mánudagur, október 31, 2005

Hamingja og gleði

Ó, lífið er yndislegt. Það er allt svo frábært núna, ég get með sanni sagt að ég sé með krónískan fiðring í maganum. Tíminn sem þú færð fiðring í magann við að sjá einhvern og dagurinn er fullkominn, er einfaldlega það besta sem ég veit um. Maður er sáttur 24/7 og erfitt að skemma góða skapið.

Já, eins og þið gátuð kannski getið ykkur til um, þá er ég ástfangin.

Ekki af lífinu...

Ekki af náttúrunni..

Ekki af snjónum..

Nei, ég hef fundið sanna ást..ég elska ástina mína og ástin mín elskar mig.

Ykkur finnst það kannski skrítið, en nei þetta er hvorki karlmaður(né kvenmaður).
Lífsförunautur minn og lífsfylling er HITT-unaðslegasta súkkulaðistykki heims, án djóks ef þú ert ekki enn búin(n) að smakka þetta smelltu þér út í búð like..NÚNA!
Draumur er ekki neitt miðað við HITT! MARS-OJ! GALAXY-FOJ! SNICKERS??!-HA!?? þessi mynd ætti að sýna ykkur hve hamingjusöm ég er með lífsförunauti mínum og viðhaldi(kristal plús með mörgu bragðtegundunum)

andsetinn orki

þetta eru hundarnir flipp og flipp, hvort þeir séu flippaðir veit ég ekkert um.

Einu sinni hugðist ég koma "andsetinn orki" í umferð sem níðyrði en það gekk ekki upp. Ekki frekar en planið um Vallagötu-og Strandaátakið. Lífið er hverfult og samfélagið er á móti mér, því verður ekki neitað.

Ég held að vandinn varðandi skort á áhugamálum sé leystur. Um helgina átti ég mér allavega ómeðvitað áhugamál. Þetta nýtilfundna hobbí mitt fólst í því að reyna sem mest að ná mér í veikindi á einum sólarhring. Uppátækið lýsti sér þannig að ég fór reglulega í pottinn og skildi kalt og blautt bikiníið eftir í köldum vaskinum á milli pottaferðanna. Þannig að í hvert sinn sem ég fór í pottinn fylgdi það með að hlaupa úti í frosti í votu bikiníi. Ekkert annað en svalt og yfirgengilega gáfulegt.

heitur pottur, volgur pottur, örlítið kaldur pottur, kalt og vott bikiní, bollasúpur, herbergi, myndavél, hressleiki, hljóð, gítar, söngur, tölvuleikur, búmm!, sunnudagsbjór í pottinum, mótel venus, tiltekt, afurð í vaskinum..

Þar sem ég hef hvorki þolinmæði né getu til að blogga almennilega um bústaðaferðina læt ég þessa ælu fyrir ofan nægja og bendi fólki á að kíkja á síðuna hennar Eddu og skoða eiturhressar myndir þar í leiðinni..svona ef þið eruð e-ð forvitin um hvernig þetta fór fram..

Ég sá það andsetnasta í heimi í dag, tölva uppi í skóla tók stjórnina af notanda sínum og hófst þá mikill skrípaleikur. Á tímabili var ég hrædd en svo róaðist allt niður og hræðslan fór. Mér líður alveg vel núna, engar áhyggjur.

Nostalgía: Daily- TQ og Bye bye bye- NSYNC

föstudagur, október 28, 2005

fólk...


Þegar ég var í Kringlunni um daginn gekk fyrir framan mig stelpa sem var að tala í símann. Þetta var frekar skondið samtal(helmingurinn sem ég heyrði amk)

1:hæ, ég er búin að fra í allar búðirnar í kringlunni skoh, þetta er ekket til héddna.
2:....
1: eeh NEI ég er ekki búin að skoða þar
2:..
1: MAMMA! ÉG ÆTLA EKKI AÐ FRA INN Í HAGKAUP AÐ SKOÐA ÞETTA!!

