

Að öðrum hlutum, ég er ekki sátt við þessa rigningu. Þegar það rignir úti rignir það sálartetrið mitt niður og brýtur niður annars mjög gott skap. T.a.m er ég ekki í góðum fíling núna af því að það er allt grátt úti. Ég hef annars verið ógeðslega asnaleg þessa viku, eiginlega bara niðurdregin en það er engin ástæða til. Við MHfólk erum að fara að keppa við Verzlingana á Morfís annað kvöld og þá á maður að hafa gaman af lífinu. Mig langar að fara, gaman af því að ég hef svo ótrúlega lítið vit á hvort liðið sé líklegra til að fara með sigur af hólmi annað kvöld. Hef nefnilega ekkert séð af Morfísliði Verzlinga í ár..vonum bara að greyin standi sig eitthvað betur en MRliðið;)

Jæja..núna er ég búin að bæta nógu miklu við bloggið..súúúra bloggið sem ég bloggaði í dag. Helgin nálgast svo verið góð og ekki slasast neitt fyrr en á sunnudaginn af því að þá missiði bara af skólanum en ekki helgarskemmtun.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hæj ég heiti Vala og þú mátt sparka í hægri og vinstri sköflunginn á mér, hrækja í augun á mér og hrinda mér út í sjó. Ég er nefnilega auli vikunnar og þeirri veru sem tekst að toppa mig í að vera auli vikunnar..henni þarf að gefa miiikið af stöffi..eða honum. Í gær var ég í göngu í leikfimi, þar ákvað ég að segja Helga frá alveg hreint hrikalega sniðugu svindli sem ég framkvæmdi í leikfimi um daginn eða reyndar var það ekkert stórfellt..bara sniðugt. Allavega..svona þremur sekúndum eftir að ég sagði þetta hjóluðu BÁÐIR leikfimiskennararnir framhjá okkur og hafa þeir(þau réttara sagt) mjööög líklega heyrt þetta:s Jæja, það kemur víst allt aftur í bakið á manni sem að maður gerir af sér:P

Hvað er málið með veðrið?? Það er svo gott þegar maður lítur út um gluggann á meðan að maður er að læra..kvelur mann alveg hreint bara..en svo þegar út er komið verður manni svona líka skrambi kalt!

Og þið hin sem að eigið víst að vera þau sem að lesa bloggið mitt eruð nú ekki góð í því þessa dagana..ég líð niðurlægingu í fá-komment-á-bloggin-sín-klúbbnum!

Af þessu aulatilefni hef ég ákveðið að mynd þessa bloggs verði skýr skilaboð til mín..:Þ



Brot úr vondum popptexta: ..Lay down your hands wave a white flag and give yourself to me

Já þó að hann Davíð Charvet sé þokkalega stæðilegur og fríður strandvörður er hann eitthvað að misskilja hlutina í tónlistargeiranum;)

sunnudagur, mars 21, 2004

Þá er helgin bara horfin á braut og við fáum engu um það ráðið þó að ég væri nú alveg til í einn aukadag til að geta unnið upp tapaðan nætursvefn sem að ég verðskuldaði í nótt en fékk ekki. Ég verð bara að deila sögum næturinnar með ykkur sem (ég vona) að lesa bloggið mitt.

Aðalatriðin eru bara að þetta allt átti sér stað heima hjá systur minni og kærastanum hennar þar sem að ég auk systir kærastans gistum. Fyrr um kvöldið(nóttina?) kom meðleigjandi þeirra heim með áfengisdauða kærustu sína sem að hann lagði bara í rúmið og fór síðan út að jamma meira. Um nóttina svo vaknaði ég við það að þessi fulla gella stóð yfir mér og horfði á mig sofandi!:| Svo seinna hringdi dyrasíminn og e-r dúdd var að spyrja hvort Anna væri þarna svo þegar var neitað spurði hann systurina mína hvort að hún væri með númerið hjá þessari Önnu:P Æjh þetta er svo mikið..það er eignilega ekki hægt að blogga um þetta. Ég verð allavega að segja frá því þegar að kærastinn hennar kom svo heim þá fóru þau að rífast og skella hurðum..sem hélt fyrir okkur vöku og líka það að hún datt á e-ð og fékk blóðnasir. Svo má ekki gleyma því þegar að hún kom og stóð yfir mér í annað sinn. Allavega í stuttu máli sagt..nóttin fór í það að vakna oft og mörgum sinnum við ruglað fullt fólk að böggast og skella hurðum og líka vaknaði ég við það að ég datt úr sófanum eftir að hafa sofið í nokkrar mínútur.