...svo heyrði ég ekkert meira. fyndið samt, láta frekar lífið heldur en að fara inn í hagkaup.

bústaður á morgun ? kemur í ljós..DAMMDAMMDAMM..DAMM!

ah..ég vona að ég muni skemmta mér jafnvel og þessar vinkonur um helgina..

mánudagur, október 24, 2005

samanburður

Í dag fékk ég ljúffenga köku í boði Trygginarmiðstöðvarinnar

og

ótrúlega bragðvont og útþynnt kakó í boði Gísla Marteins.

Hvað lærði ég af þessari reynslu ?

Gísli Marteinn er jafnmikill bjáni og ég hef alltaf haldið fram.

föstudagur, október 21, 2005

Hættið þessari vanlíðan og minnimáttarkennd krakkar, ég er ekkert eins frábær, exótísk og spennandi og þið haldið. Ég er haldin ótrúlega neyðarlegri fíkn; ég elska blogg. Ég er bloggfíkill, ég hef skoðað blogg hjá eins ókunnugu fólki og það gerist. Það er einmitt oft mjög skrautlegt þegar ég kynnist e-i manneskju fyrir tilviljun eftir að hafa skoðað blogg sem viðkomandi á.

Þetta er mjög sorglegt, ég veit og ég ætti eiginlega að vera löngu búin að viðurkenna þetta en jæja, svona fer andvaka með mann. Maður ákveður að létta á sér og láta umheiminn vita af því að það er algjör óþarfi að gráta sig í svefn yfir að vera ekki jafnsvalur og ég, ég er ekkert svöl.

Eftir að hafa íhugað þetta mál komst ég að rót vandans. Ég þarf nauðsynlega að finna mér eitthvað hobbí, ég á mér ekkert hobbí nema vini mína og það er augljóslega ekki nóg. Annað hvort þarf ég að finna mér fleiri vini, byrja að æfa e-a íþrótt(haha) eða fara á námskeið.

Ef þú, kæri lesandi, átt við svipað vandamál að stríða, léttu á þér. Segðu frá. Ég vil hjálpa þér eins og ég vona að þið munuð koma til með að hjálpa mér.

Ég ætla að halda á vit drauma minna, þar sem ég skemmti mér ekki ævintýralega vel við að skoða blogg.

If you want it to be good girl(get yourself a bad boy)- Backstreet Boys

þriðjudagur, október 18, 2005

internasjonal grín!

1: Þú ert rekinn
2: Ha ? er ég drekinn ?



3: you're fired
4: what ? i'm a wire ?



hahaha..þetta síðarnefnda kom í simpsons, ég hló.

sunnudagur, október 16, 2005

sunnudagur..



mér leiðist nógu mikið til að horfa á hinn viðbjóðslega hipp og kúl menningarþátt, veggfóður á sirkus...eina góða við þennan þátt er að nú hef ég séð mann sem er í senn andsetinn og bleikur.
Svo þegar ég var að skrifa þessa færslu ákvað ég að það væri nú sniðugt að reyna að gúggla þessi tvö lýsingarorð..ég endaði með fullt af myndum af einhverjum ógeðslegum köllum að sleikja rassa og svona..sætt. Það er nefnilega til síðan www.bearsgonewild.com komst ég að og það er ekki fögur síða. Amk ekki myndirnar sem menguðu mín saklausu augu. Þar á meðal birtist þó mynd af þessum manni sem er ekkert lítið andsetinn. Að minnsta kosti er eitthvað "off" við hann..


Böll vikunnar voru kát og tónleikarnir með Trabant jafnvel enn kátari. Erfitt að gera upp á milli, ég er allavega sátt við vetrarfríið mitt!

Bonita Applebaum- A tribe called Quest
Sheila take a bow- The Smiths
Hurricane George- LoopTroop
Boris the spider- The Who
Summer jam- DJ Tiesto

Hildur, Katla...takk fyrir afmæligjafirnar mínar..frábært hvað afmælið mitt varir lengi..Gulli, eins gott ég fái gjöfina mína bráðum!

miðvikudagur, október 12, 2005

hvað er málið ??