Sjitt bloggið er OF langt..engar pælingar sem að mér detta í hug svo bara skemmtið ykkur það sem eftir lifir dagsins og byrjið vikuna skemmtilega!

Vala:)

föstudagur, mars 19, 2004

Það hefur svosem ekki neitt merkilegt sem að fólk gæti mögulega langað til þess að vita drifið á daga mína síðan ég bloggaði seinast. Samt ætla ég að tjá mig aðeins og gá hvort að það blogg vekji e-r skemmtilegri undirtektir en seinasta sem að var nú bara súrt dæmi.

Ég sá skemmtilegustu og fyndnustu mynd sem að ég man eftir að hafa séð lengi í sögutíma á fimmtudaginn; Chaplin in modern times. Hún var það skemmtileg að það liggur við að ég hefjist handa við að endursegja hana en ég læt það þó vera mörgum til mikils léttis:P

Það var ómælanlega mikið fjör á grímuballinu hjá MR í gær, jimundur minn eini hvað þetta var ótrúlega skemmtilegt!!!! Fyrirpartíið var nokkuð súrt en það reddaðist þó, þar sem að fólkið þar (eða það af því sem að ég þekkti..) var bara gæðasálir var það skemmtilegt þó fjörið hafi ekki verið mikið. Það var allt í fólki í góðum búningum á ballinu en þó lögðu sumir meiri vinnu í búningana sína en aðrir. Það voru margar margar myndir teknar og koma þær örugglega á netið bráðlega bara!

Núna er komin helgi og ég er svoooo glöð vegna þess að það trúir því örugglega enginn þó ég reyni að lýsa því:D:D:D

Áðan meira að segja hleypti stærðfræðikennarinn okkur út 25 mínútum fyrr! En það var samt slæmt við þennan stærðfræðitíma að Steinar komst að því að ég hef fóbíu fyrir því að láta snerta eyrun mín svo að hann hafði nóg að gera seinni hluta tímans.

Jæja..njótið helgarinnar og gangið hægt um gleðinnar dyr!

þriðjudagur, mars 16, 2004

Vá hvað það er allt skemmtilegt núna maður minn. Veðrið er gott, lítið að gera í skólanum núna og allir eru góðir vinir. Síðan má ekki gleyma því að á laugardaginn eiga Jósi og Sigrún Hlín afmæli:D Það er sko stuuuuð í lagi..það er samt ekki stuð hvað er leiðinlegt í sjónvarpinu núna þessa stundina þegar ég er heima að láta mér leiðast. Það er einhver þáttur á RÚV sem að er alveg nett leiðinlegur, Queer eye er í lagi en er samt ekki í fjöri fyrir þann þáttinn þessa stundina en reyndar er Paradise hotel á eftir. Það er spennandi marr hef ekki séð gripinn svo lengi að ég veit ekkert hverjir eru þarna og hverjir ekki:O

Það var reyndar pínulítið sérstakur subway sem að ég fékk í dag. Pantaði mér sex tommu ítalskan B.M.T en það sem að gerði hann frábrugðinn öðrum subwayafurðum sem að ég hef fengi mér um ævina er það að kálið á honum var frosið!!! Soddið svona..ja..við skulum segja ekki eitthvað sem að maður lendir í á hverjum degi. Að öðru leyti var þetta alveg vel heppnuð máltíð.

Smá pæling..ætli að fleiri muni kaupa Pepsi eftir þessa tólf mínútna löngu auglýsingu sem að var gerð þar sem að lagið We will rock you var eyðilagt algjörlega? Ég trúi ekki að fólk sé það einfalt að úúúú fyrst að Pink, Beyoncé, Britney og e-r annar held ég hafi drukkið það í auglýsingu og sungið lag, þá vilji það endilega kaupa sér Pepsi.