Hafa allir kettir reykjavíkur tekið saman höndum og ákveðið að láta mig keyra yfir sig ??
Áðan lenti ég í þriðja "keisinu"! Mér líður ekki vel! Þetta er ofsalega leiðigjarnt! ELSKIÐ LÍFIÐ KETTIR, ELSKIÐ LÍFIÐ!

Ég þarf ekki annað að gera en að setjast bakvið stýrið, köttur sér mig og dýrið stekkur yfir götuna í þeirri von að ég bindi enda á líf þess. Af hverju ? Af hverju ?!
Svarið hefur ekki enn verið fundið en ég lofa ykkur því að ég mun halda hátíð daginn sem ég kemst til botns í þessu máli.

Ég ætla bara að fara á ball í kvöld og reyna að gleyma þessu, þó þetta fái of mikið á mig til að ég geti bara hætt að hugsa um þetta.

Kettir, hættið þessu. Verið bara inni og verið asnalegir eins og kötturinn minn.

Það er ekki auðvelt að vera bílstjóri og þurfa að hafa auga með lífsleiðum köttum og brjálæðingunum í umferðinni.

hitið upp fyrir ballið!

rythm is a dancer
everybody..- backstreet boys
award tour- a tribe called quest
what's my name- snoop dogg
what is love- haddaway

þriðjudagur, október 11, 2005

Hinn sjúki heimur

Unglingur á höfuðborgarsvæðinu fékk 13.500kr fyrir "account" inni í world of warcraft(tölvuleikur, spilaður á netinu).

Ég á ekkert legvatn eftir...þetta er sjúkt..hver greiðir svona mikinn pening fyrir karakter í tölvuleik...

GET A LIFE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er eftir mig! ég á tölvuleik, viltu kaupa hann ?? 10.000kall ???

föstudagur, október 07, 2005

þvílík fáviska!! ha ha ha!

var ég á eiturlyfjum þegar ég skrifaði seinustu færslu ? þvílík fjarstæða! hlaupa nakin yfir fótboltavöll..haha! ég hlæ að vitleysunni!

Ég er búin að finna mun betri áætlun. Ég ætla að verða svona sjálfshjálpargaur, ég tek eina önn í félagsfræði í háskólanum eða svo, skrifa bók sem heitir eitthvað á borð við "hjálpaðu þér, ekki öðrum" eða "þú ert það sem skiptir máli, blómstraðu!" og fæ hana gefna út í einhverju fylki í bandaríkjunum. Og hananú! Ég er orðin vinsælasti sjálfshjálpargaurinn í því fylki og sennilega munu vinsældir mínar dreifast þaðan og ég verða frábærlega fræg um öll bandaríkin.

Síðar meir verður farið að tala um mig sem "Völu okkar" í fréttunum á Íslandi og gælunöfn á borð við "the icehelper" festast við mig.

Ah...ég hlakka til að verða stór. Kannski ég ætti að hefjast handa við að skrifa þessa bók. BÆ.

sunnudagur, október 02, 2005

nekt ?

Þegar ég vaknaði í morgun og fór í hugleiðingagönguna mína komst ég að niðurstöðu um framtíð mína og hvað er virkilega mikilvægt í lífinu.

Af hverju ætti ég að fara í háskóla og læra og þúst úúú ég heiti vala ég er geðveikt góð í þessu fagi, ráddu mig í vinnu..en ekki gera það sem er virðingarvert og mikilvægt fyrir mótun samfélagsins.

Mitt æðsta takmark í lífinu er orðið það að komast inn í hall of fame hjá www.streaking.net

Ég, Valgerður Jónsdóttir, ætla að hlaupa nakin inn á völlinn í úrslitaleik HM 2006 í Þýskalandi.

Ekki hefur verið komist að niðurstöðu um tímasetningu en draumurinn er að það verði á einhverju krúsjal mómenti í seinni hálfleik.

Sjáumst í sögubókunum krakkar, sjáumst.

|