Kringlan er ekki skemmtilegur staður..samt getur maður verið þar furðulega lengi..ég fæ reyndar alltaf hausverk eftir ca. klst þar. Alveg ótrúlegar svona litlir krakkar í níunda bekk eða áttunda sem að hanga þar alveg tímunum saman í sófunum og hrækja á aðra sem að ganga framhjá eða eitthvað í þá áttina. Ég skil jafnlítið í þeirri iðju fólks og þegar að það er að hanga niðri á Lækjartorgi eða Hlemmi:S

Allavegana ég hef ekkert að blogga um svo ég slútta þessu núna.....BÆJBÆJBÆJ

sunnudagur, mars 14, 2004

Jáááááá!!!! Ég er kát!!!!!! Ógeðisveðrið er farið! Orkan er komin í mig á ný! Þetta þykir mér laglegt! Vel gert hjá þér Valli veðurgaur!

Svo vann morfíslið MH líka MR-ingana á föstudagskvöldið svo ég er ekki bara svona ánægð með veðrið..:) Þetta var semsagt í heildina séð æðisleg helgi! MR-ingarnir áttu reyndar góða spretti í ræðukeppninni en erfitt er að slá út mælskusnilli MH-liðsins:P

Ég skil ekki af hverju píur vilja fara í þáttinn the Bachelor, þetta er svo sjúkt eitthvað. Ég meina þær segjast vera í 'ástarsorg' eftir að hafa þekkt..ókei ekki einu sinni þekkt..gaurinn í ca. þrjá daga! Það er nett sjúk tilhugsun að vera geðveikt hrifin af náunga og fara með honum á deit þar sem að allt er hrikalega rómó og æðislegt og svo um leið og maður er kominn heim fer hann að slefa upp í aðra gellu. Svo eru líka alltaf allar píurnar grenjandi og ohh þetta er bara rugl! Samt horfi ég nú alveg stundum á þetta verð ég að viðurkenna:P Þetta er bara sjúk hugsun á bakvið þetta þegar ég spái í það. Eða reyndar þarf ekki einu sinni mikið að spá út í það..þetta er bara sýki.

Áðan var ég að keyra um með móðurinn í framsætinu og það var verið að brumma um Vesturbæinn í æfingaakstrinum og ég komst að því að ef ég yrði að velja mér annan stað í Reykjavík til að búa á(utan Hlíðanna þá), yrði það vafalaust Vesturbærinn. Ég myndi ekki nenna að búa í neinum svona útnára eins og Gbæ eða Kópavogi eða Breiðholti..reyndar myndi ég ekki heldur nenna að búa í Suðurhlíðunum. En Vesturbærinn, hann er svona mátulega langt frá öllu og jáh góður staður!

OJ könnun í frönsku á morgun..marr ætti kannski að halda lærdómnum áfram=/ Igh..jeg gider ikke!

Vala dýr

föstudagur, mars 12, 2004

Heil og sæl!

Veðrið úti er að gera mig þunglynda og skapið mitt versnar með hverjum deginum sem að þessu veðri heldur áfram. Það sýgur úr mér alla orku að heyra hljóð í vindinum þegar ég er í kennslustofunum í skólanum. Það er svo hræðilega napurlegt um að lítast þarna úti, það er allt grátt yfirlitum og mann langar helst af öllu til að fara að sofa. Svona veður er afsakanlegt á sunnudegi þegar að maður er að læra eða er uppi í sumó og er að fara að koma sér aftur í bæinn. En þetta hefur verið svona í tæpa viku! Þyrfti að fara að redda mér gleðipillum til þess að lífga upp á tilveruna vegna þessa veðurs. Neiii segi nú bara svona en það má allavega einhver leggja inn skriflega beiðni hjá veðurguðunum. Hver veit? Kannski geri ég það bara sjálf bráðum.


Ég tók sexuna í gær og Guðmundur minn eini, það væri sannarlega hægt að skrifa bók um mig og mínar strætóófarir. Þær tengjast þó flestar sexunni og Vesturbænum en allavega í gær var það alveg fáránlegt sem ég lenti í. Ég steig upp í sexuna og var bara nokkuð ánægð með tilveruna..var meira að segja fyrst með Adda hennar Möndu sem strætópartner. Þegar að hann steig út á Lækjartorgi fór að síga á ógæfuhliðina. Þá sofnaði ég nefnilega í strætónum, kannski ekki alveg á nóinu þegar að hann fór út en svona fimm mínútum frá sofnaði ég. Planið var að fara úr bussinum rétt hjá Háskólabíó en ég rankaði ekki við mér fyrr en að einhverjir háværir strákar komu inn í þann gula á Kaplaskjólsveginum. Þetta er þá í annað sinn á held ég tveimur dögum sem að ég stend sjálfa mig að því að vera ein að ráfa um Kaplaskjólsveg án þess að hafa neitt að gera þar.

Að öllu gleðilegri efnum..það er föstudagur..sem táknar að helgin er komin. Það væri kannski aðeins skemmtilegra ef að væri ekki próf í franskmálinu á mánudag en ég gleðst samt yfir því að fá að sofa út á morgun og hinn..:) *unaður* Vona svo sannarlega að veðrið skáni um helgina!! Þá verður hún skemmtilegri fyrir vikið. ÚÚÚÚ Vonandi verður gott veður til að maður fái sér göngutúr og kaupi sér ís! Ohh mér líkar þetta..eða þessi draumur allavega....

Nóg af rugli komið!

Usher litli sem að maður dýrkaði og dáði í 9.bekk bara kominn aftur með vont vont lag..!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Vaaaá! Ég er búin að komast að því að Ruben félagi okkar úr Idol frá því í fyrra er ekki alveg að gera sig með þessu lagi sem ég er alltaf að sjá þegar ég set á popparann. Það heitir Sorry 2004 og jiminn hvað þetta lag er LEIÐINLEGT! Mér finnst ég virkilega hafa heyrt þrjú þúsund svona lög áður.

Ég er svolítið mikið fær..í gær missti ég af strætó þegar ég ætlaði að taka sexuna frá Háskóabíó, já ég veit ég er ógeðslega klár! Svo til þess að skemmta mér tók ég þá ákvörðun að rölta um Vesturbæinn og kynnast honum betur. Ég virðist hins vegar hafa misst mig aðeins í þessu þar sem að ég var allt í einu komin að einhverjum götum sem hétu eitthvað-Skjól og þá að skilti sem að stóð á: Velkomin til Seltjarnarness.' Þá sneri ég við og fór að leita að strætóskýli(ályktaði að Sexan stoppaði í öllum strætóskýlunum þarna). Eftir að hafa staðið nokkra stund í strætóskýli kom Þristurinn en ég vildi hann ekkert. Strætóbílstjórinn var svolítið hneykslaður og ég skil það svosem alveg, stuttu seinna komst ég að því að einungis Þristurinn stoppaði þarna. Síðan þegar ég labbaði í leit að öðru strætóskýli hitti ég fyrir brjálaða kerlu í kraftgalla sem talaði hástöfum við barnavagn sem mig grunar að hafi ekki verið barn í. Það fauk nefnilega kókflaska úr honum(rok þarna við sjóinn!) og kerlan skildi barnavagninn bara eftir á meðan hún sótt flöskuna..sem að var tóm.

Núna er þessari tjáningu lokið held ég bara..tók á hugmyndaleysinu með langri og mjög innihaldslítilli sögu..sem endaði að sjálfsögðu á því að ég komst heim heil og höldnu. Núna er ég hætt að tjá mig nema ég verð að kvarta aðeins undan því hvað þetta lag með Kalla idol er ótrúlega mikið spilað=/

Vala!!

þriðjudagur, mars 09, 2004

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að morð í myrkri eftir dan turéll er ekki skemmtileg bók og að það er síður skemmtilegt að lesa hana fyrir próf. Kannski er hún ágæt til skemmtunar en ekki til prófs, þessi bók er ekki vinur minn og mér líkar hreint út sagt illa við hana. Ef að þú hefur áhuga á að hafa bókabrennu með morð í myrkri endilega hafðu samband. Ég er góð á því. Láttu mig vera ég þarf að fara að læra..hættu að trufla mig!!

Arg..ég er að gefast upp...neinei ég er ekki búin að gefast upp..mér leiðist bara að læra fyrir úrbókapróf til lengdar.

mánudagur, mars 08, 2004

Takk Sigrún elska Guðmundsdóttir!! Þú skreyttir kommentakerfið mitt alveg ótrúlega fallega:D

Ég vil helst koma því á framfæri að ég er enginn pervert þrátt fyrir myndina af þessum ótrúlega "hunk" í færslunni á undan. Þetta var bara léttur húmor og allt í voðalega góðu tómi hjá mér. Ég vil að allir gaurar fái sér speedo með svona hvítri Z á, það er án efa óendanlega kynþokkafullt þegar gaurar eru í þannig brókum. Nei allt í lagi ég er að plata..

Það virðist ekki neitt vera hérna sem ég get talað um..hummmmm...voðalega er þetta neyðarlegt..ég ætti kannski bara að blása þessa færslu af og bíða í nokkra daga í viðbót með að blogga? Neinei ég birti þetta bara..og þið sjáið um að öh, blogga fyrir mig á kommentakerfinu:P

föstudagur, mars 05, 2004

Þetta er bara mesta snilld sem að ég hef séð!!! Ég fór inn á images.google.com og ákvað að gá hvað kæmi upp þegar að ég slæ bara inn 'Hunk'. Og þessi fagri karlmaður kom upp..eða ekki fagri..allavega Hunk í boði google.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Úff! Það er barasta allt að gerast hjá fólki þessa dagana, svei mér þá, þvílíkt mikið sem gengur á marrr. Eða..nei reyndar er ekkert sem er að gerast verð ég að segja. Nema bara helst það að Valan ég er komin með æfingaleyfi:) OG ég fékk nýjan gemsa á mánudaginn..nei þriðjudaginn..eða allavega þá fékk ég síma í vikunni. Hann er lítill og sætur gripur. Vá, talandi um að blogga án þess að hafa neitt að segja..

Ég bætti mig um einn í Pool leiknum áðan! Ég náði semsagt 28 stigum í þessum rosalega æsispennandi frábæra leik sem að ég er sko ekki neitt háð..*lygi* Það hefur reyndar eitt skemmtilegt gerst síðan vikan hófst..eða eitt enn þ.e.a.s, pabbsi gamli kom frá Þýskalandi. Svo að ég bý ekki lengur ein með tveimur kreisý konum og ég er komin með tyggjókarton í hendurnar. Núna er ekki lengur 'er ég andfúl' panikið við lýði..halelúja..hósanna hei.

Um daginn þá var ég að flakka milli sjónvarpsstöðva á sjónvarpinu mínu og ég lenti auk annarra stöðva á Omega og þar var verið að sýna samkomu þar sem að fólk var að frelsast. Og það var geðveikt sorglegt, það voru allir grátandi og bíðandi eftir því að Guð 'léti' þá segja e-ð á tungumáli sem að þau skildu ekki sjálf. Mér fannst það ekki sniðugt..ég meina hvernig geta allir þessir predikarar bara VITAÐ hvernig það er þegar að fólk frelsast? Þetta var sko e-ð kanajukk og það stóð bara feitur kall í hvítri skyrtu með svart bindi uppi á sviðinu og sagði fólkinu hvernig þetta væri. Hann var bara eins og kennari að kenna fólki ferlið að frelsast. Jæja, mér fannst þetta allavega ekki sniðugt!! Ég er líka ekki mjög opin fyrir svona dóti. Aðallega skil ég þetta ekki af því að ég sjálf er ekki svona strangtrúuð. Skil þó minnst hvernig svona söfnuðir geta sagt að drykkja og reykingar séu synd. Reykingar eru frjálst val og drykkja er ekkert endilega af hinu góða en það stendur ekkert um hana í biblíunni svo að hún er ekki synd fari þessir söfnuðir eftir þeirri bók.

Æji vá þetta er orðið leiðinlegt..ég er hætt..í bili..tíhíhí.!

Ég ætla að prófa að gera svona lag dagsins núna, en það er allavega Show must go on- Queen.

mánudagur, mars 01, 2004

Nú hyggst ég efna til keppni í þessum yndislega leik: http://pool.lapoo.nl --> Þegar á þessa slóð er komið skal velja: high score contest. Og þið eigið að ná sem flestum kúlum niður á 10 tilraunum, þetta segir sig sjálft þegar að á hólminn er komið. Besti árangur sem ég veit um þessum leik í augnablikinu er metið hans Jósa eða 41 stig. Skemmtið ykkur og setjið árangurinn á kommentakerfið hjá mér..!! Mitt met er 27 og Sidda er 31 stig.

Do your best!!!

Vala:)

|